Ólafía Hrönn í fimm hundruð fermetra einbýlishúsi í Garðabæ
Stefán Árni Pálsson skrifar
Það má fastlega gera ráð fyrir því að þetta sé fallegt hús.
„Til að veggirnir séu ekki auðir í þessu gríðarstóra rými mála ég sjálf,“ segir leikkonan Ólafía Hrönn í samtali við Sindra Sindrason í næsta Heimsóknarþætti sem verður á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld.
Ólafía er augljóslega margt til lista lagt en Sindri hitti hana í stórglæsilegu fimm hundruð fermetra húsi í Akralandinu í Garðabæ.
Þátturinn hefst klukkan 19:50 á miðvikudagskvöldið og má fastlega gera ráð fyrir stórskemmtilegum þætti.