Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2016 14:02 Talsmaður starfsmanna í álverinu í Straumsvík segist aldrei hafa kynnst annarri eins hörku og fyrirtækið sýni starfsmönnum í deilu þeirra við álverið. Félagsdómur tekur fyrir kæru álversins á boðuðu útflutningsbanni starfsmanna sem á að hefjast á miðnætti. Félagsdómur kemur saman klukkan hálf fimm í dag til að meta lögmæti útflutnngsbannsins. Skipað er vikulega út frá Straumsvík um fjögur þúsund tonnum af áli í hvert sinn. Gylfi Ingvarsson talsmaður starfsmanna reiknar með að dómur liggi fyrir fljótlega í kvöld eða áður en aðgerðir eiga að hefjast á miðnætti. Verkalýðsfélögin telja að boðað hafi verið til aðgerðanna með löglegum hætti og lögmenn telji fordæmi vera fyrir aðgerðum sem þessum. Gylfi segir hörkuna í deilunni mikla. „Við höfum aldrei kynnst neinu þessu líkt áður. Menn hafa alltaf haft stöðu til að setjast niður og ræða málin og finna lausnir. En í þessari stöðu hefur það ekki verið. Ef við höfum náð að komast að þeim til að ræða efnislega um þetta helsta ágreiningsmál hafa þeir alltaf dregið upp sínar ítrustu kröfur. Þannig að þetta lyktar svolítið af því að þeir vilji ekki semja,“ segir Gylfa. Ef dómur falli verkalýðshreyfingunni ekki í vil verði mögulegir vankantar einfaldlega sniðnir af og boðað til aðgerða á nýjan leik. „Mér skilst að þeir séu búnir að hafa upp á aðalforstjóranum. Hann var víst týndur í skíðaferðalagi eftir sem okkur var sagt. Eins trúlegt og það er, að það sé ekki hægt að ná í menn. En upphaflega báðu þeir um frestun á verkfalli þannig að þeir mátu það í upphafi að það væri löglegt. Svo þegar því var hafnað var farin þessi leið. Þannig að þetta er einkennilegur skollaleikur,“ segir Gylfi Ingvarsson. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Talsmaður starfsmanna í álverinu í Straumsvík segist aldrei hafa kynnst annarri eins hörku og fyrirtækið sýni starfsmönnum í deilu þeirra við álverið. Félagsdómur tekur fyrir kæru álversins á boðuðu útflutningsbanni starfsmanna sem á að hefjast á miðnætti. Félagsdómur kemur saman klukkan hálf fimm í dag til að meta lögmæti útflutnngsbannsins. Skipað er vikulega út frá Straumsvík um fjögur þúsund tonnum af áli í hvert sinn. Gylfi Ingvarsson talsmaður starfsmanna reiknar með að dómur liggi fyrir fljótlega í kvöld eða áður en aðgerðir eiga að hefjast á miðnætti. Verkalýðsfélögin telja að boðað hafi verið til aðgerðanna með löglegum hætti og lögmenn telji fordæmi vera fyrir aðgerðum sem þessum. Gylfi segir hörkuna í deilunni mikla. „Við höfum aldrei kynnst neinu þessu líkt áður. Menn hafa alltaf haft stöðu til að setjast niður og ræða málin og finna lausnir. En í þessari stöðu hefur það ekki verið. Ef við höfum náð að komast að þeim til að ræða efnislega um þetta helsta ágreiningsmál hafa þeir alltaf dregið upp sínar ítrustu kröfur. Þannig að þetta lyktar svolítið af því að þeir vilji ekki semja,“ segir Gylfa. Ef dómur falli verkalýðshreyfingunni ekki í vil verði mögulegir vankantar einfaldlega sniðnir af og boðað til aðgerða á nýjan leik. „Mér skilst að þeir séu búnir að hafa upp á aðalforstjóranum. Hann var víst týndur í skíðaferðalagi eftir sem okkur var sagt. Eins trúlegt og það er, að það sé ekki hægt að ná í menn. En upphaflega báðu þeir um frestun á verkfalli þannig að þeir mátu það í upphafi að það væri löglegt. Svo þegar því var hafnað var farin þessi leið. Þannig að þetta er einkennilegur skollaleikur,“ segir Gylfi Ingvarsson.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07
Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35
Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17