Telja svínað á sér Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2016 13:56 Vísir/Auðunn Stjórn Svínaræktarfélags Íslands hefur lýst yfir vonbrigðum með niðurstöður búvörusamningana, sem undirritaðir voru fyrir helgina. Þeir segja framlög ríkisins til greinarinnar ekki vera í samræmi við stuðning til svínaræktenda í nágrannaríkjum okkar og að verulega sé vegið að rótum svínaræktar á Íslandi. Stjórnin íhugar hvort hagsmunum svínaræktenda sé betur borgið utan Bændasamtaka Íslands. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að framlög til uppbyggingar svínabúa séu samtals 440 milljónir króna, samkvæmt samningunum sem gilda til tíu ára. Það séu einu framlög ríkisins til greinarinnar. Þá segi óháðir sérfræðingar að kostnaður við nauðsynlegar breytingar vegna hertum ákvæðum nýrrar reglugerðar um aðbúnað í svínarækt sé um 2,5 til 3,2 milljarðar króna. „Með íþyngjandi reglugerð um aðbúnað, auknum heimildum til innflutnings á svínakjöti frá og með 2017 og nú síðast nýjum búvörusamningum er vegið alvarlega að rótum svínaræktar á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segir að við gerbreyttar forsendur, sem séu alfarið að tilstuðlan ríkisins, hljóti það að vera sanngjörn krafa að úrelding verði hluti af nýju rekstrarumhverfi. Þannig geti bændur sem vilja hætta rekstri, gert það án þess að taka með sér skuldaklafa. „Þá er gerð nýrra búvörusamninga með þeim hætti að Svínaræktarfélag Íslands hlýtur að skoða það alvarlega hvort hagsmunum þess er betur borgið utan Bændasamtaka Íslands.“ Boðað hefur verið til fundar þann 2. mars og fyrir fundinum liggur tillaga um að félagið slíti sig frá Bændasamtökunum. Búvörusamningar Tengdar fréttir Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08 Segir það fáránlegt að ganga fram með samninga án samstöðu Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir samráðsleysi ríkisstjórnarinnar og bendir á að samningarnir eiga enn eftir að hljóta þinglega meðferð og hljóta samþykki til að veita fé úr fjárlögum. 22. febrúar 2016 13:20 Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00 Segir nýjan búvörusamning vera dauðadóm Ólafur M. Magnússon forstjóri Mjólkurbúsins Kú gagnrýnir harðlega nýjan búvörusamning og segir hann vera aðför að neytendum. 21. febrúar 2016 12:23 Verja 132 milljörðum í landbúnað á tíu árum Ríkið hyggst leggja 132 milljarða króna í styrki til landbúnaðar næsta áratug samkvæmt nýjum búvörusamningi sem undirritaður var í gær. Árlegt framlag hækkar um 900 milljónir. Umbreytingasamningur segir landbúnaðarráðherra. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Stjórn Svínaræktarfélags Íslands hefur lýst yfir vonbrigðum með niðurstöður búvörusamningana, sem undirritaðir voru fyrir helgina. Þeir segja framlög ríkisins til greinarinnar ekki vera í samræmi við stuðning til svínaræktenda í nágrannaríkjum okkar og að verulega sé vegið að rótum svínaræktar á Íslandi. Stjórnin íhugar hvort hagsmunum svínaræktenda sé betur borgið utan Bændasamtaka Íslands. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að framlög til uppbyggingar svínabúa séu samtals 440 milljónir króna, samkvæmt samningunum sem gilda til tíu ára. Það séu einu framlög ríkisins til greinarinnar. Þá segi óháðir sérfræðingar að kostnaður við nauðsynlegar breytingar vegna hertum ákvæðum nýrrar reglugerðar um aðbúnað í svínarækt sé um 2,5 til 3,2 milljarðar króna. „Með íþyngjandi reglugerð um aðbúnað, auknum heimildum til innflutnings á svínakjöti frá og með 2017 og nú síðast nýjum búvörusamningum er vegið alvarlega að rótum svínaræktar á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segir að við gerbreyttar forsendur, sem séu alfarið að tilstuðlan ríkisins, hljóti það að vera sanngjörn krafa að úrelding verði hluti af nýju rekstrarumhverfi. Þannig geti bændur sem vilja hætta rekstri, gert það án þess að taka með sér skuldaklafa. „Þá er gerð nýrra búvörusamninga með þeim hætti að Svínaræktarfélag Íslands hlýtur að skoða það alvarlega hvort hagsmunum þess er betur borgið utan Bændasamtaka Íslands.“ Boðað hefur verið til fundar þann 2. mars og fyrir fundinum liggur tillaga um að félagið slíti sig frá Bændasamtökunum.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08 Segir það fáránlegt að ganga fram með samninga án samstöðu Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir samráðsleysi ríkisstjórnarinnar og bendir á að samningarnir eiga enn eftir að hljóta þinglega meðferð og hljóta samþykki til að veita fé úr fjárlögum. 22. febrúar 2016 13:20 Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00 Segir nýjan búvörusamning vera dauðadóm Ólafur M. Magnússon forstjóri Mjólkurbúsins Kú gagnrýnir harðlega nýjan búvörusamning og segir hann vera aðför að neytendum. 21. febrúar 2016 12:23 Verja 132 milljörðum í landbúnað á tíu árum Ríkið hyggst leggja 132 milljarða króna í styrki til landbúnaðar næsta áratug samkvæmt nýjum búvörusamningi sem undirritaður var í gær. Árlegt framlag hækkar um 900 milljónir. Umbreytingasamningur segir landbúnaðarráðherra. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08
Segir það fáránlegt að ganga fram með samninga án samstöðu Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir samráðsleysi ríkisstjórnarinnar og bendir á að samningarnir eiga enn eftir að hljóta þinglega meðferð og hljóta samþykki til að veita fé úr fjárlögum. 22. febrúar 2016 13:20
Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00
Segir nýjan búvörusamning vera dauðadóm Ólafur M. Magnússon forstjóri Mjólkurbúsins Kú gagnrýnir harðlega nýjan búvörusamning og segir hann vera aðför að neytendum. 21. febrúar 2016 12:23
Verja 132 milljörðum í landbúnað á tíu árum Ríkið hyggst leggja 132 milljarða króna í styrki til landbúnaðar næsta áratug samkvæmt nýjum búvörusamningi sem undirritaður var í gær. Árlegt framlag hækkar um 900 milljónir. Umbreytingasamningur segir landbúnaðarráðherra. 20. febrúar 2016 07:00