Internetið og jafnrétti kynjanna Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 8. mars 2016 07:36 Konur hafa sannarlega náð miklum árangri með jafnréttisbaráttu sinni síðustu 100 árin og á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er hollt að minna sig á að stutt er síðan að konur fengu rétt og tækifæri til að mennta sig, vinna a.m.k. lagalega séð fyrir sömu laun og karlar, kjósa, bjóða sig fram til trúnaðarstarfa, eiga eignir og tjá skoðanir sínar. Allt eitthvað sem okkur langflestum finnst svo sjálfsögð réttindi að við eigum það til að gleyma hvað það er stutt síðan samfélagið okkar snerist nær eingöngu um karla og þeir tóku ákvarðanir um og fyrir konur. Konur hafa breytt samfélaginu til góðs því með auknu jafnrétti verður til sterkara og betra samfélag. Þegar internetið kom til sögunnar héldu margir því fram að þar væri kominn fram vettvangur sem mundi styðja við jafnrétti enda væru þar allir jafnir og kynþáttur, kyn eða hvað annað sem samfélög heimsins nota til að greina fólk í sundur væri ekki til staðar. Þannig mundi internetið frelsa konur frá líkömum sínum því konur gætu nýtt menntun sína og þekkingu og sýnt að konur hafa jafn mikið til málanna að leggja og karlar. Í fyrirlestri sem Dr. Mary Anne Franks hélt á ráðstefnu í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna í október í fyrra kom fram að þrátt fyrir góðar fyrirætlanir í upphafi þá hefur internetið þróast með þeim hætti að í stað þess að stuðla að jafnrétti og jöfnuði manna á milli stuðlar það að því að viðhalda óréttlæti og ójöfnuði í heiminum. Líklega byggir það á því að þeir sem hafa mótað internetið eru hvítir millistéttar karlar, 90% af tæknimönnum bak við internetið og 96% stjórnenda eru karlar og þeirra viðhorf og sjónarhorn hefur því mótað þá ramma um samskipti sem búnir voru til. Það er mikilvægt að muna að internetið byggir á þeim gildum og hugsunum þeirra manna og ríkisstjórna sem komu að mótun þess, hvað þeim fannst eðlilegt, hvernig samskipti eru eðlileg, hvað fólk á að hafa frelsi til að tjá og birta og viðheldur þar með ekki bara gömlum valdastrúrktúr heldur skapar ný tækifæri til kúgunar og ofbeldis á ýmsum sviðum. Intenetið varð ekki bara til, það var búið til og það er lykilbreyta í öllum nútímasamfélögum. Rúm 42,4% jarðarbúa nota internetið og á Íslandi er talan um 95 %. Á hverri mínútu eru fleiri en 4 milljón atriði googluð í heiminum, 2,5 milljón nýjar færslur á facebook, 300 þúsund ný tíst á twitter, 220 þúsund myndir eru settar inn á Instagram, 72 klukkustunda efni er hlaðið inn á youtube og yfir 200 milljón tölvupóstar eru sendir. Í heiminum hafa 200 milljónum fleiri karlar en konur hafa aðgang að internetinu og þrátt fyrir að kynjahlutföllin séu nokkuð jöfn hér heima virðist það sama eiga við varðandi hvernig kynin birtast á netinu. Misrétti gegn konum hefur viðgengist lengi og leið kynjakerfisins til að viðhalda gömlu valdaójafnvægi hefur meðal annars verið kynbundið ofbeldi. Slíkt ofbeldi hefur nú fundið sér nýjar leiðir inn á internetið með tilkomu hrellikláms og dreifingar á klámi sem gengur út á að misþyrma og niðurlægja konur. Skaðinn sem þetta veldur konum er ekki viðurkenndur sem alvarlegur og þeim jafnvel kennt um, þeir sem birta nektarmyndir af konum án þeirra samþykkis eru sjaldan ákærðir eða sakfelldir og ekki heldur þeir sem búa til síður sem ætlaðar eru fyrir slíkar myndbirtingar. Í fyrirlestri Mary Anne Franks kom fram að þúsundir heimasíðna eru til á netinu þar sem fólk getur farið inn og deilt myndum eða skoðað myndir sem skilgreina má sem hrelliklám og að 9 af hverjum 10 myndum sem birtast eru af stelpum eða konum. Oftast eru myndirnar tengdar upplýsingum um nafn, aldur, símanúmer, tölvupóstfangi, og jafnvel skóla eða heimilisfangi. Rannsókn sýndi að allt að 10% fólks hótar að birta nektarmyndir af af kærustu eða maka sínum og 60% af þeim birtir myndirnar. Þegar myndin er komin á netið er nánast ógjörningur að taka hana til baka og þar til síðastliðið sumar var hægt að nálgast allar myndir með því að googla viðkomandi. Nú hafa Google, Twitter og Facebook tekið sig til og rutt brautina fyrir réttindum þolenda með því að viðurkenna ábyrgð sína á því sem birtist á þeirra vefsvæðum og taka út myndir af einstaklingum ef óskað er eftir því. Þeim ber þó ekki lagaleg skylda til þess og leysa í raun ekki vandamálið sem er annars vegar að fólk er að dreifa myndunum og hins vegar að það eru til sérstakar síður sem eru til þess gerðar og lög virðast ekki ná utan um það. Því er hrelliklám stórt og vaxandi vandamál sem gengur meira og minna út á að niðurlægja aðra og það mun ekki hverfa nema að við tökum höndum saman og stoppum það. Áhrif hrellikláms á samfélagið eru grafalvarleg því að smám saman verður það eðlilegt að birta nektarmyndir af fólki án samþykkis, hóta því að birta slíkar myndir og að kynlíf snúist um völd yfir öðrum og að það sé í lagi að niðurlægja fólk sér til skemmtunar. Áhrifin á þolendur ofbeldisins eru þau að þetta þaggar niður í konum sem ekki vilja taka áhættuna að verða fyrir barðinu á hrelliklámi og láta því lítið fyrir sér fara því fylgi þær ekki reglum karlanna eiga þær þetta á hættu. Þarna er því komið tæki sem hefur áhrif á réttindi kvenna og tækifæri þeirra til að láta að sér kveða í samfélaginu. Konur sem verða fyrir þessu ofbeldi láta sig hverfa, hætta í skóla, vinnu og konur hafa tekið líf sitt vegna myndbirtinga. Á síðasta ári kröfðust ungar konur þess að samfélagið stæði með þeim þegar þær þustu út á samfélagsmiðla og götur berbrjósta undir #freethenipple myllumerkinu. Þær ætla ekki að láta bjóða sér þetta og við sem samfélag eigum að standa með þeim. Við verðum að gera sömu kröfur um jafnrétti og mannréttindi á internetinu og í öðrum mikilvægum þáttum samfélags okkar. Hrelliklám, kynbundið ofbeldi eða mismunun kynjanna má ekki verða eðlilegur veruleiki í netheimum frekar en annars staðar og við þurfum að vera óhrædd við að takast á við þar verkefni, hvort sem við nýtum til þess fræðslu, lagasetningu eða breyttar leikreglur á internetinu. Jafnrétti kynjanna þarf að gilda alls staðar, alltaf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Konur hafa sannarlega náð miklum árangri með jafnréttisbaráttu sinni síðustu 100 árin og á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er hollt að minna sig á að stutt er síðan að konur fengu rétt og tækifæri til að mennta sig, vinna a.m.k. lagalega séð fyrir sömu laun og karlar, kjósa, bjóða sig fram til trúnaðarstarfa, eiga eignir og tjá skoðanir sínar. Allt eitthvað sem okkur langflestum finnst svo sjálfsögð réttindi að við eigum það til að gleyma hvað það er stutt síðan samfélagið okkar snerist nær eingöngu um karla og þeir tóku ákvarðanir um og fyrir konur. Konur hafa breytt samfélaginu til góðs því með auknu jafnrétti verður til sterkara og betra samfélag. Þegar internetið kom til sögunnar héldu margir því fram að þar væri kominn fram vettvangur sem mundi styðja við jafnrétti enda væru þar allir jafnir og kynþáttur, kyn eða hvað annað sem samfélög heimsins nota til að greina fólk í sundur væri ekki til staðar. Þannig mundi internetið frelsa konur frá líkömum sínum því konur gætu nýtt menntun sína og þekkingu og sýnt að konur hafa jafn mikið til málanna að leggja og karlar. Í fyrirlestri sem Dr. Mary Anne Franks hélt á ráðstefnu í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna í október í fyrra kom fram að þrátt fyrir góðar fyrirætlanir í upphafi þá hefur internetið þróast með þeim hætti að í stað þess að stuðla að jafnrétti og jöfnuði manna á milli stuðlar það að því að viðhalda óréttlæti og ójöfnuði í heiminum. Líklega byggir það á því að þeir sem hafa mótað internetið eru hvítir millistéttar karlar, 90% af tæknimönnum bak við internetið og 96% stjórnenda eru karlar og þeirra viðhorf og sjónarhorn hefur því mótað þá ramma um samskipti sem búnir voru til. Það er mikilvægt að muna að internetið byggir á þeim gildum og hugsunum þeirra manna og ríkisstjórna sem komu að mótun þess, hvað þeim fannst eðlilegt, hvernig samskipti eru eðlileg, hvað fólk á að hafa frelsi til að tjá og birta og viðheldur þar með ekki bara gömlum valdastrúrktúr heldur skapar ný tækifæri til kúgunar og ofbeldis á ýmsum sviðum. Intenetið varð ekki bara til, það var búið til og það er lykilbreyta í öllum nútímasamfélögum. Rúm 42,4% jarðarbúa nota internetið og á Íslandi er talan um 95 %. Á hverri mínútu eru fleiri en 4 milljón atriði googluð í heiminum, 2,5 milljón nýjar færslur á facebook, 300 þúsund ný tíst á twitter, 220 þúsund myndir eru settar inn á Instagram, 72 klukkustunda efni er hlaðið inn á youtube og yfir 200 milljón tölvupóstar eru sendir. Í heiminum hafa 200 milljónum fleiri karlar en konur hafa aðgang að internetinu og þrátt fyrir að kynjahlutföllin séu nokkuð jöfn hér heima virðist það sama eiga við varðandi hvernig kynin birtast á netinu. Misrétti gegn konum hefur viðgengist lengi og leið kynjakerfisins til að viðhalda gömlu valdaójafnvægi hefur meðal annars verið kynbundið ofbeldi. Slíkt ofbeldi hefur nú fundið sér nýjar leiðir inn á internetið með tilkomu hrellikláms og dreifingar á klámi sem gengur út á að misþyrma og niðurlægja konur. Skaðinn sem þetta veldur konum er ekki viðurkenndur sem alvarlegur og þeim jafnvel kennt um, þeir sem birta nektarmyndir af konum án þeirra samþykkis eru sjaldan ákærðir eða sakfelldir og ekki heldur þeir sem búa til síður sem ætlaðar eru fyrir slíkar myndbirtingar. Í fyrirlestri Mary Anne Franks kom fram að þúsundir heimasíðna eru til á netinu þar sem fólk getur farið inn og deilt myndum eða skoðað myndir sem skilgreina má sem hrelliklám og að 9 af hverjum 10 myndum sem birtast eru af stelpum eða konum. Oftast eru myndirnar tengdar upplýsingum um nafn, aldur, símanúmer, tölvupóstfangi, og jafnvel skóla eða heimilisfangi. Rannsókn sýndi að allt að 10% fólks hótar að birta nektarmyndir af af kærustu eða maka sínum og 60% af þeim birtir myndirnar. Þegar myndin er komin á netið er nánast ógjörningur að taka hana til baka og þar til síðastliðið sumar var hægt að nálgast allar myndir með því að googla viðkomandi. Nú hafa Google, Twitter og Facebook tekið sig til og rutt brautina fyrir réttindum þolenda með því að viðurkenna ábyrgð sína á því sem birtist á þeirra vefsvæðum og taka út myndir af einstaklingum ef óskað er eftir því. Þeim ber þó ekki lagaleg skylda til þess og leysa í raun ekki vandamálið sem er annars vegar að fólk er að dreifa myndunum og hins vegar að það eru til sérstakar síður sem eru til þess gerðar og lög virðast ekki ná utan um það. Því er hrelliklám stórt og vaxandi vandamál sem gengur meira og minna út á að niðurlægja aðra og það mun ekki hverfa nema að við tökum höndum saman og stoppum það. Áhrif hrellikláms á samfélagið eru grafalvarleg því að smám saman verður það eðlilegt að birta nektarmyndir af fólki án samþykkis, hóta því að birta slíkar myndir og að kynlíf snúist um völd yfir öðrum og að það sé í lagi að niðurlægja fólk sér til skemmtunar. Áhrifin á þolendur ofbeldisins eru þau að þetta þaggar niður í konum sem ekki vilja taka áhættuna að verða fyrir barðinu á hrelliklámi og láta því lítið fyrir sér fara því fylgi þær ekki reglum karlanna eiga þær þetta á hættu. Þarna er því komið tæki sem hefur áhrif á réttindi kvenna og tækifæri þeirra til að láta að sér kveða í samfélaginu. Konur sem verða fyrir þessu ofbeldi láta sig hverfa, hætta í skóla, vinnu og konur hafa tekið líf sitt vegna myndbirtinga. Á síðasta ári kröfðust ungar konur þess að samfélagið stæði með þeim þegar þær þustu út á samfélagsmiðla og götur berbrjósta undir #freethenipple myllumerkinu. Þær ætla ekki að láta bjóða sér þetta og við sem samfélag eigum að standa með þeim. Við verðum að gera sömu kröfur um jafnrétti og mannréttindi á internetinu og í öðrum mikilvægum þáttum samfélags okkar. Hrelliklám, kynbundið ofbeldi eða mismunun kynjanna má ekki verða eðlilegur veruleiki í netheimum frekar en annars staðar og við þurfum að vera óhrædd við að takast á við þar verkefni, hvort sem við nýtum til þess fræðslu, lagasetningu eða breyttar leikreglur á internetinu. Jafnrétti kynjanna þarf að gilda alls staðar, alltaf.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun