Forstjóri Fiat Chrysler með 1.421 milljónir í laun Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2016 13:13 Sergio Marchionne. caranddriver Hann ætti að eiga fyrir salti í grautinn hann Sergio Marchionne forstjóri Fiat Chrysler bílasamstæðunnar. Laun hans í fyrra námu 1.421 milljón króna en stórlækkuðu samt á milli ára. Í fyrra bar hann úr bítum 4.435 milljónir króna í laun en þá var hann verðlaunaður með 24,7 milljón evra bónus fyrir vel heppnaðan samruna Fiat og Chrysler. Laun Marchionne á tveimur síðustu árum eru því tæpir 6 milljarðar króna. Marchionne er 63 ára gamall og ætti ekki að kvíða elliárunum með troðfulla bankabókina. Í fyrra námu strípuð laun Marchionne 3,6 milljónum evra og að auki fékk hann 6,3 milljónir evra í árangurstengdan bónus og 126.620 evrur í ferðakostnað. Það er ekki óalgengt að forstjórar beri meira úr bítum í bónusum en í hreinum launum og í hans tilfelli er það nærri tveimur þriðju hluta heildargreiðsla frá Fiat Chrysler í fyrra. Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent
Hann ætti að eiga fyrir salti í grautinn hann Sergio Marchionne forstjóri Fiat Chrysler bílasamstæðunnar. Laun hans í fyrra námu 1.421 milljón króna en stórlækkuðu samt á milli ára. Í fyrra bar hann úr bítum 4.435 milljónir króna í laun en þá var hann verðlaunaður með 24,7 milljón evra bónus fyrir vel heppnaðan samruna Fiat og Chrysler. Laun Marchionne á tveimur síðustu árum eru því tæpir 6 milljarðar króna. Marchionne er 63 ára gamall og ætti ekki að kvíða elliárunum með troðfulla bankabókina. Í fyrra námu strípuð laun Marchionne 3,6 milljónum evra og að auki fékk hann 6,3 milljónir evra í árangurstengdan bónus og 126.620 evrur í ferðakostnað. Það er ekki óalgengt að forstjórar beri meira úr bítum í bónusum en í hreinum launum og í hans tilfelli er það nærri tveimur þriðju hluta heildargreiðsla frá Fiat Chrysler í fyrra.
Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent