Fólk hefur áhuga á fólki í sinni fjölbreyttu mynd Magnús Guðmundsson skrifar 18. mars 2016 12:00 Mynd/Barbara Probst, með leyfi Kuckei + Kuckei, Berlin „Þetta er mjög flott sýning og þrátt fyrir að við séum með þemað fólk þá er viðfangsefnið ótrúlega fjölbreytt,“ segir Hlynur Hallsson, sýningarstjóri ljósmyndasýningarinnar Fólk / People, sem verður opnuð á morgun kl. 15 í Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni getur að líta verk eftir sjö listamenn sem eiga það sameiginlegt að vinna með ljósmyndir. „Fólk hefur áhuga á fólki. Fólki í sinni fjölbreyttu mynd. Það er einfaldlega grunnurinn að þessu og svo nálgast ólíkir listamenn sama verkefnið á jafn ólíkan máta. Við veljum inn á sýninguna bæði listamenn og verk sem eru mjög ólík, bæði varðandi framsetningu og inntak. Þarna er til að mynda eins konar plakataveggur sem er sería eftir Hallgerði Hallgrímsdóttur af ungu fólki að koma heim af djamminu í dagrenningu. Síðan er kvikmyndatenging hjá Ine Lamers en hún sýnir reyndar líka 45 mínútna mynd þar sem er fylgst með konu í ólíkum hlutverkum. Svo er Hrafnkell Sigurðsson með dáldið abstrakt myndir þar sem fólkið sést ekki en maður finnur fyrir nærveru þess í hinni frægu sjóstakkaseríu. Wolfgang Tillman er með myndir úr neðanjarðarlestunum í London þar sem fólk er á ferðinni á háannatíma. Hrefna Harðardóttir er með ellefu athafnakonur á sínum uppáhaldsstað, þetta eru eins konar uppstillingar og það eru líka myndirnar hans Harðar sem notar votplötutækni frá lokum 19. aldar til að taka myndir af fólki á miðaldardögum og skapar þannig stemningu liðins tíma. Svo má ég til með að nefna ákaflega fallega þrettán mynda seríu sem er öll tekin á sömu sekúndunni en það eru afar mörg sjónarhorn og smáatriði í hennar verkum sem gaman er að skoða. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þetta er mjög flott sýning og þrátt fyrir að við séum með þemað fólk þá er viðfangsefnið ótrúlega fjölbreytt,“ segir Hlynur Hallsson, sýningarstjóri ljósmyndasýningarinnar Fólk / People, sem verður opnuð á morgun kl. 15 í Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni getur að líta verk eftir sjö listamenn sem eiga það sameiginlegt að vinna með ljósmyndir. „Fólk hefur áhuga á fólki. Fólki í sinni fjölbreyttu mynd. Það er einfaldlega grunnurinn að þessu og svo nálgast ólíkir listamenn sama verkefnið á jafn ólíkan máta. Við veljum inn á sýninguna bæði listamenn og verk sem eru mjög ólík, bæði varðandi framsetningu og inntak. Þarna er til að mynda eins konar plakataveggur sem er sería eftir Hallgerði Hallgrímsdóttur af ungu fólki að koma heim af djamminu í dagrenningu. Síðan er kvikmyndatenging hjá Ine Lamers en hún sýnir reyndar líka 45 mínútna mynd þar sem er fylgst með konu í ólíkum hlutverkum. Svo er Hrafnkell Sigurðsson með dáldið abstrakt myndir þar sem fólkið sést ekki en maður finnur fyrir nærveru þess í hinni frægu sjóstakkaseríu. Wolfgang Tillman er með myndir úr neðanjarðarlestunum í London þar sem fólk er á ferðinni á háannatíma. Hrefna Harðardóttir er með ellefu athafnakonur á sínum uppáhaldsstað, þetta eru eins konar uppstillingar og það eru líka myndirnar hans Harðar sem notar votplötutækni frá lokum 19. aldar til að taka myndir af fólki á miðaldardögum og skapar þannig stemningu liðins tíma. Svo má ég til með að nefna ákaflega fallega þrettán mynda seríu sem er öll tekin á sömu sekúndunni en það eru afar mörg sjónarhorn og smáatriði í hennar verkum sem gaman er að skoða.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið