Ekki samboðið okkur sem þjóð Elín Hirst skrifar 17. mars 2016 07:00 Umræðan undanfarna daga um hvar eigi að byggja þjóðarsjúkrahús er stórundarleg og úr takti við raunveruleikann. Framkvæmdir eru þegar hafnar á Landspítalalóðinni, þar megum við engan tíma missa; gefa heldur hressilega í ef eitthvað er. Mál númer eitt, tvö og þrjú er að koma allri þjónustu við bráðveika og bráðarannsóknarþjónustu undir eitt þak, og bæta bráðavanda LSH við Hringbraut á sem fæstum árum. Ég hef sjálf þurft að leita á LSH nýlega vegna veikinda í fjölskyldunni og get vottað að þar er aðstaðan út í hött, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Húsakynni spítala á Indlandi sem ég heimsótti í vetur eru betur úr garði gerð en margt sem boðið er upp á á LSH. Þetta ástand er ekki samboðið okkur sem þjóð. Byggja fullkomið hátæknisjúkrahús En ábyrgð okkar stjórnmálamanna er meiri og nær lengra. Miðað við efnahagslega stöðu okkar þjóðfélags sem hefur líklega aldrei verið betri, áherslur almennings (sbr. undirskriftalista Kára um Endurreisn heilbrigðiskerfisins) og hækkandi aldurssamsetningu þá er mjög nauðsynleg að við Íslendingar förum að huga að því að byggja annað fullkomið hátæknisjúkrahús. Eins og dæmin sanna mun undirbúningur þess máls taka ár ef ekki áratug. Auðvitað byggjum við og endurreisum eins og hægt er á Landspítalalóðinni og reynum að gera það á sem allra skemmstum tíma, þar erum við að kljást við bráðavanda, en leggjum á sama tíma grunninn að framtíðinni í heilbrigðismálum á Íslandi. Þetta er algerlega tímabært og ekkert nema skynsemi fólgin í því að byggja duglega undir helstu velferðarstoð þessa þjóðfélags. Snúa af brautinni þar sem við erum annars flokks og koma okkur aftur í fremstu röð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Sjá meira
Umræðan undanfarna daga um hvar eigi að byggja þjóðarsjúkrahús er stórundarleg og úr takti við raunveruleikann. Framkvæmdir eru þegar hafnar á Landspítalalóðinni, þar megum við engan tíma missa; gefa heldur hressilega í ef eitthvað er. Mál númer eitt, tvö og þrjú er að koma allri þjónustu við bráðveika og bráðarannsóknarþjónustu undir eitt þak, og bæta bráðavanda LSH við Hringbraut á sem fæstum árum. Ég hef sjálf þurft að leita á LSH nýlega vegna veikinda í fjölskyldunni og get vottað að þar er aðstaðan út í hött, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Húsakynni spítala á Indlandi sem ég heimsótti í vetur eru betur úr garði gerð en margt sem boðið er upp á á LSH. Þetta ástand er ekki samboðið okkur sem þjóð. Byggja fullkomið hátæknisjúkrahús En ábyrgð okkar stjórnmálamanna er meiri og nær lengra. Miðað við efnahagslega stöðu okkar þjóðfélags sem hefur líklega aldrei verið betri, áherslur almennings (sbr. undirskriftalista Kára um Endurreisn heilbrigðiskerfisins) og hækkandi aldurssamsetningu þá er mjög nauðsynleg að við Íslendingar förum að huga að því að byggja annað fullkomið hátæknisjúkrahús. Eins og dæmin sanna mun undirbúningur þess máls taka ár ef ekki áratug. Auðvitað byggjum við og endurreisum eins og hægt er á Landspítalalóðinni og reynum að gera það á sem allra skemmstum tíma, þar erum við að kljást við bráðavanda, en leggjum á sama tíma grunninn að framtíðinni í heilbrigðismálum á Íslandi. Þetta er algerlega tímabært og ekkert nema skynsemi fólgin í því að byggja duglega undir helstu velferðarstoð þessa þjóðfélags. Snúa af brautinni þar sem við erum annars flokks og koma okkur aftur í fremstu röð.
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar