Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2016 13:38 Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, á félagið Wintris Inc. sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjum. vísir/Valli Félagið Wintris Inc. sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, lýsti um 500 milljóna króna kröfum í slitabú föllnu bankanna. Um að ræða tvær kröfur upp á tæpar 174 milljónir króna í slitabú Landsbankans og þrjár kröfur í slitabú Kaupþings. Þær kröfur hljóða upp á 43.195.450 krónur, 43.456.402 krónur og 134.134.079. Kröfurnar þrjár í slitabú Kaupþings nema því rúmlega 220 milljónum króna. Þá er félagið jafnframt með kröfu í slitabú Glitnis upp á eina milljón svissneskra franka en sé miðað við gengi gjaldmiðla daginn sem neyðarlögin voru sett, 6. október 2008, nemur krafan 100 milljónum íslenskra króna. Ekki liggur fyrir hversu mikið, ef eitthvað, fékkst greitt upp í kröfur félagsins en Vísir hefur óskað eftir upplýsingum varðandi það. Anna Sigurlaug greindi frá félaginu í ítarlegri færslu um fjármál sín sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Félagið var stofnað árið 2007 en hún tók við því í ársbyrjun 2008. Félagið heldur utan um fjölskylduarf hennar en Anna Sigurlaug er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi, sem seldi reksturinn árið 2005. Fjölskylduarfur Önnu er þaðan kominn. Félagið er skráð á Bresku Jómfrúareyjunum en er í fjárstýringu hjá útibúi Credit Suisse í Bretlandi samkvæmt upplýsingum frá Jóhannes Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka.Uppfært klukkan 14.20: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að kröfur Wintris hafi hljóðað upp á 400 milljónir króna. Þá lágu ekki fyrir upplýsingar um kröfur í slitabú Glitnis en fréttin hefur nú verið uppfærð í samræmi við upplýsingar sem bárust um það. Panama-skjölin Tengdar fréttir Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Sjá meira
Félagið Wintris Inc. sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, lýsti um 500 milljóna króna kröfum í slitabú föllnu bankanna. Um að ræða tvær kröfur upp á tæpar 174 milljónir króna í slitabú Landsbankans og þrjár kröfur í slitabú Kaupþings. Þær kröfur hljóða upp á 43.195.450 krónur, 43.456.402 krónur og 134.134.079. Kröfurnar þrjár í slitabú Kaupþings nema því rúmlega 220 milljónum króna. Þá er félagið jafnframt með kröfu í slitabú Glitnis upp á eina milljón svissneskra franka en sé miðað við gengi gjaldmiðla daginn sem neyðarlögin voru sett, 6. október 2008, nemur krafan 100 milljónum íslenskra króna. Ekki liggur fyrir hversu mikið, ef eitthvað, fékkst greitt upp í kröfur félagsins en Vísir hefur óskað eftir upplýsingum varðandi það. Anna Sigurlaug greindi frá félaginu í ítarlegri færslu um fjármál sín sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Félagið var stofnað árið 2007 en hún tók við því í ársbyrjun 2008. Félagið heldur utan um fjölskylduarf hennar en Anna Sigurlaug er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi, sem seldi reksturinn árið 2005. Fjölskylduarfur Önnu er þaðan kominn. Félagið er skráð á Bresku Jómfrúareyjunum en er í fjárstýringu hjá útibúi Credit Suisse í Bretlandi samkvæmt upplýsingum frá Jóhannes Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka.Uppfært klukkan 14.20: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að kröfur Wintris hafi hljóðað upp á 400 milljónir króna. Þá lágu ekki fyrir upplýsingar um kröfur í slitabú Glitnis en fréttin hefur nú verið uppfærð í samræmi við upplýsingar sem bárust um það.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Sjá meira
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48