Milli lífs og dauða Guðmundur Karl Snæbjörnsson skrifar 17. mars 2016 09:00 Krabbameinsfélagið, eða fulltrúi þess, hefur ekki riðið við einteyming í fjölmiðlum að undanförnu um þá ógn og meinta skaðsemi sem okkur mannfólkinu gæti stafað af tilvist rafrettunnar. Þetta nýja fyrirbæri tækninnar sem skyndilega hefur ruðst inn á markað tóbaks og lyfja og ruglað allar áætlanir og plön tóbaksvarnasinnanna! Tæknitól, sem gerir ekkert minna en að ógna tilvist sígarettunnar og allra nikótínlyfja á markaðnum og þar með tilvist fjölda krabbameina og annarra reykingatengdra sjúkdóma. Einnig hlutverki og tilvist hefðbundinna tóbaksvarna? Þetta tæknitól sem er ekki einu sinni sprottið úr hugmyndasmiðju eða kennibókum þeirra sjálfra, heldur úr grasrótinni, þeirra sem þjást og deyja af reyknum. Hvaða rétt halda prélátar tóbaksvarna að þeir hafi eiginlega til að ræna fólk þessari von og tækifæri til heilbrigðara lífs, andstaða sem leiðir ekki til neins annars en framlengingar á sjálfu dauðastríði reyksins?Boðflennan og skaðsemi rangs boðskapar tóbaksvarna Réttsýnir fræði- og vísindamenn, læknar og fleiri hér á landi sem erlendis, sjá þó fyrir sér einstakt tækifæri í reykingasögunni, með þessari boðflennu tækninnar, sem leitt gæti til þess að vinna sigur í baráttunni gegn skaðsemi reykinga og lágmarka skaðan. Þetta er hið raunverulega hlutverk lýðheilsu, hvort heldur það eigi við Alþjóða Heilbrigðismálastofnunina eða Krabbbameinsfélag Íslands, þ.e. að lágmarka og hindra skaða. En, engu er líkara en báðum hafi illilega orðið fótaskortur á raunverulegum tilgangi sínum og láti í staðinn aðra hagsmuni, beint eða óbeint, ráða ferðinni í stað meginmarkmiðs síns og tilgangs, bætt heilsufar almennings (6,7,8,9,11,12,13,14,15). Trúarkreddum tóbaksvarna (6) verður einfaldlega að afklæðast og kasta frá sér, ýta á reset takkann og endurræsa hugmyndafræðina með nýjum hugbúnaði nýrrar nálgunar í ljósi bestu þekkingar byggða á vísindalegum rannsóknum (11,12).Reykingatíðni barna og unglinga 2011-2014 (CDC/NYTS). Reykingar barna og unglinga í Bandaríkjunum, líkt og í Evrópu, snarminnkar eftir tilkomu rafrettunnar. Frábær lækkun eða um 28% (12,7%-9,2%) orðið milli ára (2013-2014) í blandaðri neyslu sígaretta og rafretta og 60% fækkun (9,7%-4%) þeirra sem aðeins reykja sígarettur. Tilfærslan er frá sígarettum yfir í rafrettur, ekki öfugt.Ætisdiskar og raunveruleikinn, líkami okkar Fulltrúa KÍ hefur m.a. verið tíðrætt um niðurstöður rannsókna á frumum nagdýra út frá ætisdiskum rannsóknarstofa. Slíkar rannsóknir þurfa þó bara alls ekki að endurspegla viðbrögð fruma í sjálfum mannslíkamanum. Mannslíkaminn hefur miklu meiri hæfni til að standast lítið magn skaðlegra efna heldur en frumur ræktaðar á ætisdiskum. Mannslíkaminn býr einnig yfir mörgum vörnum gegn áhrifum skaðlegra efna, t.d. eins og stöðugri endurnýjun yfirborðsfruma þeirra líffæra sem eru mest útsett fyrir áreitinu, eins og yfirborðsfrumur munnhols, meltingarvegar, húðar og lungna (1). Tiltölulega auðvelt er að láta líta út fyrir að neysluvörur, sem eru nánast skaðlausar, séu bara orðnar bráð hættulegar. Ef við ætlum að láta rannsóknir á frumum nagdýra og álíka smádýra ráða reglugerðum á neysluvörum okkar á neytendamarkaði, þá gætum við allt eins tekið líka fyrir lyfin okkar. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt fram á að um helmingur allra lyfja á markaðnum geta valdið myndun krabbameina (2). Það eru einnig til rannsóknir sem sýna fram á að kaffi drepur frumur á ætisdiskum (3) og (4) og getur valdið myndun krabbameinsvaxtar (5). Skaðsemi kaffis er þó í raun bara á pari með skaðsemi af völdum nikótíns, hverfandi í raunveruleikanum (15). Er einhver (KÍ?) sem gerir þetta að hámæli í fjölmiðlum og básúnar það yfir alla varðandi hugsanlega möguleika á myndun krabbameina af völdum kaffidrykkjunnar og lyfjanna sem við notum?Aðalatriðið - reykingar drepa - rafrettur redda Forðast ber misbeitingu rannsóknarniðurstaðna við gerð reglugerða heilbrigðismála, sérstaklega þeirra sem upphaf sitt eiga að rekja til ætisdiska rannsóknarstofanna. Við eigum í staðinn að beina athygli okkar og kröftum að því sem líklegast er og raunverulega veldur skaða, ekki einhverri hugsanlega mögulegri skaðsemi. Því það getur bara leitt okkur út í það óendanlega og dregur athygli okkar frá aðalatriðinu sem er öllum þekkt og ítarlega rannsakað, áhrif sígarettureyksins. Annars byggjum við bara upp efa og tortryggni sem bætir engum heilsuna, heldur þvert á móti (11).Þróunin hjá börnum og unglingum sem reykja og nota rafrettur 2011-2014 (CDC/NYTS). Rafrettur taka yfir sígaretturnar hjá börnum og unglingum í Bandaríkjunum. Börnin forða sér bara sjálf undan skaðsemi sígarettunnar. Hjá börnum sem fikta með sígarettur festast 60% þeirra í neyslunni, en aðeins 0,1-0,2% þeirra sem fikta við rafrettur. Ólíku saman að jafna. Nánast eingöngu um þá sem reykja sem eru að nota rafrettur.Frelsisskerðing bættrar heilsu - með lögum og reglugerðum Það eru alvarleg öfugmæli og skilningsleysi á málinu að fjötra frelsi okkar og getu til að velja leið til bætts heilsufars í hlekki reglugerða, sem á sama tíma hlífir hinum raunverulega skaðvaldi og því sem veldur þúsundum dauðsfalla, sjúkdóma og örkumlun. Frelsi hins almenna borgara er þannig skert og fórnað á altari sjúkdómsvæðingar og dauða, en hagsmunum fárra en máttugri aðila er borgið. Það er svo reynt að réttlæta með hræðsluáróðri hugsanlegs skaða af völdum þess tóls sem gæti reynst okkur bjargráð í stöðunni. Höfnum alfarið slíkri aðför að frelsi okkar til bættrar heilsu, sem byggir á sjónarmiðum þröngsýnna og úreltra herferða undir merkjum “tóbaksvarna” (6, 14). Þar er augljóst að það hagnast eingöngu hagsmunaaðilum tóbaks- og lyfjaiðnaðarins um leið og heilsu almennings er fórnað, lítilsvirðir einnig og kastar fyrir róða bestu þekkingu fræði- og vísindamanna nútímans (7, 8, 9).Réttmæt reglugerð í hlutfalli við skaðsemi og bjargráð Gætum þess að smíði reglugerða um þessi mál séu gerð í réttu hlutfalli við skaðsemina og jafnframt gæta ítrustu hófsemi gagnvart þáttum sem gætu haft umtalsverð áhrif til fækkunnar sjúkdóma og dauða fólks vegna reykingatengdra sjúkdóma (10, 11,12, 15). Annað drepur, hitt bjargar. Takmörkum heldur með reglugerð það sem er raunverulega skaðlegt, sígarettuna. Ekki refsa og takmarka nánast skaðlausri boðflennunni, rafrettunni, sleppum henni heldur lausri á skaðvaldinn með forgjöf í framboði og samkeppni á markaði. Málið dautt og lifum áfram.Tilvísanir úr texta: (1) Paracelsus to parascience: the environmental cancer distraction, Ames BN et al.(2) A review of the genotoxicity of marketed pharmaceuticals, Snyder RD et al.(3) Identification of hydrogen peroxide as a major cytotoxic component in Maillard reaction mixtures and coffee. Hegele J et al.(4) Cell culture condition-dependent impact of AGE-rich food extracts on kinase activation and cell survival on human fibroblasts, Nass N et al.(5) Coffee enhances the development of 7,12-dimethylbenz[a]anthracene (DMBA)-induced hamster buccal pouch carcinomas. Saroja M et al.(6) Tilskipun EU, TPD 2014/40/EU.(7) Statement from specialists in nicotine science and public health policy, Áskorun vísinda- og fræðimanna til framkvæmdastjóra WHO, Margareta Chan.(8) Scientific Errors in the Tobacco Products Directive. A letter sent by scientists to the European Union, Vísindamenn benda á rangfærslur í tillögum WHO til EU.(9) Please Do Not Distort My Words To Justify Your Policy, bréf vísindamanns til WHO/EU, Dr Lynne Dawkins.(10) National Centre for Smoking Cessation and Training (© 2016 NCSCT) Leiðbeiningar breskra heilbrigðisyfirvalda.(11) Rafrettur: 95% skaðlausari en reykingar.(12) Public Health England, E-Cigarettes: an evidence update.(13) But Is It True: A Citizen's Guide to Environmental Health and Safety Issues, Wildavsky A.B., Harvard Univ. Press, Cambridge, MA (1995). (14) Harm reduction over morals to reduce smoking deaths, Prof (adj) David Sweanor, Kanadíska Læknablaðið.(15) Professor Peter Hajek, Director of QMUL's Tobacco Dependence Research Unit, talks about his research on e cigarettes: Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafrettur Tengdar fréttir Lokataflið – Sígarettan er dauð, lengi lifi þú og ég Nokkrir kollega minna birtu grein í Fréttablaðinu þann 7. jan. undir heitinu "Rafrettur - úlfur í sauðagæru”. Hljómar eins og úlfur klæddur í lopapeysu sé orðinn einhver ógn við sjálft jafnvægi tilverunnar. En, hverjir eru hér í raun að klæðast peysu hvers í sjálfri grein þeirra? 14. janúar 2016 07:00 Rafrettur: 95% skaðlausari en reykingar Vegna nýlegra greina í Fréttablaðinu (11. og 19. des. sl.), og var sú síðari eftir tvo kollega mína, þá sé ég mig tilneyddan til að bæta við nokkrum staðreyndum varðandi rafrettur og heilsufarsleg áhrif af notkun þeirra. Mikill og útbreiddur misskilningur virðist vera í umræðunni um hugsanlega slæmar afleiðingar og skaðleg áhrif 30. desember 2015 07:00 Stærstu mistök heilbrigðismála í uppsiglingu? Engin vísindaleg rök eru fyrir því að setja rafrettur í fjötra laga og reglugerða eins og til stendur að gera ef Ísland fer að tilskipun Evrópusambandsins. 5. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Krabbameinsfélagið, eða fulltrúi þess, hefur ekki riðið við einteyming í fjölmiðlum að undanförnu um þá ógn og meinta skaðsemi sem okkur mannfólkinu gæti stafað af tilvist rafrettunnar. Þetta nýja fyrirbæri tækninnar sem skyndilega hefur ruðst inn á markað tóbaks og lyfja og ruglað allar áætlanir og plön tóbaksvarnasinnanna! Tæknitól, sem gerir ekkert minna en að ógna tilvist sígarettunnar og allra nikótínlyfja á markaðnum og þar með tilvist fjölda krabbameina og annarra reykingatengdra sjúkdóma. Einnig hlutverki og tilvist hefðbundinna tóbaksvarna? Þetta tæknitól sem er ekki einu sinni sprottið úr hugmyndasmiðju eða kennibókum þeirra sjálfra, heldur úr grasrótinni, þeirra sem þjást og deyja af reyknum. Hvaða rétt halda prélátar tóbaksvarna að þeir hafi eiginlega til að ræna fólk þessari von og tækifæri til heilbrigðara lífs, andstaða sem leiðir ekki til neins annars en framlengingar á sjálfu dauðastríði reyksins?Boðflennan og skaðsemi rangs boðskapar tóbaksvarna Réttsýnir fræði- og vísindamenn, læknar og fleiri hér á landi sem erlendis, sjá þó fyrir sér einstakt tækifæri í reykingasögunni, með þessari boðflennu tækninnar, sem leitt gæti til þess að vinna sigur í baráttunni gegn skaðsemi reykinga og lágmarka skaðan. Þetta er hið raunverulega hlutverk lýðheilsu, hvort heldur það eigi við Alþjóða Heilbrigðismálastofnunina eða Krabbbameinsfélag Íslands, þ.e. að lágmarka og hindra skaða. En, engu er líkara en báðum hafi illilega orðið fótaskortur á raunverulegum tilgangi sínum og láti í staðinn aðra hagsmuni, beint eða óbeint, ráða ferðinni í stað meginmarkmiðs síns og tilgangs, bætt heilsufar almennings (6,7,8,9,11,12,13,14,15). Trúarkreddum tóbaksvarna (6) verður einfaldlega að afklæðast og kasta frá sér, ýta á reset takkann og endurræsa hugmyndafræðina með nýjum hugbúnaði nýrrar nálgunar í ljósi bestu þekkingar byggða á vísindalegum rannsóknum (11,12).Reykingatíðni barna og unglinga 2011-2014 (CDC/NYTS). Reykingar barna og unglinga í Bandaríkjunum, líkt og í Evrópu, snarminnkar eftir tilkomu rafrettunnar. Frábær lækkun eða um 28% (12,7%-9,2%) orðið milli ára (2013-2014) í blandaðri neyslu sígaretta og rafretta og 60% fækkun (9,7%-4%) þeirra sem aðeins reykja sígarettur. Tilfærslan er frá sígarettum yfir í rafrettur, ekki öfugt.Ætisdiskar og raunveruleikinn, líkami okkar Fulltrúa KÍ hefur m.a. verið tíðrætt um niðurstöður rannsókna á frumum nagdýra út frá ætisdiskum rannsóknarstofa. Slíkar rannsóknir þurfa þó bara alls ekki að endurspegla viðbrögð fruma í sjálfum mannslíkamanum. Mannslíkaminn hefur miklu meiri hæfni til að standast lítið magn skaðlegra efna heldur en frumur ræktaðar á ætisdiskum. Mannslíkaminn býr einnig yfir mörgum vörnum gegn áhrifum skaðlegra efna, t.d. eins og stöðugri endurnýjun yfirborðsfruma þeirra líffæra sem eru mest útsett fyrir áreitinu, eins og yfirborðsfrumur munnhols, meltingarvegar, húðar og lungna (1). Tiltölulega auðvelt er að láta líta út fyrir að neysluvörur, sem eru nánast skaðlausar, séu bara orðnar bráð hættulegar. Ef við ætlum að láta rannsóknir á frumum nagdýra og álíka smádýra ráða reglugerðum á neysluvörum okkar á neytendamarkaði, þá gætum við allt eins tekið líka fyrir lyfin okkar. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt fram á að um helmingur allra lyfja á markaðnum geta valdið myndun krabbameina (2). Það eru einnig til rannsóknir sem sýna fram á að kaffi drepur frumur á ætisdiskum (3) og (4) og getur valdið myndun krabbameinsvaxtar (5). Skaðsemi kaffis er þó í raun bara á pari með skaðsemi af völdum nikótíns, hverfandi í raunveruleikanum (15). Er einhver (KÍ?) sem gerir þetta að hámæli í fjölmiðlum og básúnar það yfir alla varðandi hugsanlega möguleika á myndun krabbameina af völdum kaffidrykkjunnar og lyfjanna sem við notum?Aðalatriðið - reykingar drepa - rafrettur redda Forðast ber misbeitingu rannsóknarniðurstaðna við gerð reglugerða heilbrigðismála, sérstaklega þeirra sem upphaf sitt eiga að rekja til ætisdiska rannsóknarstofanna. Við eigum í staðinn að beina athygli okkar og kröftum að því sem líklegast er og raunverulega veldur skaða, ekki einhverri hugsanlega mögulegri skaðsemi. Því það getur bara leitt okkur út í það óendanlega og dregur athygli okkar frá aðalatriðinu sem er öllum þekkt og ítarlega rannsakað, áhrif sígarettureyksins. Annars byggjum við bara upp efa og tortryggni sem bætir engum heilsuna, heldur þvert á móti (11).Þróunin hjá börnum og unglingum sem reykja og nota rafrettur 2011-2014 (CDC/NYTS). Rafrettur taka yfir sígaretturnar hjá börnum og unglingum í Bandaríkjunum. Börnin forða sér bara sjálf undan skaðsemi sígarettunnar. Hjá börnum sem fikta með sígarettur festast 60% þeirra í neyslunni, en aðeins 0,1-0,2% þeirra sem fikta við rafrettur. Ólíku saman að jafna. Nánast eingöngu um þá sem reykja sem eru að nota rafrettur.Frelsisskerðing bættrar heilsu - með lögum og reglugerðum Það eru alvarleg öfugmæli og skilningsleysi á málinu að fjötra frelsi okkar og getu til að velja leið til bætts heilsufars í hlekki reglugerða, sem á sama tíma hlífir hinum raunverulega skaðvaldi og því sem veldur þúsundum dauðsfalla, sjúkdóma og örkumlun. Frelsi hins almenna borgara er þannig skert og fórnað á altari sjúkdómsvæðingar og dauða, en hagsmunum fárra en máttugri aðila er borgið. Það er svo reynt að réttlæta með hræðsluáróðri hugsanlegs skaða af völdum þess tóls sem gæti reynst okkur bjargráð í stöðunni. Höfnum alfarið slíkri aðför að frelsi okkar til bættrar heilsu, sem byggir á sjónarmiðum þröngsýnna og úreltra herferða undir merkjum “tóbaksvarna” (6, 14). Þar er augljóst að það hagnast eingöngu hagsmunaaðilum tóbaks- og lyfjaiðnaðarins um leið og heilsu almennings er fórnað, lítilsvirðir einnig og kastar fyrir róða bestu þekkingu fræði- og vísindamanna nútímans (7, 8, 9).Réttmæt reglugerð í hlutfalli við skaðsemi og bjargráð Gætum þess að smíði reglugerða um þessi mál séu gerð í réttu hlutfalli við skaðsemina og jafnframt gæta ítrustu hófsemi gagnvart þáttum sem gætu haft umtalsverð áhrif til fækkunnar sjúkdóma og dauða fólks vegna reykingatengdra sjúkdóma (10, 11,12, 15). Annað drepur, hitt bjargar. Takmörkum heldur með reglugerð það sem er raunverulega skaðlegt, sígarettuna. Ekki refsa og takmarka nánast skaðlausri boðflennunni, rafrettunni, sleppum henni heldur lausri á skaðvaldinn með forgjöf í framboði og samkeppni á markaði. Málið dautt og lifum áfram.Tilvísanir úr texta: (1) Paracelsus to parascience: the environmental cancer distraction, Ames BN et al.(2) A review of the genotoxicity of marketed pharmaceuticals, Snyder RD et al.(3) Identification of hydrogen peroxide as a major cytotoxic component in Maillard reaction mixtures and coffee. Hegele J et al.(4) Cell culture condition-dependent impact of AGE-rich food extracts on kinase activation and cell survival on human fibroblasts, Nass N et al.(5) Coffee enhances the development of 7,12-dimethylbenz[a]anthracene (DMBA)-induced hamster buccal pouch carcinomas. Saroja M et al.(6) Tilskipun EU, TPD 2014/40/EU.(7) Statement from specialists in nicotine science and public health policy, Áskorun vísinda- og fræðimanna til framkvæmdastjóra WHO, Margareta Chan.(8) Scientific Errors in the Tobacco Products Directive. A letter sent by scientists to the European Union, Vísindamenn benda á rangfærslur í tillögum WHO til EU.(9) Please Do Not Distort My Words To Justify Your Policy, bréf vísindamanns til WHO/EU, Dr Lynne Dawkins.(10) National Centre for Smoking Cessation and Training (© 2016 NCSCT) Leiðbeiningar breskra heilbrigðisyfirvalda.(11) Rafrettur: 95% skaðlausari en reykingar.(12) Public Health England, E-Cigarettes: an evidence update.(13) But Is It True: A Citizen's Guide to Environmental Health and Safety Issues, Wildavsky A.B., Harvard Univ. Press, Cambridge, MA (1995). (14) Harm reduction over morals to reduce smoking deaths, Prof (adj) David Sweanor, Kanadíska Læknablaðið.(15) Professor Peter Hajek, Director of QMUL's Tobacco Dependence Research Unit, talks about his research on e cigarettes:
Lokataflið – Sígarettan er dauð, lengi lifi þú og ég Nokkrir kollega minna birtu grein í Fréttablaðinu þann 7. jan. undir heitinu "Rafrettur - úlfur í sauðagæru”. Hljómar eins og úlfur klæddur í lopapeysu sé orðinn einhver ógn við sjálft jafnvægi tilverunnar. En, hverjir eru hér í raun að klæðast peysu hvers í sjálfri grein þeirra? 14. janúar 2016 07:00
Rafrettur: 95% skaðlausari en reykingar Vegna nýlegra greina í Fréttablaðinu (11. og 19. des. sl.), og var sú síðari eftir tvo kollega mína, þá sé ég mig tilneyddan til að bæta við nokkrum staðreyndum varðandi rafrettur og heilsufarsleg áhrif af notkun þeirra. Mikill og útbreiddur misskilningur virðist vera í umræðunni um hugsanlega slæmar afleiðingar og skaðleg áhrif 30. desember 2015 07:00
Stærstu mistök heilbrigðismála í uppsiglingu? Engin vísindaleg rök eru fyrir því að setja rafrettur í fjötra laga og reglugerða eins og til stendur að gera ef Ísland fer að tilskipun Evrópusambandsins. 5. febrúar 2016 07:00
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun