Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Höskuldur Kári Schram skrifar 16. mars 2016 12:06 Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Vísir/Valli Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á félag sem er skráð á Bresku Jómfrúareyjum en félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. Anna upplýsti sjálf um félagið í fésbókarfærslu í gær. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka. Félagið heitir Wintris og var stofnað þegar Anna fékk greiddan arf í tengslum við sölu á Toyota-umboðinu á Íslandi sem var í eigu föður hennar Páls Samúelssonar.Sjá einnig: Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Fram kemur í fésbókarfærslu Önnu að þegar félagið var stofnað hafi þau hjónin búið í Bretlandi og óljóst hvort þau myndu búa þar áfram eða flytja til Danmerkur. Þess vegna hafi verið einfaldara að skrá félagið í alþjóðlegu umhverfi. Anna segir ennfremur að hún hafi aldrei farið leynt með tilvist félagsins. Allir skattar séu greiddir á Íslandi og allar eignir taldar fram á skattframtölum. Félagið sé hins vegar hundrað prósent í hennar eigu þó hjónin séu samsköttuð hér á landi. Ekki liggur fyrir hversu miklar eignir eru í félaginu en samkvæmt Viðskiptablaðinu áttu þau hjónin rúmlega einn komma einn milljarð króna umfram skuldir árið 2013.RÚV greinir frá því að félagið hafi einnig lagt fram kröfu upp á 174 milljónir í þrotabú Landsbankans á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er félagið skráð á Bresku jómfrúareyjum en Anna tiltekur sérstaklega í sinni færslu eignirnar hafi ekki verið notaðar til að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Aðeins í einu tilviki hafi það gerst en um er að ræða tíu prósenta hlut íslenska skartgripafyrirtækinu Divine Love. Eignir Önnu eru ekki skráðar í hagsmunaskrá Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætiráðherra á vef Alþingis. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis er þingmönnum ekki skylt að skrá eignir sem eru að öllu leyti í eigu maka. Panama-skjölin Tengdar fréttir Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á félag sem er skráð á Bresku Jómfrúareyjum en félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. Anna upplýsti sjálf um félagið í fésbókarfærslu í gær. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka. Félagið heitir Wintris og var stofnað þegar Anna fékk greiddan arf í tengslum við sölu á Toyota-umboðinu á Íslandi sem var í eigu föður hennar Páls Samúelssonar.Sjá einnig: Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Fram kemur í fésbókarfærslu Önnu að þegar félagið var stofnað hafi þau hjónin búið í Bretlandi og óljóst hvort þau myndu búa þar áfram eða flytja til Danmerkur. Þess vegna hafi verið einfaldara að skrá félagið í alþjóðlegu umhverfi. Anna segir ennfremur að hún hafi aldrei farið leynt með tilvist félagsins. Allir skattar séu greiddir á Íslandi og allar eignir taldar fram á skattframtölum. Félagið sé hins vegar hundrað prósent í hennar eigu þó hjónin séu samsköttuð hér á landi. Ekki liggur fyrir hversu miklar eignir eru í félaginu en samkvæmt Viðskiptablaðinu áttu þau hjónin rúmlega einn komma einn milljarð króna umfram skuldir árið 2013.RÚV greinir frá því að félagið hafi einnig lagt fram kröfu upp á 174 milljónir í þrotabú Landsbankans á sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er félagið skráð á Bresku jómfrúareyjum en Anna tiltekur sérstaklega í sinni færslu eignirnar hafi ekki verið notaðar til að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Aðeins í einu tilviki hafi það gerst en um er að ræða tíu prósenta hlut íslenska skartgripafyrirtækinu Divine Love. Eignir Önnu eru ekki skráðar í hagsmunaskrá Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætiráðherra á vef Alþingis. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis er þingmönnum ekki skylt að skrá eignir sem eru að öllu leyti í eigu maka.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48