Ingibjörg Sólrún: Forystumaður í Landsdómsmálinu telur sig vel fallinn til flokksforystu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2016 17:37 Magnús Orri Schram og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Vísir/Stefán „Forystumaður Samfylkingarinnar í Landsdómsmálinu hefur stigið fram og telur sig vel til flokksforystu fallinn.“ Svo ritar fyrrverandi utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, á Facebook-síðu sinni. Stöðuuppfærslan er svar við því sem fram kom í viðtali í Fréttablaðinu í dag en þar sagði Magnús Orri Schram frá því að hann hyggðist bjóða sig fram sem formann Samfylkingarinnar. Magnús Orri var annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar, hinn var Oddný G. Harðardóttir, í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og möguleg viðbrögð þingsins í tengslum við niðurstöður hennar.Sjá einnig:Vill endurnýja forystu Samfylkingarinnar Nefndin gaf út skýrslu um störf sín en að auki lagði hún fram þingsályktunartillögu þess efni að höfða skyldi mál á hendur Geir H. Haarde, Árna M. Mathiesen, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Björgvin G. Sigurðssyni fyrir Landsdómi. Magnús Orri og Oddný stóðu að vísu ekki að þeirri tillögu heldur lögðu fram sína eigin þar sem Björgvin G. var undanskilinn ákæru. Meðferð málsins var umdeild en meðal annars var sett út á það að öll gögn í tengslum við ákærurnar væru ekki gerð aðgengileg þingmönnum. Má meðal annars sjá það á ræðum þingmanna í umræðum um málið. Í meðförum þingsins var því hafnað að ákæra Björgvin, Ingibjörgu og Árna en mál gegn Geir Haarde var höfðað og hann sakfelldur í einum ákærulið af sex. Geir var ekki gerð refsing. Af stöðuuppfærslu Ingibjargar Sólrúnar má draga þá ályktun að Magnús Orri eigi ekki von á stuðningi úr þeirri átt í tengslum við framboð sitt. Landsdómur Tengdar fréttir Landsdómsmálið kostaði ríkið tæpar 118 milljónir Kostnaður ríkisins vegna landsdómsmálið gegn Geir Haarde í ár og í fyrra nam samtals tæpum 118 milljónum króna. 17. október 2012 07:22 Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10 SUS vill að Eygló og Sigurður Ingi biðjist afsökunar á pólitískum ofsóknum Ungir Sjálfstæðismenn skora á Eygló Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra Framsóknarflokksins að biðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði með ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. 26. ágúst 2013 12:00 Var sakfelldur fyrir alvarlegasta liðinn "Ég taldi alltaf að þessi liður væri sá skýrasti og jafnframt alvarlegasti liður ákærunnar. Stjórnarskránni var einfaldlega ekki fylgt og afleiðingin var sú að mikilvægum upplýsingum var haldið frá ríkisstjórninni sem ógnaði efnahagnum, stjórnskipuninni og lýðræðinu í landinu. Undir það tel ég að Landsdómur sé að taka,“ segir Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, um þann ákærulið sem Geir var sakfelldur fyrir. 24. apríl 2012 06:30 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
„Forystumaður Samfylkingarinnar í Landsdómsmálinu hefur stigið fram og telur sig vel til flokksforystu fallinn.“ Svo ritar fyrrverandi utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, á Facebook-síðu sinni. Stöðuuppfærslan er svar við því sem fram kom í viðtali í Fréttablaðinu í dag en þar sagði Magnús Orri Schram frá því að hann hyggðist bjóða sig fram sem formann Samfylkingarinnar. Magnús Orri var annar tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar, hinn var Oddný G. Harðardóttir, í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og möguleg viðbrögð þingsins í tengslum við niðurstöður hennar.Sjá einnig:Vill endurnýja forystu Samfylkingarinnar Nefndin gaf út skýrslu um störf sín en að auki lagði hún fram þingsályktunartillögu þess efni að höfða skyldi mál á hendur Geir H. Haarde, Árna M. Mathiesen, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Björgvin G. Sigurðssyni fyrir Landsdómi. Magnús Orri og Oddný stóðu að vísu ekki að þeirri tillögu heldur lögðu fram sína eigin þar sem Björgvin G. var undanskilinn ákæru. Meðferð málsins var umdeild en meðal annars var sett út á það að öll gögn í tengslum við ákærurnar væru ekki gerð aðgengileg þingmönnum. Má meðal annars sjá það á ræðum þingmanna í umræðum um málið. Í meðförum þingsins var því hafnað að ákæra Björgvin, Ingibjörgu og Árna en mál gegn Geir Haarde var höfðað og hann sakfelldur í einum ákærulið af sex. Geir var ekki gerð refsing. Af stöðuuppfærslu Ingibjargar Sólrúnar má draga þá ályktun að Magnús Orri eigi ekki von á stuðningi úr þeirri átt í tengslum við framboð sitt.
Landsdómur Tengdar fréttir Landsdómsmálið kostaði ríkið tæpar 118 milljónir Kostnaður ríkisins vegna landsdómsmálið gegn Geir Haarde í ár og í fyrra nam samtals tæpum 118 milljónum króna. 17. október 2012 07:22 Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10 SUS vill að Eygló og Sigurður Ingi biðjist afsökunar á pólitískum ofsóknum Ungir Sjálfstæðismenn skora á Eygló Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra Framsóknarflokksins að biðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði með ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. 26. ágúst 2013 12:00 Var sakfelldur fyrir alvarlegasta liðinn "Ég taldi alltaf að þessi liður væri sá skýrasti og jafnframt alvarlegasti liður ákærunnar. Stjórnarskránni var einfaldlega ekki fylgt og afleiðingin var sú að mikilvægum upplýsingum var haldið frá ríkisstjórninni sem ógnaði efnahagnum, stjórnskipuninni og lýðræðinu í landinu. Undir það tel ég að Landsdómur sé að taka,“ segir Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, um þann ákærulið sem Geir var sakfelldur fyrir. 24. apríl 2012 06:30 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Landsdómsmálið kostaði ríkið tæpar 118 milljónir Kostnaður ríkisins vegna landsdómsmálið gegn Geir Haarde í ár og í fyrra nam samtals tæpum 118 milljónum króna. 17. október 2012 07:22
Segir niðurstöðu Landsdóms hafa verið pólitíska Pieter Omtzigt, hollenskur nefndarmaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins um hvenær réttlættlætanlegt sé að láta stjórnmálamenn sæta refsiábyrgð, hefur skilað inna drögum um skoðun nefndarinnar á málatilbúnaði gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi og Júlíu Tímósjenkó í Úkraínu. 9. júní 2013 15:10
SUS vill að Eygló og Sigurður Ingi biðjist afsökunar á pólitískum ofsóknum Ungir Sjálfstæðismenn skora á Eygló Harðardóttur og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra Framsóknarflokksins að biðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði með ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. 26. ágúst 2013 12:00
Var sakfelldur fyrir alvarlegasta liðinn "Ég taldi alltaf að þessi liður væri sá skýrasti og jafnframt alvarlegasti liður ákærunnar. Stjórnarskránni var einfaldlega ekki fylgt og afleiðingin var sú að mikilvægum upplýsingum var haldið frá ríkisstjórninni sem ógnaði efnahagnum, stjórnskipuninni og lýðræðinu í landinu. Undir það tel ég að Landsdómur sé að taka,“ segir Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, um þann ákærulið sem Geir var sakfelldur fyrir. 24. apríl 2012 06:30