Þuríði sundafylli hampað í sjávarbyggðum Lofoten Kristján Már Unnarsson skrifar 21. mars 2016 20:00 Minnisvarði er um landnámskonuna Þuríði sundafylli við ráðhús stærsta sveitarfélagsins á Lofoten. Þar segja menn að þessi einstæða móðir hafi verið frumkvöðull í fiskveiðum og flutt þekkinguna með sér til Íslands. Á Lofoten eru fiskveiðar ein helsta atvinnugreinin og athyglisvert fyrir Íslendinga að sjá hverjum hér er hampað. Fyrir framan ráðhúsið í bænum Leknes stendur minningarsteinn um Þuríði sundafylli sem Sögufélag Vestur-Vogeyjar lét gera fyrir þremur árum. „Við eigum að minnast hennar sem sigldi héðan fyrir 1100 árum. Það var mikið afrek fyrir konu að búa skip sitt, sigla til Íslands og nema þar land og láta að sér kveða,“ segir Kolbjørn Bugge, formaður Sögufélagsins á Vestvågøy, en Landnámabók segir Þuríði hafa komið frá Hálogalandi. „Hún var því kölluð sundafyllir, að hún seiddi til þess í hallæri á Hálogalandi, að hvert sund var fullt af fiskum,“ segir um Þuríði.Alf Ragnar Nielsen, prófessor í Bodø við háskólann í Nordland.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sagnfræðiprófessorinn Alf Ragnar Nielsen segir að þeir landnámsmenn sem mesta reynsluna höfðu af nýtingu sjávarfangs hafi komið úr Norður-Noregi. „Sú þekking kom með þegar flutt var til Íslands. Þeir voru því brautryðjendur í nýtingu sjávarauðlinda,“ segir Alf Ragnar Nielsen. Frásögn Landnámu af gjaldtöku Þuríðar sundafyllis af fiskveiðum í Ísafjarðardjúpi bendi til að hún hafi verið í forystuhlutverki. „Hún setti og Kvíarmið á Ísafjarðardjúpi og tók til á kollótta af hverjum bónda í Ísafirði,“ segir Landnámabók.Þuríður tók fiskitoll af hverjum bónda í Ísafjarðardjúpi,Teikning/Jakob Jóhannsson.„Það bendir til þess að hún hafi skipulagt fiskveiðar með einhverjum hætti og haft stöðu höfðingja, þrátt fyrir að vera kona,“ segir Alf Ragnar. Í Bolungarvík er félag um Þuríði. „Mér finnst eiginlega að allar konur, sérstaklega bolvískar, ættu að hafa áhuga á þessari sögu,“ segir Soffía Vagnsdóttir, annar stofnanda Þuríðar sundafyllis ehf. „Þuríður sundafyllir, landnámskona Bolungarvíkur, hún er fyrirmynd allra kvenna.“ Fjallað er um Þuríði í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld.Soffía Vagnsdóttir, annar stofnanda félagsins Þuríður sundafyllir ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Landnemarnir Noregur Tengdar fréttir Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23 Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Sá sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. 14. mars 2016 18:45 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Telur vörðuna Illþurrku vera hringgröf úr heiðni Þetta gætu verið einhverjar elstu fornminjar á Íslandi ef rétt reynist að þarna liggi eiginkona Geirmundar heljarskinns. 17. mars 2016 20:30 Þuríður sundafyllir dæmi um samískar rætur Íslendinga? Þuríður sundafyllir er ein fárra landnámskvenna sem getið er um fornsögunum. Vísbendingar eru um að hún gæti hafa verið Sami. 20. mars 2016 09:45 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Minnisvarði er um landnámskonuna Þuríði sundafylli við ráðhús stærsta sveitarfélagsins á Lofoten. Þar segja menn að þessi einstæða móðir hafi verið frumkvöðull í fiskveiðum og flutt þekkinguna með sér til Íslands. Á Lofoten eru fiskveiðar ein helsta atvinnugreinin og athyglisvert fyrir Íslendinga að sjá hverjum hér er hampað. Fyrir framan ráðhúsið í bænum Leknes stendur minningarsteinn um Þuríði sundafylli sem Sögufélag Vestur-Vogeyjar lét gera fyrir þremur árum. „Við eigum að minnast hennar sem sigldi héðan fyrir 1100 árum. Það var mikið afrek fyrir konu að búa skip sitt, sigla til Íslands og nema þar land og láta að sér kveða,“ segir Kolbjørn Bugge, formaður Sögufélagsins á Vestvågøy, en Landnámabók segir Þuríði hafa komið frá Hálogalandi. „Hún var því kölluð sundafyllir, að hún seiddi til þess í hallæri á Hálogalandi, að hvert sund var fullt af fiskum,“ segir um Þuríði.Alf Ragnar Nielsen, prófessor í Bodø við háskólann í Nordland.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sagnfræðiprófessorinn Alf Ragnar Nielsen segir að þeir landnámsmenn sem mesta reynsluna höfðu af nýtingu sjávarfangs hafi komið úr Norður-Noregi. „Sú þekking kom með þegar flutt var til Íslands. Þeir voru því brautryðjendur í nýtingu sjávarauðlinda,“ segir Alf Ragnar Nielsen. Frásögn Landnámu af gjaldtöku Þuríðar sundafyllis af fiskveiðum í Ísafjarðardjúpi bendi til að hún hafi verið í forystuhlutverki. „Hún setti og Kvíarmið á Ísafjarðardjúpi og tók til á kollótta af hverjum bónda í Ísafirði,“ segir Landnámabók.Þuríður tók fiskitoll af hverjum bónda í Ísafjarðardjúpi,Teikning/Jakob Jóhannsson.„Það bendir til þess að hún hafi skipulagt fiskveiðar með einhverjum hætti og haft stöðu höfðingja, þrátt fyrir að vera kona,“ segir Alf Ragnar. Í Bolungarvík er félag um Þuríði. „Mér finnst eiginlega að allar konur, sérstaklega bolvískar, ættu að hafa áhuga á þessari sögu,“ segir Soffía Vagnsdóttir, annar stofnanda Þuríðar sundafyllis ehf. „Þuríður sundafyllir, landnámskona Bolungarvíkur, hún er fyrirmynd allra kvenna.“ Fjallað er um Þuríði í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld.Soffía Vagnsdóttir, annar stofnanda félagsins Þuríður sundafyllir ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Landnemarnir Noregur Tengdar fréttir Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23 Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Sá sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. 14. mars 2016 18:45 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Telur vörðuna Illþurrku vera hringgröf úr heiðni Þetta gætu verið einhverjar elstu fornminjar á Íslandi ef rétt reynist að þarna liggi eiginkona Geirmundar heljarskinns. 17. mars 2016 20:30 Þuríður sundafyllir dæmi um samískar rætur Íslendinga? Þuríður sundafyllir er ein fárra landnámskvenna sem getið er um fornsögunum. Vísbendingar eru um að hún gæti hafa verið Sami. 20. mars 2016 09:45 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23
Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Sá sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. 14. mars 2016 18:45
Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15
Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59
Telur vörðuna Illþurrku vera hringgröf úr heiðni Þetta gætu verið einhverjar elstu fornminjar á Íslandi ef rétt reynist að þarna liggi eiginkona Geirmundar heljarskinns. 17. mars 2016 20:30
Þuríður sundafyllir dæmi um samískar rætur Íslendinga? Þuríður sundafyllir er ein fárra landnámskvenna sem getið er um fornsögunum. Vísbendingar eru um að hún gæti hafa verið Sami. 20. mars 2016 09:45