Segir óábyrgt að ganga til kosninga nú Sveinn Arnarsson skrifar 7. apríl 2016 21:18 Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Örlygur Hnefill Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir óábyrgt að leyfa þjóðinni að ganga til kosninga á þessari stundu. Mikilvægt sé að klára þau mikilvægu mál sem verið sé að vinna að. Þetta kemur fram á héraðsmiðlinum 641.is í Þingeyjarsýslum. Valgerður Gunnarsdóttir er fyrrum skólameistari á Laugum í Reykjadal og þingkona NA-kjördæmis. Síðustu vikur hafa verið róstursamar í íslenskri pólitík og hávær krafa hefur verið haldið á lofti í mótmælum síðustu daga að ganga til kosninga sem hið snarasta. 22.000 manns fylktu liði á Austurvöll síðastliðinn þriðjudag á mótmæli undir yfirskriftinni „Kosningar strax.“ Valgerður segir það hafa verið afar mikilvægt að náðst hafi að landa áframhaldandi samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem hefur verið til farsældar fyrir íslenska þjóð. „Ég tel afskaplega mikilvægt að það hafi náðst að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi. Það er verið að vinna að mikilvægum málum sem skiptir öllu að við náum að klára, sem eru til farsældar fyrir land og þjóð. Ég tel að það hefði verið óábyrgt að fara í kosningar á þessari stundu.“ Ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum á Bessastöðum í dag. Lilja Alfreðsdóttir kemur ný inn í ráðherraliðið og sest í stól utanríkisráðherra hvar Gunnar Bragi Sveinsson var fyrir á fleti. Hann flytur sig um set í sjávarútvegs- og landbúnarðarráðuneytið sem losnaði eftir að Sigurður Ingi settist í stól forsætisráðherra. Ráðherralið Sjálfstæðisflokksins er óbreytt. Ríkisstjórnin hefur gefið það loforð að kosið verði næsta haust og kjörtímabilið því stytt um eitt löggjafarþing. Það hefur þó ekki verið hægt að fá upp úr forystumönnum ríkisstjórnar hvenær nákvæmlega þeir telji heppilegt fyrir þjóðina að ganga að kjörborðinu. Bjarni Benediktsson hefur sagt það ráðast af því hvernig gangi að klára þau þingmál sem stjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á að þurfi að ljúka. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar var harðorður á þingi í morgun og boðaði málþóf í öllum málum og að stjórnarandstaðan myndi taka pontu þingsins í gíslingu. Boðað hefur verið til frekari mótmæla á Austurvelli næstu daga og krafa skipuleggjenda mótmælanna sú að ríkisstjórnin fari frá og boðað verði til kosninga svo fljótt sem verða má. Klukkan eitt eftir hádegi á morgun mun tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust verða rædd á Alþingi og atkvæði greidd um hana. Panama-skjölin Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Sjá meira
Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir óábyrgt að leyfa þjóðinni að ganga til kosninga á þessari stundu. Mikilvægt sé að klára þau mikilvægu mál sem verið sé að vinna að. Þetta kemur fram á héraðsmiðlinum 641.is í Þingeyjarsýslum. Valgerður Gunnarsdóttir er fyrrum skólameistari á Laugum í Reykjadal og þingkona NA-kjördæmis. Síðustu vikur hafa verið róstursamar í íslenskri pólitík og hávær krafa hefur verið haldið á lofti í mótmælum síðustu daga að ganga til kosninga sem hið snarasta. 22.000 manns fylktu liði á Austurvöll síðastliðinn þriðjudag á mótmæli undir yfirskriftinni „Kosningar strax.“ Valgerður segir það hafa verið afar mikilvægt að náðst hafi að landa áframhaldandi samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem hefur verið til farsældar fyrir íslenska þjóð. „Ég tel afskaplega mikilvægt að það hafi náðst að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi. Það er verið að vinna að mikilvægum málum sem skiptir öllu að við náum að klára, sem eru til farsældar fyrir land og þjóð. Ég tel að það hefði verið óábyrgt að fara í kosningar á þessari stundu.“ Ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum á Bessastöðum í dag. Lilja Alfreðsdóttir kemur ný inn í ráðherraliðið og sest í stól utanríkisráðherra hvar Gunnar Bragi Sveinsson var fyrir á fleti. Hann flytur sig um set í sjávarútvegs- og landbúnarðarráðuneytið sem losnaði eftir að Sigurður Ingi settist í stól forsætisráðherra. Ráðherralið Sjálfstæðisflokksins er óbreytt. Ríkisstjórnin hefur gefið það loforð að kosið verði næsta haust og kjörtímabilið því stytt um eitt löggjafarþing. Það hefur þó ekki verið hægt að fá upp úr forystumönnum ríkisstjórnar hvenær nákvæmlega þeir telji heppilegt fyrir þjóðina að ganga að kjörborðinu. Bjarni Benediktsson hefur sagt það ráðast af því hvernig gangi að klára þau þingmál sem stjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á að þurfi að ljúka. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar var harðorður á þingi í morgun og boðaði málþóf í öllum málum og að stjórnarandstaðan myndi taka pontu þingsins í gíslingu. Boðað hefur verið til frekari mótmæla á Austurvelli næstu daga og krafa skipuleggjenda mótmælanna sú að ríkisstjórnin fari frá og boðað verði til kosninga svo fljótt sem verða má. Klukkan eitt eftir hádegi á morgun mun tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust verða rædd á Alþingi og atkvæði greidd um hana.
Panama-skjölin Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Sjá meira