Ung vinstri græn hyggjast halda minningarathöfn fyrir utan Stjórnarráðið klukkan 16.40 í dag.
„Við ætlum að votta lýðræðinu virðingu okkar vegna þessarar nýju ríkisstjórnar sem tók við völdum í dag,“ segir Silja Snædal Pálsdóttir, viðburðastýra UVG.
Hún bætir við að hópurinn hyggist síðan labba saman á mótmælin sem hefjast klukkan 17 á Austurvelli.
Halda minningarathöfn við Stjórnarráðið
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
