Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Bjarki Ármannsson skrifar 7. apríl 2016 12:33 "Mér finnst hæstvirtur ráðherra brattur að tala um tækifæri, að minnsta kosti hvað varðar landkynninguna, svona í bili,“ sagði Steingrímur á þingi í dag. vísir/stefán Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi harðlega störf sitjandi ríkisstjórnar í skattamálum og sagði þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að hlusta á óskir um lagabreytingar í kjölfar Panama-lekans. Þetta kom fram í máli þingmannanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Steingrímur sagði meðal annars stjórnarflokkana tvo hafa vanrækt að færa siðareglur í lög í mörg ár og spurði hvernig ætti að bregðast við til að lágmarka skaðann sem Ísland hefði orðið fyrir vegna umræðu síðustu daga. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta mál í heild sinni geti leitt til mikilla framfara og við eigum að nýta þessar upplýsingar,“ sagði Bjarni í svari sínu. Hann sagðist munu hlusta á óskir stofnana og sérfræðinga hér á landi um lagabreytingar og frekari fjárhagslegan stuðning við rannsóknir á skattaundanskotum. Þá vísaði hann til árangurs og skuldbindinga Íslands á alþjóðavettvangi í þeim efnum. Skemmst er frá því að segja að þetta svar virtist ekki falla Steingrími í geð. „Mér finnst hæstvirtur ráðherra brattur að tala um tækifæri, að minnsta kosti hvað varðar landkynninguna, svona í bili,“ sagði hann. „Er ekki veruleikinn sá að nú eru loksins komin heimsmetin sem hæstvirtur fráfarandi forsætisráðherra var alltaf að stæra sig af. Nú á hann loksins heimsmet! Með þrjá ráðherra í sinni ríkisstjórn sem eru í Panamaskjölunum, nokkra borgarfulltrúa í viðbót og 600 landsmenn sína. Þetta er allt saman í boði sömu flokka! Þetta er í boði grundvallarhugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins! Allt saman. Það er fortíðin frá nýfrjálshyggjutímanum sem er að elta þessa flokka uppi en því miður er það þjóðin sem blæðir.“ Bjarni sagðist í svari sínu ekkert um ræðu Steingríms að segja þar sem engum spurningum var beint til hans. Benti hann á að Steingrímur virtist ávarpa auðan stól Sigmundar Davíðs frekar en Bjarna. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41 Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi harðlega störf sitjandi ríkisstjórnar í skattamálum og sagði þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að hlusta á óskir um lagabreytingar í kjölfar Panama-lekans. Þetta kom fram í máli þingmannanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Steingrímur sagði meðal annars stjórnarflokkana tvo hafa vanrækt að færa siðareglur í lög í mörg ár og spurði hvernig ætti að bregðast við til að lágmarka skaðann sem Ísland hefði orðið fyrir vegna umræðu síðustu daga. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta mál í heild sinni geti leitt til mikilla framfara og við eigum að nýta þessar upplýsingar,“ sagði Bjarni í svari sínu. Hann sagðist munu hlusta á óskir stofnana og sérfræðinga hér á landi um lagabreytingar og frekari fjárhagslegan stuðning við rannsóknir á skattaundanskotum. Þá vísaði hann til árangurs og skuldbindinga Íslands á alþjóðavettvangi í þeim efnum. Skemmst er frá því að segja að þetta svar virtist ekki falla Steingrími í geð. „Mér finnst hæstvirtur ráðherra brattur að tala um tækifæri, að minnsta kosti hvað varðar landkynninguna, svona í bili,“ sagði hann. „Er ekki veruleikinn sá að nú eru loksins komin heimsmetin sem hæstvirtur fráfarandi forsætisráðherra var alltaf að stæra sig af. Nú á hann loksins heimsmet! Með þrjá ráðherra í sinni ríkisstjórn sem eru í Panamaskjölunum, nokkra borgarfulltrúa í viðbót og 600 landsmenn sína. Þetta er allt saman í boði sömu flokka! Þetta er í boði grundvallarhugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins! Allt saman. Það er fortíðin frá nýfrjálshyggjutímanum sem er að elta þessa flokka uppi en því miður er það þjóðin sem blæðir.“ Bjarni sagðist í svari sínu ekkert um ræðu Steingríms að segja þar sem engum spurningum var beint til hans. Benti hann á að Steingrímur virtist ávarpa auðan stól Sigmundar Davíðs frekar en Bjarna.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41 Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41
Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58
Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45