Áhöld um hvort loforð Bjarna um kosningar standist Birgir Örn Steinarsson skrifar 7. apríl 2016 12:12 Þýðir orðið "haust" kannski vetur í þingheimum? Vísir/Ernir Tilkynning Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í gærkvöldi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og kjósa í haust hefur valdið stjórnmála- og sagnfræðingum töluverðum vangaveltum. Bjarni sagði einnig að ómögulegt væri að gefa nákvæma dagsetningu á kosningar að svo stöddu þar sem hún myndi ráðast af framvindu þingmála. Í lögum um þingsköp segir að samkomudagur Alþingis sé annar þriðjudagur í september, sbr. 35. gr. stjórnarskrárinnar. Þá hefst haustþing með því að ný fjárlög eru lögð fram. Ef kjósa á í haust er því hægt að skilja orð Bjarna þannig að kosningar fari fram einhvern tímann eftir þann tíma. Á Facebook síðu sinni túlkar Kolbeinn Óttarsson Proppé sagnfræðingur orð hans á annan hátt. Hann segir að með því að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing hljóti hljóti Bjarni að vera lofa þjóðinni kosningum fyrir annan þriðjudag í september sé tekið mið af lögum um þingsköp. En hér greinir sérfræðingum á. En það eru ekki allir sem túlka orð Bjarna Ben á sama hátt og Kolbeinn. Fyrsti vetrardagur er samkvæmt dagatalinu 22. október, en orðið „haust“ hefur aðra þýðingu í þingheimum en það gerir í daglegu tali. Það er vegna þess að löggjafarþing eru nefnd eftir vori og hausti.Hver veit hvenær kosið verður?Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur bendir á að miðað við orð Bjarna Benediktssonar geti vel verið að ríkisstjórn Sigurðar Inga verði við völd langt fram í nóvember eða desember. Hún treystir sér ekki, út frá orðum Bjarna Benediktssonar, að spá fyrir um það hvenær kosningar verði haldnar. „Hver veit? Hann skyldi þetta alveg eftir opið,“ segir Stefanía. „Hann hlýtur þó að hafa átt við að þegar vorþing 2017 hefst, þá verði búið að kjósa og að einhvern tímann verði kosið á haustþinginu. En hvenær á því, það veit enginn, það gætu alveg eins liðið fjórir mánuðir af haustþingi áður en það gerist.“ Tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær gefur því til kynna að ríkisstjórnin ætli sér að sitja eitthvað fram á haustþing. Það gefur fjármálaráðherra m.a. tækifæri til þess að koma með nýtt fjárlagafrumvarp áður en kosningar fara fram. Einnig er því hugsanlega að búið væri að samþykkja nýtt fjárlagafrumvarp áður en blásið væri til kosninga.Eina vopn stjórnarandstöðu er málþóf sem gæti orðið til að fresta kosningum.Vísir/ErnirHefur lofað kosningum áður, ekki staðið við„Þetta er allt frekar óljóst, ég viðurkenni það,“ segir Stefanía. “Sérstaklega þar sem það er svona mikið vantraust í samfélaginu. Bjarni Ben hafði verið gagnrýndur fyrir það að hafa lofað kosningum um hvort ætti að halda áfram viðræðum að Evrópusambandinu sem svo varð ekkert af. Auðvitað hafa einhverjir því ástæðu til þess að efast um hans orð. Auðvitað hefði verið betra að nefna einhverja dagsetningu“. Á meðan Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa meirihluta á þingi er í raun málþóf eina vopn stjórnarandstöðunnar. Ákveði þingmenn andstöðunnar að lengja afgreiðslu mála með því að tala eins lengi og þeir geta í pontu gæti það auðvitað þá hæglega orðið til þess að fresta kosningum enn frekar séu stjórnarflokkarnir ákveðnir í að klára sín mál fyrir þingrof. Samkvæmt þeim loforðum sem gefin voru í gær er því útlit fyrir að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar verði við völd langleiðina fram að jólum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25 Bjarni um vantraust: „Ágætis veganesti að fá eitt létt verkefni til að byrja með“ Bjarni Benediktsson telur fyrirséð hver afdrif vantrauststillögunnar verða. 6. apríl 2016 23:22 Þjóðinni boðið upp á „framlengt dauðastríð“ Stjórnarandstöðunni misbýður tillagan um að flokkarnir ætli að sitja til haustsins. Vantrauststillaga þegar lögð fram og rík krafa um kosningar í vor. 7. apríl 2016 07:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Tilkynning Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í gærkvöldi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og kjósa í haust hefur valdið stjórnmála- og sagnfræðingum töluverðum vangaveltum. Bjarni sagði einnig að ómögulegt væri að gefa nákvæma dagsetningu á kosningar að svo stöddu þar sem hún myndi ráðast af framvindu þingmála. Í lögum um þingsköp segir að samkomudagur Alþingis sé annar þriðjudagur í september, sbr. 35. gr. stjórnarskrárinnar. Þá hefst haustþing með því að ný fjárlög eru lögð fram. Ef kjósa á í haust er því hægt að skilja orð Bjarna þannig að kosningar fari fram einhvern tímann eftir þann tíma. Á Facebook síðu sinni túlkar Kolbeinn Óttarsson Proppé sagnfræðingur orð hans á annan hátt. Hann segir að með því að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing hljóti hljóti Bjarni að vera lofa þjóðinni kosningum fyrir annan þriðjudag í september sé tekið mið af lögum um þingsköp. En hér greinir sérfræðingum á. En það eru ekki allir sem túlka orð Bjarna Ben á sama hátt og Kolbeinn. Fyrsti vetrardagur er samkvæmt dagatalinu 22. október, en orðið „haust“ hefur aðra þýðingu í þingheimum en það gerir í daglegu tali. Það er vegna þess að löggjafarþing eru nefnd eftir vori og hausti.Hver veit hvenær kosið verður?Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur bendir á að miðað við orð Bjarna Benediktssonar geti vel verið að ríkisstjórn Sigurðar Inga verði við völd langt fram í nóvember eða desember. Hún treystir sér ekki, út frá orðum Bjarna Benediktssonar, að spá fyrir um það hvenær kosningar verði haldnar. „Hver veit? Hann skyldi þetta alveg eftir opið,“ segir Stefanía. „Hann hlýtur þó að hafa átt við að þegar vorþing 2017 hefst, þá verði búið að kjósa og að einhvern tímann verði kosið á haustþinginu. En hvenær á því, það veit enginn, það gætu alveg eins liðið fjórir mánuðir af haustþingi áður en það gerist.“ Tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær gefur því til kynna að ríkisstjórnin ætli sér að sitja eitthvað fram á haustþing. Það gefur fjármálaráðherra m.a. tækifæri til þess að koma með nýtt fjárlagafrumvarp áður en kosningar fara fram. Einnig er því hugsanlega að búið væri að samþykkja nýtt fjárlagafrumvarp áður en blásið væri til kosninga.Eina vopn stjórnarandstöðu er málþóf sem gæti orðið til að fresta kosningum.Vísir/ErnirHefur lofað kosningum áður, ekki staðið við„Þetta er allt frekar óljóst, ég viðurkenni það,“ segir Stefanía. “Sérstaklega þar sem það er svona mikið vantraust í samfélaginu. Bjarni Ben hafði verið gagnrýndur fyrir það að hafa lofað kosningum um hvort ætti að halda áfram viðræðum að Evrópusambandinu sem svo varð ekkert af. Auðvitað hafa einhverjir því ástæðu til þess að efast um hans orð. Auðvitað hefði verið betra að nefna einhverja dagsetningu“. Á meðan Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa meirihluta á þingi er í raun málþóf eina vopn stjórnarandstöðunnar. Ákveði þingmenn andstöðunnar að lengja afgreiðslu mála með því að tala eins lengi og þeir geta í pontu gæti það auðvitað þá hæglega orðið til þess að fresta kosningum enn frekar séu stjórnarflokkarnir ákveðnir í að klára sín mál fyrir þingrof. Samkvæmt þeim loforðum sem gefin voru í gær er því útlit fyrir að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar verði við völd langleiðina fram að jólum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25 Bjarni um vantraust: „Ágætis veganesti að fá eitt létt verkefni til að byrja með“ Bjarni Benediktsson telur fyrirséð hver afdrif vantrauststillögunnar verða. 6. apríl 2016 23:22 Þjóðinni boðið upp á „framlengt dauðastríð“ Stjórnarandstöðunni misbýður tillagan um að flokkarnir ætli að sitja til haustsins. Vantrauststillaga þegar lögð fram og rík krafa um kosningar í vor. 7. apríl 2016 07:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25
Bjarni um vantraust: „Ágætis veganesti að fá eitt létt verkefni til að byrja með“ Bjarni Benediktsson telur fyrirséð hver afdrif vantrauststillögunnar verða. 6. apríl 2016 23:22
Þjóðinni boðið upp á „framlengt dauðastríð“ Stjórnarandstöðunni misbýður tillagan um að flokkarnir ætli að sitja til haustsins. Vantrauststillaga þegar lögð fram og rík krafa um kosningar í vor. 7. apríl 2016 07:00