Áhöld um hvort loforð Bjarna um kosningar standist Birgir Örn Steinarsson skrifar 7. apríl 2016 12:12 Þýðir orðið "haust" kannski vetur í þingheimum? Vísir/Ernir Tilkynning Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í gærkvöldi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og kjósa í haust hefur valdið stjórnmála- og sagnfræðingum töluverðum vangaveltum. Bjarni sagði einnig að ómögulegt væri að gefa nákvæma dagsetningu á kosningar að svo stöddu þar sem hún myndi ráðast af framvindu þingmála. Í lögum um þingsköp segir að samkomudagur Alþingis sé annar þriðjudagur í september, sbr. 35. gr. stjórnarskrárinnar. Þá hefst haustþing með því að ný fjárlög eru lögð fram. Ef kjósa á í haust er því hægt að skilja orð Bjarna þannig að kosningar fari fram einhvern tímann eftir þann tíma. Á Facebook síðu sinni túlkar Kolbeinn Óttarsson Proppé sagnfræðingur orð hans á annan hátt. Hann segir að með því að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing hljóti hljóti Bjarni að vera lofa þjóðinni kosningum fyrir annan þriðjudag í september sé tekið mið af lögum um þingsköp. En hér greinir sérfræðingum á. En það eru ekki allir sem túlka orð Bjarna Ben á sama hátt og Kolbeinn. Fyrsti vetrardagur er samkvæmt dagatalinu 22. október, en orðið „haust“ hefur aðra þýðingu í þingheimum en það gerir í daglegu tali. Það er vegna þess að löggjafarþing eru nefnd eftir vori og hausti.Hver veit hvenær kosið verður?Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur bendir á að miðað við orð Bjarna Benediktssonar geti vel verið að ríkisstjórn Sigurðar Inga verði við völd langt fram í nóvember eða desember. Hún treystir sér ekki, út frá orðum Bjarna Benediktssonar, að spá fyrir um það hvenær kosningar verði haldnar. „Hver veit? Hann skyldi þetta alveg eftir opið,“ segir Stefanía. „Hann hlýtur þó að hafa átt við að þegar vorþing 2017 hefst, þá verði búið að kjósa og að einhvern tímann verði kosið á haustþinginu. En hvenær á því, það veit enginn, það gætu alveg eins liðið fjórir mánuðir af haustþingi áður en það gerist.“ Tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær gefur því til kynna að ríkisstjórnin ætli sér að sitja eitthvað fram á haustþing. Það gefur fjármálaráðherra m.a. tækifæri til þess að koma með nýtt fjárlagafrumvarp áður en kosningar fara fram. Einnig er því hugsanlega að búið væri að samþykkja nýtt fjárlagafrumvarp áður en blásið væri til kosninga.Eina vopn stjórnarandstöðu er málþóf sem gæti orðið til að fresta kosningum.Vísir/ErnirHefur lofað kosningum áður, ekki staðið við„Þetta er allt frekar óljóst, ég viðurkenni það,“ segir Stefanía. “Sérstaklega þar sem það er svona mikið vantraust í samfélaginu. Bjarni Ben hafði verið gagnrýndur fyrir það að hafa lofað kosningum um hvort ætti að halda áfram viðræðum að Evrópusambandinu sem svo varð ekkert af. Auðvitað hafa einhverjir því ástæðu til þess að efast um hans orð. Auðvitað hefði verið betra að nefna einhverja dagsetningu“. Á meðan Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa meirihluta á þingi er í raun málþóf eina vopn stjórnarandstöðunnar. Ákveði þingmenn andstöðunnar að lengja afgreiðslu mála með því að tala eins lengi og þeir geta í pontu gæti það auðvitað þá hæglega orðið til þess að fresta kosningum enn frekar séu stjórnarflokkarnir ákveðnir í að klára sín mál fyrir þingrof. Samkvæmt þeim loforðum sem gefin voru í gær er því útlit fyrir að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar verði við völd langleiðina fram að jólum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25 Bjarni um vantraust: „Ágætis veganesti að fá eitt létt verkefni til að byrja með“ Bjarni Benediktsson telur fyrirséð hver afdrif vantrauststillögunnar verða. 6. apríl 2016 23:22 Þjóðinni boðið upp á „framlengt dauðastríð“ Stjórnarandstöðunni misbýður tillagan um að flokkarnir ætli að sitja til haustsins. Vantrauststillaga þegar lögð fram og rík krafa um kosningar í vor. 7. apríl 2016 07:00 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Tilkynning Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í gærkvöldi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og kjósa í haust hefur valdið stjórnmála- og sagnfræðingum töluverðum vangaveltum. Bjarni sagði einnig að ómögulegt væri að gefa nákvæma dagsetningu á kosningar að svo stöddu þar sem hún myndi ráðast af framvindu þingmála. Í lögum um þingsköp segir að samkomudagur Alþingis sé annar þriðjudagur í september, sbr. 35. gr. stjórnarskrárinnar. Þá hefst haustþing með því að ný fjárlög eru lögð fram. Ef kjósa á í haust er því hægt að skilja orð Bjarna þannig að kosningar fari fram einhvern tímann eftir þann tíma. Á Facebook síðu sinni túlkar Kolbeinn Óttarsson Proppé sagnfræðingur orð hans á annan hátt. Hann segir að með því að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing hljóti hljóti Bjarni að vera lofa þjóðinni kosningum fyrir annan þriðjudag í september sé tekið mið af lögum um þingsköp. En hér greinir sérfræðingum á. En það eru ekki allir sem túlka orð Bjarna Ben á sama hátt og Kolbeinn. Fyrsti vetrardagur er samkvæmt dagatalinu 22. október, en orðið „haust“ hefur aðra þýðingu í þingheimum en það gerir í daglegu tali. Það er vegna þess að löggjafarþing eru nefnd eftir vori og hausti.Hver veit hvenær kosið verður?Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur bendir á að miðað við orð Bjarna Benediktssonar geti vel verið að ríkisstjórn Sigurðar Inga verði við völd langt fram í nóvember eða desember. Hún treystir sér ekki, út frá orðum Bjarna Benediktssonar, að spá fyrir um það hvenær kosningar verði haldnar. „Hver veit? Hann skyldi þetta alveg eftir opið,“ segir Stefanía. „Hann hlýtur þó að hafa átt við að þegar vorþing 2017 hefst, þá verði búið að kjósa og að einhvern tímann verði kosið á haustþinginu. En hvenær á því, það veit enginn, það gætu alveg eins liðið fjórir mánuðir af haustþingi áður en það gerist.“ Tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær gefur því til kynna að ríkisstjórnin ætli sér að sitja eitthvað fram á haustþing. Það gefur fjármálaráðherra m.a. tækifæri til þess að koma með nýtt fjárlagafrumvarp áður en kosningar fara fram. Einnig er því hugsanlega að búið væri að samþykkja nýtt fjárlagafrumvarp áður en blásið væri til kosninga.Eina vopn stjórnarandstöðu er málþóf sem gæti orðið til að fresta kosningum.Vísir/ErnirHefur lofað kosningum áður, ekki staðið við„Þetta er allt frekar óljóst, ég viðurkenni það,“ segir Stefanía. “Sérstaklega þar sem það er svona mikið vantraust í samfélaginu. Bjarni Ben hafði verið gagnrýndur fyrir það að hafa lofað kosningum um hvort ætti að halda áfram viðræðum að Evrópusambandinu sem svo varð ekkert af. Auðvitað hafa einhverjir því ástæðu til þess að efast um hans orð. Auðvitað hefði verið betra að nefna einhverja dagsetningu“. Á meðan Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa meirihluta á þingi er í raun málþóf eina vopn stjórnarandstöðunnar. Ákveði þingmenn andstöðunnar að lengja afgreiðslu mála með því að tala eins lengi og þeir geta í pontu gæti það auðvitað þá hæglega orðið til þess að fresta kosningum enn frekar séu stjórnarflokkarnir ákveðnir í að klára sín mál fyrir þingrof. Samkvæmt þeim loforðum sem gefin voru í gær er því útlit fyrir að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar verði við völd langleiðina fram að jólum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25 Bjarni um vantraust: „Ágætis veganesti að fá eitt létt verkefni til að byrja með“ Bjarni Benediktsson telur fyrirséð hver afdrif vantrauststillögunnar verða. 6. apríl 2016 23:22 Þjóðinni boðið upp á „framlengt dauðastríð“ Stjórnarandstöðunni misbýður tillagan um að flokkarnir ætli að sitja til haustsins. Vantrauststillaga þegar lögð fram og rík krafa um kosningar í vor. 7. apríl 2016 07:00 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25
Bjarni um vantraust: „Ágætis veganesti að fá eitt létt verkefni til að byrja með“ Bjarni Benediktsson telur fyrirséð hver afdrif vantrauststillögunnar verða. 6. apríl 2016 23:22
Þjóðinni boðið upp á „framlengt dauðastríð“ Stjórnarandstöðunni misbýður tillagan um að flokkarnir ætli að sitja til haustsins. Vantrauststillaga þegar lögð fram og rík krafa um kosningar í vor. 7. apríl 2016 07:00