Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 11:45 Bjarni var spurður um orstír Íslands á Alþingi í dag. Vísir/Anton Brink Orðstír Íslands hefur verið til umræðu á Alþingi í dag en Helgi Hrafn Gunnarsson pírati gerði hann að sérstöku umtalsefni. Helgi Hrafn spurði hvort Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra teldi að laskað orðspor Íslands myndi gera samningsstöðu Íslands í framtíðinni erfiða; til að mynda við sölu á bönkum eða afnáms fjármagnshafta. „Hvað hyggur háttvirtur fjármála- og efnahagsráðherra gera til að endurheimta og styðja við orðstír Íslands þegar kemur að fjármálum og aðgerðum sem hann talar svo glaðlega um að þurfi að ráðast í?“ spurði Helgi Hrafn. Bjarni telur engan mælikvarða hægt að leggja á mikilvægi trúverðugleika Íslands. Hann sagði einfaldasta svarið það að trúverðugleiki Íslands sé gríðarlega mikilvægur. Bjarni sagði hins vegar að kastljósið sem beinist að Íslandi þyrfti ekki endilega að vera neikvætt, það væri hægt að snúa vörn í sókn og benda á það sem Íslendingar hefðu gert rétt hvað varðar alþjóðlegan skattarétt. Nefndi hann í því samhengi CFC-reglurnar sem lögfestar voru í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Ég er alveg sammála því að þetta eru aðstæður sem valda okkur áhyggjum. En við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð sem þjóðin hefur falið okkur að vinna úr þessum málum, málefnalega og í einhverju jafnvægi,“ sagði Bjarni. Þá tók hann sem dæmi þá neikvæðu athygli sem Ísland fékk í kjölfar eldgoss í Eyjafjallajökli. „Þetta er að vísu ekki alveg sambærilegt dæmi,“ viðurkenndi Bjarni en taldi að þjóðin ætti að líta neikvæða umfjöllun undanfarinna daga sömu augum. „Við vorum í miklum vanda og neikvæðri umræðu þegar hér urðu eldraskanir og mikil umbrot. Það kastljós sem beindist að okkur á þeim tíma, það var nýtt til að koma á framfæri réttum skilaboðum.“ Panama-skjölin Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Orðstír Íslands hefur verið til umræðu á Alþingi í dag en Helgi Hrafn Gunnarsson pírati gerði hann að sérstöku umtalsefni. Helgi Hrafn spurði hvort Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra teldi að laskað orðspor Íslands myndi gera samningsstöðu Íslands í framtíðinni erfiða; til að mynda við sölu á bönkum eða afnáms fjármagnshafta. „Hvað hyggur háttvirtur fjármála- og efnahagsráðherra gera til að endurheimta og styðja við orðstír Íslands þegar kemur að fjármálum og aðgerðum sem hann talar svo glaðlega um að þurfi að ráðast í?“ spurði Helgi Hrafn. Bjarni telur engan mælikvarða hægt að leggja á mikilvægi trúverðugleika Íslands. Hann sagði einfaldasta svarið það að trúverðugleiki Íslands sé gríðarlega mikilvægur. Bjarni sagði hins vegar að kastljósið sem beinist að Íslandi þyrfti ekki endilega að vera neikvætt, það væri hægt að snúa vörn í sókn og benda á það sem Íslendingar hefðu gert rétt hvað varðar alþjóðlegan skattarétt. Nefndi hann í því samhengi CFC-reglurnar sem lögfestar voru í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Ég er alveg sammála því að þetta eru aðstæður sem valda okkur áhyggjum. En við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð sem þjóðin hefur falið okkur að vinna úr þessum málum, málefnalega og í einhverju jafnvægi,“ sagði Bjarni. Þá tók hann sem dæmi þá neikvæðu athygli sem Ísland fékk í kjölfar eldgoss í Eyjafjallajökli. „Þetta er að vísu ekki alveg sambærilegt dæmi,“ viðurkenndi Bjarni en taldi að þjóðin ætti að líta neikvæða umfjöllun undanfarinna daga sömu augum. „Við vorum í miklum vanda og neikvæðri umræðu þegar hér urðu eldraskanir og mikil umbrot. Það kastljós sem beindist að okkur á þeim tíma, það var nýtt til að koma á framfæri réttum skilaboðum.“
Panama-skjölin Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira