Bjarni Benediktsson: „Landinu verður ekki stýrt af mótmælum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2016 22:18 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á Bessastöðum í dag. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það augljóst að það sé eðlismunur á Wintris-máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra sem steig til hliðar í dag, og máli hans sjálfs og máli Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, en nöfn þeirra tveggja voru í Panama-skjölunum svokölluðu. „Þetta eru algjörlega ótengd mál og svo ég byrji nú á máli Ólafar þá er það engan veginn sambærilegt. Þar er um að ræða félag sem aldrei tók til starfa og ég tel að ég hafi fært fram fullnægjandi skýringar en er reiðubúinn til að veita frekari skýringar varðandi mín mál. Ég hef fullan stuðning innan þingflokks og í röðum sjálfstæðismanna til þess að leiða okkar þátttöku í ríkisstjórn áfram,“ segir Bjarni. Hann segir eðlismuninn á sínu máli og máli Sigmundar Davíðs augljósan. „Má ég benda á að félagið sem ég átti hlut í fór í afskráningarferli árið 2009? Er þá ekki augljóst í hverju eðlismunurinn er? Það hefur ekki verið til neitt félag, það eru engir hagsmunaárekstrar, það hefur ekki verið nein starfsemi og svo framvegis. Peningarnir sem fóru í þessa fjárfestingu skiluðu sér til baka til Íslands. Á ég að halda áfram? Ég held að þetta sé bara nokkuð ljóst.“Gerir ráð fyrir að traust til einstakra stjórnmálamanna muni mælast lítið á næstunniÞú segir að þú hafir fullan stuðning innan sjálfstæðismanna en telurðu að þú njótir trausts þjóðarinnar? „Traust þjóðarinnar til einstakra stjórnmálamanna sveiflast upp og niður og ég hef fundið mjög fyrir því. Ég geri ekki ráð fyrir því við þær aðstæður sem hafa skapast hér á undanförnum dögum að stjórnmálamenn mælist með mjög mikið traust en það er bara staða til að vinna úr. Það er vandasamt að framkvæma lýðræðið og kjósendur munu fá að gera upp á milli valkosta, fyrr en síðar, í kosningum sem verða í síðasta lagi eins og við vitum eftir eitt ár.“ Bjarni segist sjá tækifæri framundan til að koma betur til skila til þjóðarinnar verkum ríkisstjórnarinnar og stefnumálum Sjálfstæðisflokksins sem hafi skilað miklum árangri að undanförnu við að bæta lífskjör.Munu taka til skoðunar að flýta kosningumNú var krafa mótmælenda á Austurvelli í gær ekki aðeins að Sigmundur Davíð myndi víkja heldur einnig að kosið yrði á ný til Alþingis. Er það eitthvað sem þú ert tilbúinn til að skoða, að flýta kosningum? „Við munum taka það til skoðunar en við höfum ekki ákveðið neitt í þeim efnum. Landinu verður ekki stýrt af mótmælum, þessu landi verður stýrt í gegnum lýðræðislegan farveg og það er ekki hægt að stjórna landinu í gegnum túlkun á mótmælum eins og þú ert að gera.“Ég er nú bara að vísa í yfirskrift mótmælanna sem var „Kosningar strax.“ „Já, ég tók eftir því og ég heyri það að sú krafa er uppi en ég bendi líka á að við höfum kosið oft á undanförnum árum. Við kusum í þrígang á sex ára tímabili frá 2007 til 2013 og það var verulega mikil endurnýjun á Alþingi og við erum að sigla inn í kosningaár núna. Nú ætla stjórnarflokkarnir að láta reyna á það að að halda samstarfinu áfram og það er verkefni næstu daga.“ Bjarni segir að flokkarnir muni koma á framfæri þeim skilaboðum til kjósenda sem þeir vilja halda á lofti á því tímabili sem líður fram að kosningum. „Svo fellur dómur kjósenda. Þannig gerist þetta í lýðræðisþjóðfélögum.“Hefur ekki rætt við Sigmund Davíð eftir að tilkynnt var að hann stígi til hliðar Aðspurður hvernig fundur hans og Sigurðar Inga Jóhannssonar, varaformanns Framsóknarflokksins, gekk í kvöld segir Bjarni að fundurinn hafi gengið vel enda séu þeir nánir samstarfsmenn og gjörþekki málefni ríkisstjórnarinnar. „Við erum líka sammála um að það séu tímamót í stjórnarsamstarfinu, það eru nokkur mál sem eru órædd og við munum nýta tímann vel.“ Bjarni segir að þeir verði í samskiptum áfram á morgun en ekki sé búið að ákveða hvenær og hvar. Hann segir ekki um eiginlegar stjórnarmyndunarviðræður að ræða þó formlega séð fari eitt ráðuneyti frá og annað taki við. „En þetta eru sömu stjórnarflokkarnir og við þurfum að skerpa á stefnumálunum fyrir síðasta áfangann á kjörtímabilinu.“ Að sögn Bjarna byrja viðræður á þeirri stöðu sem lá fyrir í dag að Framsóknarflokkurinn fari fram á að Sigurður Ingi verði forsætisráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki farið fram á að fá það ráðuneyti. Aðspurður segir Bjarni að hann og Sigmundur Davíð hafi ekki rætt saman eftir að tilkynnt var að sá síðarnefndi ætlaði að stíga til hliðar sem forsætisráðherra.En hvernig líður fjármálaráðherra eftir þennan dag?„Þetta var atburðaríkur dagur og maður verður kominn snemma í rúmið.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur ekki sagt af sér heldur stigið til hliðar um óákveðinn tíma Áhersla er lögð á þetta í tölvupósti á ensku sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sendi erlendum blaðamönnum í kvöld. 5. apríl 2016 21:41 Óljóst hvenær Alþingi kemur saman á ný Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fundaði með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í dag. 5. apríl 2016 20:49 Sigurður Ingi treystir sér til þess að sefa reiði almennings Varaformaður Framsóknarflokksins treystir sér til þess að verða forsætisráðherra þrátt fyrir mótmæli almennings í dag. 5. apríl 2016 19:21 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það augljóst að það sé eðlismunur á Wintris-máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra sem steig til hliðar í dag, og máli hans sjálfs og máli Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, en nöfn þeirra tveggja voru í Panama-skjölunum svokölluðu. „Þetta eru algjörlega ótengd mál og svo ég byrji nú á máli Ólafar þá er það engan veginn sambærilegt. Þar er um að ræða félag sem aldrei tók til starfa og ég tel að ég hafi fært fram fullnægjandi skýringar en er reiðubúinn til að veita frekari skýringar varðandi mín mál. Ég hef fullan stuðning innan þingflokks og í röðum sjálfstæðismanna til þess að leiða okkar þátttöku í ríkisstjórn áfram,“ segir Bjarni. Hann segir eðlismuninn á sínu máli og máli Sigmundar Davíðs augljósan. „Má ég benda á að félagið sem ég átti hlut í fór í afskráningarferli árið 2009? Er þá ekki augljóst í hverju eðlismunurinn er? Það hefur ekki verið til neitt félag, það eru engir hagsmunaárekstrar, það hefur ekki verið nein starfsemi og svo framvegis. Peningarnir sem fóru í þessa fjárfestingu skiluðu sér til baka til Íslands. Á ég að halda áfram? Ég held að þetta sé bara nokkuð ljóst.“Gerir ráð fyrir að traust til einstakra stjórnmálamanna muni mælast lítið á næstunniÞú segir að þú hafir fullan stuðning innan sjálfstæðismanna en telurðu að þú njótir trausts þjóðarinnar? „Traust þjóðarinnar til einstakra stjórnmálamanna sveiflast upp og niður og ég hef fundið mjög fyrir því. Ég geri ekki ráð fyrir því við þær aðstæður sem hafa skapast hér á undanförnum dögum að stjórnmálamenn mælist með mjög mikið traust en það er bara staða til að vinna úr. Það er vandasamt að framkvæma lýðræðið og kjósendur munu fá að gera upp á milli valkosta, fyrr en síðar, í kosningum sem verða í síðasta lagi eins og við vitum eftir eitt ár.“ Bjarni segist sjá tækifæri framundan til að koma betur til skila til þjóðarinnar verkum ríkisstjórnarinnar og stefnumálum Sjálfstæðisflokksins sem hafi skilað miklum árangri að undanförnu við að bæta lífskjör.Munu taka til skoðunar að flýta kosningumNú var krafa mótmælenda á Austurvelli í gær ekki aðeins að Sigmundur Davíð myndi víkja heldur einnig að kosið yrði á ný til Alþingis. Er það eitthvað sem þú ert tilbúinn til að skoða, að flýta kosningum? „Við munum taka það til skoðunar en við höfum ekki ákveðið neitt í þeim efnum. Landinu verður ekki stýrt af mótmælum, þessu landi verður stýrt í gegnum lýðræðislegan farveg og það er ekki hægt að stjórna landinu í gegnum túlkun á mótmælum eins og þú ert að gera.“Ég er nú bara að vísa í yfirskrift mótmælanna sem var „Kosningar strax.“ „Já, ég tók eftir því og ég heyri það að sú krafa er uppi en ég bendi líka á að við höfum kosið oft á undanförnum árum. Við kusum í þrígang á sex ára tímabili frá 2007 til 2013 og það var verulega mikil endurnýjun á Alþingi og við erum að sigla inn í kosningaár núna. Nú ætla stjórnarflokkarnir að láta reyna á það að að halda samstarfinu áfram og það er verkefni næstu daga.“ Bjarni segir að flokkarnir muni koma á framfæri þeim skilaboðum til kjósenda sem þeir vilja halda á lofti á því tímabili sem líður fram að kosningum. „Svo fellur dómur kjósenda. Þannig gerist þetta í lýðræðisþjóðfélögum.“Hefur ekki rætt við Sigmund Davíð eftir að tilkynnt var að hann stígi til hliðar Aðspurður hvernig fundur hans og Sigurðar Inga Jóhannssonar, varaformanns Framsóknarflokksins, gekk í kvöld segir Bjarni að fundurinn hafi gengið vel enda séu þeir nánir samstarfsmenn og gjörþekki málefni ríkisstjórnarinnar. „Við erum líka sammála um að það séu tímamót í stjórnarsamstarfinu, það eru nokkur mál sem eru órædd og við munum nýta tímann vel.“ Bjarni segir að þeir verði í samskiptum áfram á morgun en ekki sé búið að ákveða hvenær og hvar. Hann segir ekki um eiginlegar stjórnarmyndunarviðræður að ræða þó formlega séð fari eitt ráðuneyti frá og annað taki við. „En þetta eru sömu stjórnarflokkarnir og við þurfum að skerpa á stefnumálunum fyrir síðasta áfangann á kjörtímabilinu.“ Að sögn Bjarna byrja viðræður á þeirri stöðu sem lá fyrir í dag að Framsóknarflokkurinn fari fram á að Sigurður Ingi verði forsætisráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki farið fram á að fá það ráðuneyti. Aðspurður segir Bjarni að hann og Sigmundur Davíð hafi ekki rætt saman eftir að tilkynnt var að sá síðarnefndi ætlaði að stíga til hliðar sem forsætisráðherra.En hvernig líður fjármálaráðherra eftir þennan dag?„Þetta var atburðaríkur dagur og maður verður kominn snemma í rúmið.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur ekki sagt af sér heldur stigið til hliðar um óákveðinn tíma Áhersla er lögð á þetta í tölvupósti á ensku sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sendi erlendum blaðamönnum í kvöld. 5. apríl 2016 21:41 Óljóst hvenær Alþingi kemur saman á ný Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fundaði með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í dag. 5. apríl 2016 20:49 Sigurður Ingi treystir sér til þess að sefa reiði almennings Varaformaður Framsóknarflokksins treystir sér til þess að verða forsætisráðherra þrátt fyrir mótmæli almennings í dag. 5. apríl 2016 19:21 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Sjá meira
Sigmundur ekki sagt af sér heldur stigið til hliðar um óákveðinn tíma Áhersla er lögð á þetta í tölvupósti á ensku sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sendi erlendum blaðamönnum í kvöld. 5. apríl 2016 21:41
Óljóst hvenær Alþingi kemur saman á ný Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fundaði með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í dag. 5. apríl 2016 20:49
Sigurður Ingi treystir sér til þess að sefa reiði almennings Varaformaður Framsóknarflokksins treystir sér til þess að verða forsætisráðherra þrátt fyrir mótmæli almennings í dag. 5. apríl 2016 19:21