Zika-veiran hættulegri en áður var talið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. apríl 2016 10:36 Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir Zika-vírusinn svonefnda hættulegri en áður hafi verið talið. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum staðfestu í gær að veiran valdi alvarlegum fósturskaða, líkt og grunur lék á. „Þetta er líklegast meira en þeir vildu gefa í skyn. Þó fannst mér í fyrra að það væri alveg verið að gefa í skyn að þetta gæti orðið eitthvað, en þeir eru varkárir núna eftir ebólufaraldurinn og vilja passa sig mjög mikið að gera lítið úr þessum hugsanlegu faröldrum,“ sagði Bryndís í Bítinu í morgun. Zika-faraldurinn hefur geisað í Brasilíu frá því í fyrra. Hingað til hefur ekki tekist að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða, en þúsundir barna í Brasilíu hafa frá því á síðasta ári fæðst með svokallað dverghöfuð. Nú virðist sem fleiri fæðingargalla megi einnig rekja til vírussins. „Zika-veiran virðist valda meiri vandamálum, ekki bara í fóstrum, en í fóstrum hefur verið talað um bæði andvana fæðingu barna, fæðingu fyrir tímann, vaxtarskerðingu hjá fóstrinu og þessa augnsjúkdóma sem virðast vera vanþroski á augunum þannig að börn hafa verið að fæðast blind,“ segir Bryndís. Þá geti veiran einnig haft áhrif á fullorðna. Almennt sé um öndunarfærasýkingar, en að þær geti valdið ákveðnum taugasjúkdómi sem kallast Guillain Barré. „Þetta er svona sjálfsónæmisviðbrögð líkamans. Ónæmiskerfið ræðst á ákveðnar frumur í taugakerfinu og í taugaslíðrinu og veldur lömunareinkennum og dofa. Þetta byrjar oft neðst í líkamanum og vinnur sig upp. Þetta er vel þekkt meira að segja við iðrasýkingu og við sjáum þetta annað slagið. Þetta er 100 prósent afturkræft. Þetta gerist þannig að þindin getur lamast og öndunarvöðvarnir. Þannig að fólk sem fær þetta alvarlega lendir stundum í öndunarvél,“ segir Bryndís. Viðtalið við Bryndísi í heild má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Heilbrigðismál Zíka Tengdar fréttir Þrír greinst með Zika-veiruna í Noregi Tvær þungaðar konur og karlmaður greindust með veiruna. 10. mars 2016 15:39 Vísindamenn staðfesta að Zika-veiran valdi fósturskaða Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða. 13. apríl 2016 22:41 Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir Zika-vírusinn svonefnda hættulegri en áður hafi verið talið. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum staðfestu í gær að veiran valdi alvarlegum fósturskaða, líkt og grunur lék á. „Þetta er líklegast meira en þeir vildu gefa í skyn. Þó fannst mér í fyrra að það væri alveg verið að gefa í skyn að þetta gæti orðið eitthvað, en þeir eru varkárir núna eftir ebólufaraldurinn og vilja passa sig mjög mikið að gera lítið úr þessum hugsanlegu faröldrum,“ sagði Bryndís í Bítinu í morgun. Zika-faraldurinn hefur geisað í Brasilíu frá því í fyrra. Hingað til hefur ekki tekist að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða, en þúsundir barna í Brasilíu hafa frá því á síðasta ári fæðst með svokallað dverghöfuð. Nú virðist sem fleiri fæðingargalla megi einnig rekja til vírussins. „Zika-veiran virðist valda meiri vandamálum, ekki bara í fóstrum, en í fóstrum hefur verið talað um bæði andvana fæðingu barna, fæðingu fyrir tímann, vaxtarskerðingu hjá fóstrinu og þessa augnsjúkdóma sem virðast vera vanþroski á augunum þannig að börn hafa verið að fæðast blind,“ segir Bryndís. Þá geti veiran einnig haft áhrif á fullorðna. Almennt sé um öndunarfærasýkingar, en að þær geti valdið ákveðnum taugasjúkdómi sem kallast Guillain Barré. „Þetta er svona sjálfsónæmisviðbrögð líkamans. Ónæmiskerfið ræðst á ákveðnar frumur í taugakerfinu og í taugaslíðrinu og veldur lömunareinkennum og dofa. Þetta byrjar oft neðst í líkamanum og vinnur sig upp. Þetta er vel þekkt meira að segja við iðrasýkingu og við sjáum þetta annað slagið. Þetta er 100 prósent afturkræft. Þetta gerist þannig að þindin getur lamast og öndunarvöðvarnir. Þannig að fólk sem fær þetta alvarlega lendir stundum í öndunarvél,“ segir Bryndís. Viðtalið við Bryndísi í heild má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Heilbrigðismál Zíka Tengdar fréttir Þrír greinst með Zika-veiruna í Noregi Tvær þungaðar konur og karlmaður greindust með veiruna. 10. mars 2016 15:39 Vísindamenn staðfesta að Zika-veiran valdi fósturskaða Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða. 13. apríl 2016 22:41 Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þrír greinst með Zika-veiruna í Noregi Tvær þungaðar konur og karlmaður greindust með veiruna. 10. mars 2016 15:39
Vísindamenn staðfesta að Zika-veiran valdi fósturskaða Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða. 13. apríl 2016 22:41
Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03