Gamanþættirnir Friends njóta ennþá gríðarlegrar vinsældra og horfa milljónir manna á þættina daglega.
Friends voru framleiddir á árunum 1994-2004 og þekkja Íslendingar þættina vel. Það þekkja margir þá list að vitna í Friends og sumir hverjir muna nánast orðrétt hvernig hver einasti þáttur fór fram.
En hversu mikill Friends aðdáandi ert þú? Á síðunni BuzzFeed má spreyta sig á prófi þar sem aðeins grjótharðir Friends lúðar eiga möguleika. Talað er um að þeir sem nái yfir 75% á prófinu eða yfir 15 svör af 20 eru alvöru aðdáendur. Hér má taka prófið.

