Vill upplýsingar um hvort félag Bjarna hafi verið í gögnum skattrannsóknarstjóra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2016 21:42 Rósa Björk Brynjólfsdóttir varaþingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn til fjármálaráðherra. Vísir/GVA Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Vinstri Grænna, vill fá að vita hvort að eignarhald Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Falson & Co, aflandsfélagi sem kom fyrir í Panama-skjölunum, hafi haft áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem íslenskum yfirvöldum voru boðin til kaups árið 2014. Hefur Rósa Björk lagt fram fyrirspurn á Alþingi í nokkrum liðum til fjármálaráðherra þar sem óskað er eftir svörum við spurningum sem tengjast aflandsfélögum og þeim gögnum sem íslenskum skattayfirvöldum bauðst að kaupa. Vill Rósa Björk að fjármálaráðherra svari því hvort að sú staðreynd að ráðherra hafi sjálfur átt aflandsfélag um tíma hafi haft áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnunum og þá hvort að í þeim gögnum sem keypt voru hafi mátt finna upplýsingar um aflandsfélög eða félög sem voru í eigu ráðherra eða aðila nátengdum ráðherra.Í júní á síðasta ári gekk skattrannsóknarstjóri frá kaupum á gögnunum sem um ræðir en talsverðan tíma tók að ganga frá kaupunum. Setti fjármálaráðherra ákveðin skilyrði sem uppfylla þurfti og taldi skattrannsóknarstjóri sig ekki geta uppfyllt þau. Ríkisstjórnin samþykkti þó að lokum fjárveitingu til skattrannsóknarstjóra svo ganga mætti frá kaupunum. Sjá má fyrirspurn Rósu Björk í heild sinni hér fyrir neðan.1. Hversu langur tími leið frá því að ráðuneytinu varð kunnugt um gögn sem vörðuðu aflandsfélög og skattaskjól og þar til þau voru keypt? Hvað skýrir þann drátt sem varð á málinu eftir að skattrannsóknarstjóri óskaði eftir heimild til kaupanna í október 2014?2. Voru í gögnunum upplýsingar um aflandsfélag eða félög sem:a. voru eða höfðu verið í eigu ráðherra sjálfs,b. voru eða höfðu verið í eigu aðila sem nátengdir voru ráðherra að ætterni eða mægðum, eða voru viðskiptafélagar hans,c. voru í eigu annarra ráðherra? 3. Hvernig rökstyður ráðherra það verklag að segja skattrannsóknarstjóra að leggja sjálfstætt mat á gögnin en setja jafnframt skilyrði fyrir samningum við seljanda þeirra? 4. Hafa upplýsingar úr gögnunum orðið tilefni til viðbragða af hálfu ráðuneytisins og þá hvaða viðbragða? 5. Hvaða fundi skattrannsóknarstjóra og starfsfólks ráðuneytisins um kaup á gögnunum sat ráðherra? Óskað er upplýsinga um fjölda slíkra funda, dagsetningu þeirra og fundarefni. 6. Hvenær varð ráðherra ljóst hversu mörg íslensk nöfn væri að finna í gögnunum og hafði það áhrif á afstöðu hans til kaupanna? 7. Hafði sú staðreynd að ráðherra átti sjálfur aflandsfélag um tíma áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnunum? Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn Bjarni Benediktsson treystir því að þar til gerðar stofnanir nái í skottið á þeim sem svíki undan skatti í aflandsfélögum og dragi þá heim til Íslands til að sæta ákæru eða skattlagningu. 28. apríl 2016 21:01 Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Vinstri Grænna, vill fá að vita hvort að eignarhald Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Falson & Co, aflandsfélagi sem kom fyrir í Panama-skjölunum, hafi haft áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem íslenskum yfirvöldum voru boðin til kaups árið 2014. Hefur Rósa Björk lagt fram fyrirspurn á Alþingi í nokkrum liðum til fjármálaráðherra þar sem óskað er eftir svörum við spurningum sem tengjast aflandsfélögum og þeim gögnum sem íslenskum skattayfirvöldum bauðst að kaupa. Vill Rósa Björk að fjármálaráðherra svari því hvort að sú staðreynd að ráðherra hafi sjálfur átt aflandsfélag um tíma hafi haft áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnunum og þá hvort að í þeim gögnum sem keypt voru hafi mátt finna upplýsingar um aflandsfélög eða félög sem voru í eigu ráðherra eða aðila nátengdum ráðherra.Í júní á síðasta ári gekk skattrannsóknarstjóri frá kaupum á gögnunum sem um ræðir en talsverðan tíma tók að ganga frá kaupunum. Setti fjármálaráðherra ákveðin skilyrði sem uppfylla þurfti og taldi skattrannsóknarstjóri sig ekki geta uppfyllt þau. Ríkisstjórnin samþykkti þó að lokum fjárveitingu til skattrannsóknarstjóra svo ganga mætti frá kaupunum. Sjá má fyrirspurn Rósu Björk í heild sinni hér fyrir neðan.1. Hversu langur tími leið frá því að ráðuneytinu varð kunnugt um gögn sem vörðuðu aflandsfélög og skattaskjól og þar til þau voru keypt? Hvað skýrir þann drátt sem varð á málinu eftir að skattrannsóknarstjóri óskaði eftir heimild til kaupanna í október 2014?2. Voru í gögnunum upplýsingar um aflandsfélag eða félög sem:a. voru eða höfðu verið í eigu ráðherra sjálfs,b. voru eða höfðu verið í eigu aðila sem nátengdir voru ráðherra að ætterni eða mægðum, eða voru viðskiptafélagar hans,c. voru í eigu annarra ráðherra? 3. Hvernig rökstyður ráðherra það verklag að segja skattrannsóknarstjóra að leggja sjálfstætt mat á gögnin en setja jafnframt skilyrði fyrir samningum við seljanda þeirra? 4. Hafa upplýsingar úr gögnunum orðið tilefni til viðbragða af hálfu ráðuneytisins og þá hvaða viðbragða? 5. Hvaða fundi skattrannsóknarstjóra og starfsfólks ráðuneytisins um kaup á gögnunum sat ráðherra? Óskað er upplýsinga um fjölda slíkra funda, dagsetningu þeirra og fundarefni. 6. Hvenær varð ráðherra ljóst hversu mörg íslensk nöfn væri að finna í gögnunum og hafði það áhrif á afstöðu hans til kaupanna? 7. Hafði sú staðreynd að ráðherra átti sjálfur aflandsfélag um tíma áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnunum?
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn Bjarni Benediktsson treystir því að þar til gerðar stofnanir nái í skottið á þeim sem svíki undan skatti í aflandsfélögum og dragi þá heim til Íslands til að sæta ákæru eða skattlagningu. 28. apríl 2016 21:01 Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43
Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn Bjarni Benediktsson treystir því að þar til gerðar stofnanir nái í skottið á þeim sem svíki undan skatti í aflandsfélögum og dragi þá heim til Íslands til að sæta ákæru eða skattlagningu. 28. apríl 2016 21:01
Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26