Volkswagen söluhærra en Toyota á fyrsta ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2016 12:56 Volkswagen Passat. Volkswagen Toyota hefur verið söluhæsta bílafyrirtæki heims síðustu 4 ár. Það gæti hugsanlega breyst þetta árið, en Volkswagen sló við sölu Toyota á fyrsta ársfjórðingi þessa árs. Sala Toyota féll um 2,3% á þessum 3 mánuðum og seldust 2,46 milljón Toyota bílar. Á sama tíma jókst sala Volkswagen um 0,8% og nam 2,5 milljón bílum. Þriðja stærsta bílafyrirtæki heims, General Motors upplifði 2,5% söluminnkun og 2,36 milljón bíla sölu. Ástæðan fyrir söluminnkun Toyota eru tíðar stöðvanir í verksmiðjum Toyota sökum jarðskjálfta, bruna og verkfalla. Það skortir því ekki eftirspurnina eftir Toyota bílum heldur á fyrirtækið aðeins í vanda með að framleiða uppí þá eftirspurn. Athygli vekur að Volkswagen, sem nú glímir við mesta vanda fyrirtækisins í langan tíma sökum disilvélasvindlsins, hefur tekið forystuna í sölu á meðan. Sala fyrirtækisins virðist ekki löskuð frá uppgötvun svindlsins nema þá helst í Bandaríkjunum, en á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins hefur sala Volkswagen aukist um 6,4% í Kína og 3,5% í Evrópu. Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent
Toyota hefur verið söluhæsta bílafyrirtæki heims síðustu 4 ár. Það gæti hugsanlega breyst þetta árið, en Volkswagen sló við sölu Toyota á fyrsta ársfjórðingi þessa árs. Sala Toyota féll um 2,3% á þessum 3 mánuðum og seldust 2,46 milljón Toyota bílar. Á sama tíma jókst sala Volkswagen um 0,8% og nam 2,5 milljón bílum. Þriðja stærsta bílafyrirtæki heims, General Motors upplifði 2,5% söluminnkun og 2,36 milljón bíla sölu. Ástæðan fyrir söluminnkun Toyota eru tíðar stöðvanir í verksmiðjum Toyota sökum jarðskjálfta, bruna og verkfalla. Það skortir því ekki eftirspurnina eftir Toyota bílum heldur á fyrirtækið aðeins í vanda með að framleiða uppí þá eftirspurn. Athygli vekur að Volkswagen, sem nú glímir við mesta vanda fyrirtækisins í langan tíma sökum disilvélasvindlsins, hefur tekið forystuna í sölu á meðan. Sala fyrirtækisins virðist ekki löskuð frá uppgötvun svindlsins nema þá helst í Bandaríkjunum, en á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins hefur sala Volkswagen aukist um 6,4% í Kína og 3,5% í Evrópu.
Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent