Opnað fyrir vorveiði í Ytri Rangá 1. maí Karl Lúðvíksson skrifar 24. apríl 2016 09:23 Ytri Rangá er ein aflahæsta laxveiðiá landsins og hefur verið um árabil en í henni er líka nokkuð af sjóbirting. Það veiðist slangur af sjóbirting á hinum hefðbundna laxveiðitíma en besti tíminn fyrir sjóbirtinginn er engu að síður á vorin og haustin en hingað til hefur ekki verið opip fyrir vorveiði. Nú verður breyting þar á og 1. maí verður opnað fyrir vorveiði í Ytri Rangá. Veiðisvæðið nær frá Árbæjarfossi og niður í sjó og á þessum svæði er fullt af flottum veiðistöðum þar sem sjóbirtingurinn liggur. Aðeins verður veitt á fjórar stangir svo það er vel rúmt um allar stangirnar en 16 stangir veiða þetta svæði á laxveiðitímanum. Það sem hefur reynst vel í Ytri Rangá, fyrir þá sem hafa ekki veitt hana, er að veiða hægt og djúpt. Þá þarf að nota sökktauma og þyngdar flugur. Þetta er skemmtileg nýjung í fjölbreytta flóru vorveiða á landinu. Stangirnar fjórar eru seldar saman í hollum og fyrir þá sem vilja skoða þetta nánar geta haft samband við staðarhaldarann Jóhannes ([email protected]). Það skal tekið fram að öllum fiski skal sleppt. Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Ytri Rangá er ein aflahæsta laxveiðiá landsins og hefur verið um árabil en í henni er líka nokkuð af sjóbirting. Það veiðist slangur af sjóbirting á hinum hefðbundna laxveiðitíma en besti tíminn fyrir sjóbirtinginn er engu að síður á vorin og haustin en hingað til hefur ekki verið opip fyrir vorveiði. Nú verður breyting þar á og 1. maí verður opnað fyrir vorveiði í Ytri Rangá. Veiðisvæðið nær frá Árbæjarfossi og niður í sjó og á þessum svæði er fullt af flottum veiðistöðum þar sem sjóbirtingurinn liggur. Aðeins verður veitt á fjórar stangir svo það er vel rúmt um allar stangirnar en 16 stangir veiða þetta svæði á laxveiðitímanum. Það sem hefur reynst vel í Ytri Rangá, fyrir þá sem hafa ekki veitt hana, er að veiða hægt og djúpt. Þá þarf að nota sökktauma og þyngdar flugur. Þetta er skemmtileg nýjung í fjölbreytta flóru vorveiða á landinu. Stangirnar fjórar eru seldar saman í hollum og fyrir þá sem vilja skoða þetta nánar geta haft samband við staðarhaldarann Jóhannes ([email protected]). Það skal tekið fram að öllum fiski skal sleppt.
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði