John Carlin: Afrek Íslands í sama flokki og velgengni Trump Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. maí 2016 08:45 Blaðamaðurinn og höfundurinn John Carlin verður í hópi þeirra sem flytja erindi og taka þátt í umræðum á ráðstefnunni Að skapa vinningslið í Hörpu á morgun. Carlin er hvað þekktastur fyrir að vera höfundur bókarinnar Playing the Enemy sem fjallaði um hvernig Nelson Mandela notaði rúgbýlandslið Suður-Afríku til að sameina þjóðina á erfiðum tímum. Hann er mikill Íslandsvinur og var staddur hér á landi vegna Food and Fun hátíðarinnar fyrr á þessu ári þegar hann hitti Ramon Calderon, fyrrum forseta Real Madrid. Sjá einnig: Ramon Calderon: Kalla þetta íslenska kraftaverkið „Við fengum okkur drykk saman á hótelinu. Ég hitti svo Arnar Reynisson og þeir stungu upp á því að ég myndi koma að ráðstefnunni,“ sagði Carlin. Hann mun koma að ráðstefnunni með ýmsum hætti og enda daginn á að taka þátt í umræðum um uppgang litlu landsliðanna í knattspyrnunni. „Ég mun taka þátt í þeim umræðum með Kevin Keegan, einum besta knattspyrnumanni sem uppi hefur verið.“Sjáðu allt viðtalið við David Moyes: Margt sem má læra af Íslandi Ráðstefnan gengur út á hvað atvinnulífið geti lært af knattspyrnunni en Carlin telur reyndar að knattspyrnan eigi heilmargt ólært af heimi viðskiptanna. „Knattspyrnufélögum um allan heim hefur mistekist að nýta sér stærð íþróttarinnar um allan heim.“ „Ég er til dæmis að tala um félög í Englandi sem eru stór því þau eru með ofurríka einstaklinga á bak við sig. Aðila sem kaupa félög eins og dýra bíla eða hús.“ „Þetta eru menn sem vilja vera stórir og kaupa þess vegna dýra leikmenn, í stað þess að félögin sjálf njóti velgengni á sínum forsendum.“ „Mér finnst það í raun aumkunarvert hversu illa félögunum hefur gengið að nýta sér þessar gríðarlegu vinsældir knattspyrnunnar um allan heim.“Eitthvað er að breytast í heiminum Ísland er ein af mörgum nýlegum dæmum um óvænta velgengni knattspyrnuliða. En Carlin segir að það sé hluti af enn stærri heild sem nái langt út fyrir íþróttina. „Mér virðist að það sé eitthvað sem er skrifað í stjörnurnar - að það sé eitthvað sem er að breytast í jafnvægi alheimsins. Það hefur leitt af sér velgengni ólíklegustu einstaklinga og hópa,“ segir Calrin. „Við erum með sem dæmi Donald Trump í Bandaríkjunum og múslima [Sadiq Khan] sem tók við embætti borgarstjóra í London. Það er svo Leicester City sem varð Englandsmeistari.“ „Í þessu samhengi sé afrek þessa lands sem á ekki nema rúmlega 300 þúsund íbúa og komst í úrslitakeppni EM. Ísland komst þar að auki verðskuldað áfram og er lið sem ekkert annað land mun vanmeta.“ „Það mun enginn halda að það verði létt verk að spila gegn Íslandi. Þegar ég var ungur hefði það verið lágmarkskrafa að England myndi vinna 12-0 sigur á Íslandi. Ég er ekki viss um hver úrslitin yrðu ef þau myndu mætast í dag.“ „Ég myndi jafnvel veðja nokkrum krónum á íslenskan sigur. Það gæti leitt góðan ávinning af sér,“ segir Carlin og bætir við að hann gæti vel ímyndað sér að það sé þess virði að setja einhverja aura á að Ísland verði Evrópumeistari. Miðasala á ráðstefnuna fer fram á tix.is. Donald Trump EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Blaðamaðurinn og höfundurinn John Carlin verður í hópi þeirra sem flytja erindi og taka þátt í umræðum á ráðstefnunni Að skapa vinningslið í Hörpu á morgun. Carlin er hvað þekktastur fyrir að vera höfundur bókarinnar Playing the Enemy sem fjallaði um hvernig Nelson Mandela notaði rúgbýlandslið Suður-Afríku til að sameina þjóðina á erfiðum tímum. Hann er mikill Íslandsvinur og var staddur hér á landi vegna Food and Fun hátíðarinnar fyrr á þessu ári þegar hann hitti Ramon Calderon, fyrrum forseta Real Madrid. Sjá einnig: Ramon Calderon: Kalla þetta íslenska kraftaverkið „Við fengum okkur drykk saman á hótelinu. Ég hitti svo Arnar Reynisson og þeir stungu upp á því að ég myndi koma að ráðstefnunni,“ sagði Carlin. Hann mun koma að ráðstefnunni með ýmsum hætti og enda daginn á að taka þátt í umræðum um uppgang litlu landsliðanna í knattspyrnunni. „Ég mun taka þátt í þeim umræðum með Kevin Keegan, einum besta knattspyrnumanni sem uppi hefur verið.“Sjáðu allt viðtalið við David Moyes: Margt sem má læra af Íslandi Ráðstefnan gengur út á hvað atvinnulífið geti lært af knattspyrnunni en Carlin telur reyndar að knattspyrnan eigi heilmargt ólært af heimi viðskiptanna. „Knattspyrnufélögum um allan heim hefur mistekist að nýta sér stærð íþróttarinnar um allan heim.“ „Ég er til dæmis að tala um félög í Englandi sem eru stór því þau eru með ofurríka einstaklinga á bak við sig. Aðila sem kaupa félög eins og dýra bíla eða hús.“ „Þetta eru menn sem vilja vera stórir og kaupa þess vegna dýra leikmenn, í stað þess að félögin sjálf njóti velgengni á sínum forsendum.“ „Mér finnst það í raun aumkunarvert hversu illa félögunum hefur gengið að nýta sér þessar gríðarlegu vinsældir knattspyrnunnar um allan heim.“Eitthvað er að breytast í heiminum Ísland er ein af mörgum nýlegum dæmum um óvænta velgengni knattspyrnuliða. En Carlin segir að það sé hluti af enn stærri heild sem nái langt út fyrir íþróttina. „Mér virðist að það sé eitthvað sem er skrifað í stjörnurnar - að það sé eitthvað sem er að breytast í jafnvægi alheimsins. Það hefur leitt af sér velgengni ólíklegustu einstaklinga og hópa,“ segir Calrin. „Við erum með sem dæmi Donald Trump í Bandaríkjunum og múslima [Sadiq Khan] sem tók við embætti borgarstjóra í London. Það er svo Leicester City sem varð Englandsmeistari.“ „Í þessu samhengi sé afrek þessa lands sem á ekki nema rúmlega 300 þúsund íbúa og komst í úrslitakeppni EM. Ísland komst þar að auki verðskuldað áfram og er lið sem ekkert annað land mun vanmeta.“ „Það mun enginn halda að það verði létt verk að spila gegn Íslandi. Þegar ég var ungur hefði það verið lágmarkskrafa að England myndi vinna 12-0 sigur á Íslandi. Ég er ekki viss um hver úrslitin yrðu ef þau myndu mætast í dag.“ „Ég myndi jafnvel veðja nokkrum krónum á íslenskan sigur. Það gæti leitt góðan ávinning af sér,“ segir Carlin og bætir við að hann gæti vel ímyndað sér að það sé þess virði að setja einhverja aura á að Ísland verði Evrópumeistari. Miðasala á ráðstefnuna fer fram á tix.is.
Donald Trump EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira