Aukið fjármagn til Háskóla Íslands: Hlutfall nemenda á hvern kennara of hátt Baldur Helgi Þorkelsson og Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir skrifar 14. maí 2016 09:00 Háskóli Íslands er í 222. sæti yfir bestu háskóla í heimi á nýuppfærðum lista Times Higher Education. Listinn tekur tillit til nokkurra þátta: Rannsóknarstarfs, áhrifa á alþjóðlegum vettvangi, kennsluhátta og námsumhverfis. Af þessum fjórum þáttum er HÍ með lægstu einkunn í kennsluþættinum sem er meðal annars metinn út frá hlutfalli nemenda á hvern kennara. Ef litið er til iðnaðarverkfræði- vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar eru þar um 800 nemendur og 22 fastráðnir kennarar. Virkir nemendur eru um 480 talsins. Því er hlutfall virkra nemenda á kennara 21:1. Í stefnu HÍ 2006-2011 var stefnt á að bæta þetta hlutfall úr 21:1 í 17:1. Staðan er sú að þetta hefur ekki enn tekist og má skýra það að hluta vegna takmarkaðs fjármagns frá ríkinu. Nú er búið að setja fram stefnu HÍ fyrir tímabilið 2016-2021. Í námi og kennsluháttum eru sett fram þau markmið að lækka hlutfall nemanda á hvern kennara til að auka gæði náms og kennslu, og draga þar með úr vinnuálagi kennara. Tvenns konar aðgerðir eru nefndar til að fylgja þessum áætlunum eftir. Annars vegar að fjölga kennurum og hins vegar að breyta fyrirkomulagi við inntöku nemenda. Á Times Higher Education listanum er HÍ í 13. sæti yfir háskóla á Norðurlöndunum. Ef fjármagn til HÍ er borið saman við fjármagn til háskóla á Norðurlöndunum er hann mjög undirfjármagnaður. Miðað við það er í raun ótrúlegt að við séum á listanum.Á myndinni hér fyrir ofan sést að HÍ er fyrir neðan meðaltal OECD ríkjanna og með 30-40% minna fjármagn en Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Þetta er alvarlegt mál og lýsir sér einna helst í því að kennarar eru með fleiri nemendur en æskilegt væri. Þetta fyrirkomulag kemur beint niður á gæðum kennslu. Nú þegar hefur verið sett í stefnu Vísinda- og tækniráðs að fjárframlög til HÍ muni ná svokölluðu Norðurlandameðaltali á hvern nemenda árið 2020. Stefnt var þó að því að ná OECD meðaltalinu í ár en það hefur ekki gengið eftir. Ef HÍ ætlar sér að halda áfram að vera á meðal bestu háskóla heims og klífa lista Times Higher Education enn frekar verður að gera átak í að betrumbæta þátt kennsluhátta í skólanum. Það skilar sér einna best til nemenda og til samfélagsins með betur menntaðra fólki. Það er lykilatriði að ríkisstjórnin leggi áherslu á að láta þessar áætlanir standast. Gæði náms er í hættu ef haldið verður áfram á sömu braut.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Hvað græðum við eiginlega á hugvísindum? 11. maí 2016 09:00 Hvernig væri skóli án kennara? 12. maí 2016 09:00 Fjármögnun kennslu heilbrigðisstétta þarf að bæta til muna 13. maí 2016 09:00 Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er í 222. sæti yfir bestu háskóla í heimi á nýuppfærðum lista Times Higher Education. Listinn tekur tillit til nokkurra þátta: Rannsóknarstarfs, áhrifa á alþjóðlegum vettvangi, kennsluhátta og námsumhverfis. Af þessum fjórum þáttum er HÍ með lægstu einkunn í kennsluþættinum sem er meðal annars metinn út frá hlutfalli nemenda á hvern kennara. Ef litið er til iðnaðarverkfræði- vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar eru þar um 800 nemendur og 22 fastráðnir kennarar. Virkir nemendur eru um 480 talsins. Því er hlutfall virkra nemenda á kennara 21:1. Í stefnu HÍ 2006-2011 var stefnt á að bæta þetta hlutfall úr 21:1 í 17:1. Staðan er sú að þetta hefur ekki enn tekist og má skýra það að hluta vegna takmarkaðs fjármagns frá ríkinu. Nú er búið að setja fram stefnu HÍ fyrir tímabilið 2016-2021. Í námi og kennsluháttum eru sett fram þau markmið að lækka hlutfall nemanda á hvern kennara til að auka gæði náms og kennslu, og draga þar með úr vinnuálagi kennara. Tvenns konar aðgerðir eru nefndar til að fylgja þessum áætlunum eftir. Annars vegar að fjölga kennurum og hins vegar að breyta fyrirkomulagi við inntöku nemenda. Á Times Higher Education listanum er HÍ í 13. sæti yfir háskóla á Norðurlöndunum. Ef fjármagn til HÍ er borið saman við fjármagn til háskóla á Norðurlöndunum er hann mjög undirfjármagnaður. Miðað við það er í raun ótrúlegt að við séum á listanum.Á myndinni hér fyrir ofan sést að HÍ er fyrir neðan meðaltal OECD ríkjanna og með 30-40% minna fjármagn en Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Þetta er alvarlegt mál og lýsir sér einna helst í því að kennarar eru með fleiri nemendur en æskilegt væri. Þetta fyrirkomulag kemur beint niður á gæðum kennslu. Nú þegar hefur verið sett í stefnu Vísinda- og tækniráðs að fjárframlög til HÍ muni ná svokölluðu Norðurlandameðaltali á hvern nemenda árið 2020. Stefnt var þó að því að ná OECD meðaltalinu í ár en það hefur ekki gengið eftir. Ef HÍ ætlar sér að halda áfram að vera á meðal bestu háskóla heims og klífa lista Times Higher Education enn frekar verður að gera átak í að betrumbæta þátt kennsluhátta í skólanum. Það skilar sér einna best til nemenda og til samfélagsins með betur menntaðra fólki. Það er lykilatriði að ríkisstjórnin leggi áherslu á að láta þessar áætlanir standast. Gæði náms er í hættu ef haldið verður áfram á sömu braut.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun