„Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum,“ sagði Ólafur Ragnar auk þess sem hann fór fögrum orðum um Davíð Oddson sem bauð sig fram til forseta fyrr í dag.
Á Twitter einkennast viðbrögðin við framboði Davíðs og tvístíganda Ólafs Ragnars af óvissu með framhaldið líkt og eftirfarandi tíst bera með sér.
Það ríkir svo mikil óvissa að það dugar ekkert nema að Alfreð Þorsteinsson bjóði sig fram #forseti
— Sölvi Snær Magnússon (@Solvi72) May 8, 2016
Frambjóðandi sem ekki getur svarað hvort nafn hans verði á kjörseðlinum er líklega ekki í framboði. #forseti
— Gunnar Smári (@mr_Gunnar_Smari) May 8, 2016
Já, nei, hægrivinstrisnú. Er ég ein um að vera orðin pínu sjóveik? #forseti
— Jóhanna Ýr (@johanna_yr) May 8, 2016
er ekki það erfiðasta sem getur gerst í fjölskylduboðum ef afarnir tveir fara að rífast og gæja sig í gang? #forseti
— Bergur Ebbi (@BergurEbbi) May 8, 2016
ÓRG fær margar beiðnir um að halda áfram, og verður við kallinu. Við höfum alveg séð þennan leik áður.
— Birkir Vilhjálmsson (@birkirhrafn) May 8, 2016
Eruði viss um að Davíð hafi ekki verið að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna? #feelinghopeful #forseti
— Oli Jones (@HerraJones) May 8, 2016
Það er einhver ekki sáttur með að Davíð Oddsson hafi boðið sig fram. Smá over reaction ef þú spyrð mig...#forseti pic.twitter.com/oUUoBoTuLm
— Haukur Homm (@haukurhomm) May 8, 2016