Fylgst með okkur víða Viktoría Hermannsdóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifa 6. maí 2016 07:00 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar Fólk veit oft ekki að það er verið að safna gríðarlegum upplýsingum um það og það sé notað í gróðaskyni,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Helga tók við starfi forstjóra í september síðastliðnum. Hún segir fjölda verkefna hafa þrefaldast frá stofnun Persónuverndar, árið 2000. Með aukinni tækni hefur hlutverk stofnunarinnar breyst mikið. Helga segir málin sem koma á borð stofnunarinnar fjölbreytt. Þau snúi að fyrirtækjum og stofnunum en málefni einstaklinga séu áberandi. Almenningur sé meðvitaðri um réttindi sín en áður. „Persónuvernd er heilmikil lögfræði og mér finnst frábært hvað allur almenningur er duglegur að spyrja: Er verið að brjóta á mér í hinum og þessum aðstæðum?“Veruleikinn var allt annar Með aukinni tækni er orðið auðveldara að komast yfir persónuupplýsingar um fólk. Nú er unnið að því að breyta persónuverndarlöggjöfinni í Evrópu, en sú löggjöf er frá árinu 1995 og úrelt að mörgu leyti, að sögn Helgu. Íslenska löggjöfin um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga byggir á Evrópulöggjöfinni. „Persónuverndarlöggjöfin var sett við allt aðrar aðstæður. Á þessum tíma voru varla til heimilistölvur og veruleikinn allt annar,“ segir hún. Helga segir nýju löggjöfina munu breyta miklu fyrir fólk. „Það er verið að auka réttindi einstaklinga. Eins og staðan er í dag erum við að missa stjórn á eigin persónuupplýsingum. Þetta er svar við því. Það verður að hlúa að þessum stjórnarskrárvarða rétti okkar, sem er friðhelgi einkalífsins. Það er meginútgangspunkturinn og lýsir sér í mjög mörgum tæknilegum breytingum.“ Hún segir nýju löggjöfina líka snúast um að auðvelda starfsemi alþjóðlegra fyrirtækja sem oft sé tyrfin. Eftir lagabreytingarnar munu fyrirtæki sem hafa starfsemi í mörgum löndum í Evrópu einungis þurfa að leita til einnar persónuverndarstofnunar með sín málefni í stað þess að leita til slíkrar stofnunar í hverju landi. Þetta mun leiða til mikils sparnaðar fyrir þau. „En, það er verið að vernda réttindi einstaklingsins á kostnað þessarar stöðugu upplýsingasöfnunar sem verið er að stunda og fólk veit kannski ekki um nema örlítið brot af.“Persónuupplýsingar söluvara Líklega eru margir sem átta sig ekki á að upplýsingar sem snúast að einstaklingum eru orðnar söluvara. Hvers virði eru persónuupplýsingar fyrir þessi fyrirtæki, eins og Facebook? „Það eru margir sem segja þetta ekki skipta öllu máli, fólk sé bara eins og það er og hafi ekkert að fela. En þegar farið er að rýna í einstaklinginn yfir langan tíma og átta sig á neyslumynstri viðkomandi, kauphegðun og hvernig manneskja maður er, er maður að vakna snemma, er maður að elta tilboð í búðum, er maður á barnum á kvöldin? Þetta eru mjög verðmætar upplýsingar. Alveg eins eru það verðmætar upplýsingar þegar farið er inn á síður á internetinu og það sem þú varst að skoða síðast er vistað.“ Vísar hún þar í dæmi um auglýsingar sem birtast á samskiptasíðum, eftir að tilteknar síður hafa verið skoðaðar, og tengjast leitarefninu. „Ef þú gúgglar ferð til Helsinki, sem dæmi, eru enn að birtast flugtilboð á auglýsingaborðum í netvafranum þínum kannski fjórum, fimm mánuðum seinna. Þetta er engin tilviljun.“ Helga segir þróunina í Evrópu vera þá að byrjað sé að selja upplýsingar sem til að mynda tengjast kauphegðun fólks. Í gegnum snjallsíma fólks sé hægt að staðsetja það og þannig komast að því á hvaða tíma viðkomandi fer til dæmis að kaupa í matinn. „Svo geymir t.d. Facebook allt sem þú deilir á síðunni, hvaða fólki þú tengist, upplýsingar um tölvuna og tækin sem þú notar og upplýsingar frá þriðja aðila, t.d. auglýsingar og kaupsöguna þína. Í Evrópu eru menn farnir að velta fyrir sér mynstrum. Eins og að þeir sem eru kannski efnaminni fara í búðir á ákveðnum tíma, þá kostar varan eitt, efnameira fólkið fer á öðrum tíma og þá kostar varan kannski bara annað. Þessar upplýsingar eru eitthvað sem fyrirtæki vita um, viðkomandi kannski veit ekki eða gerir sér ekki grein fyrir að fyrirtækið býr yfir þessum upplýsingum. En fyrirtækið veit það og er komið með gríðarlega söluvöru. Það selur upplýsingapakkann um þig til annarra, þar með er fólk orðið að skotmarki fyrir auglýsingar, sem höfða sérstaklega til þess. Sumir eru ánægðir með að fá persónustýrðar auglýsingar og að einhverju leyti getum við öll verið ánægð með þetta, en spurningin er þessi siðferðislega: Á mjólkin að kosta mismunandi eftir því hvort einhver hafi fengið sér 15 ára háskólanám eða ekki haft getu til þess? Er það siðferðislega rétt að við borgum ekki sömu upphæð fyrir sömu vöru? Síðan er það þessi leynd sem hvílir yfir þessari miðlun upplýsinga milli fyrirtækja. Fyrirtæki eru að selja upplýsingar um mig og þig og þriðja fyrirtækið er farið að vita meira en þú ert kannski tilbúinn að segja því frá. Segjum sem svo að þriðja fyrirtækið sé tryggingafélag sem vill að sjálfsögðu vita sem mest um þinn lífsstíl og þínar venjur. Þetta er að gerast,“ segir hún. Upplýsingar í gegnum snjalltæki Það er ekki bara í gegnum samskiptamiðla sem hægt er að fá upplýsingar um fólk. „Stóra málið eru þessi snjalltæki. Þau eru að gera miklu meira en við höfum hugmynd um. Þeim hefur af sumum verið skipt í þrennt: það er klæðanlegur tölvubúnaður, magngreinandi sjálftækni og svo heimilissjálfvirkni,“ útskýrir Helga. Klæðanlegur tölvubúnaður getur átt við um úr og gleraugu þar sem skynjurum er komið fyrir á þessum tækjum. „Hljóðnemum og myndavélum og þessir skynjarar geta flutt gögn til framleiðanda tækisins, t.d. ef þið notið snjallsímaforritið Uber, sem er leigubílaþjónusta, þá mælir fyrirtækið hraða bílsins út frá snjallsímanum sem pantar hann. Það er sent í gagnagrunn fyrirtækisins og þriðji aðili getur haft aðgang að þessum upplýsingum án vitneskju þess sem er bara að panta sér leigubíl.“ Magngreinandi sjálftækni á við um öpp sem eru hönnuð fyrir einstaklinga til að skrásetja eitthvað sem þeir eru að gera í lífinu, tengt venjum og lífsstíl. Hún nefnir skrefamæla sem dæmi. „Sum þessara tækja til að mæla heilsutengd viðmið hjá fólki eru að veita framleiðendum tækjanna mun meiri upplýsingar heldur en notandinn kannski veit. Sýnt hefur verið fram á að skrefamælirinn hjá sumum framleiðendum mæli meira en skrefin, en sá sem kaupir veit það ekki. Það eru líkur á því að verið sé að mæla frekari heilsutengdar upplýsingar sem geta verið rekjanlegar til fólks. Þessar upplýsingar eru orðnar dýrmæt söluvara, t.d. þegar tryggingafyrirtæki eða aðrir aðilar ásælast þær. Það er komin upp umræða um að tryggingafyrirtækin séu farin að óska eftir því að kúnnar þeirra gangi með slíka mæla og fái þ.a.l. ódýrari tryggingapakka. Þetta vita ekki allir.“Fylgst með á heimilinu Með heimilissjálfvirkni er átt við þá tækni sem einstaklingar nota til að fylgjast með eða stýra heimili sínu. „Það er áhugavert með heimilissjálfvirkni að þar eru nemar sem geta mælt hvort og hvenær notandinn er heima og hverjar venjur hans og hennar eru á heimilinu. Flest tæki sem eru fyrir heimilissjálfvirknina eru með stöðuga miðlun gagna í gangi, t.d. til framleiðanda.“ Hún nefnir þjófavarnarkerfi sem dæmi. „Nú er svo komið að það er hægt að stýra ýmsu á heimilinu þínu í gegnum símann eða annað snjalltæki, t.d. kveikja og slökkva á ljósunum og þjófavörn, setja uppþvottavélina í gang, o.s.frv. Þetta er til að auðvelda lífið. En við erum að tala um tækni. Það er bara eðli tækni að það er brotist inn í hana. Þeir, sem starfa hjá sumum verkfræðifyrirtækjum og öðrum, hafa bent á að það sé vissara að hafa varann á þegar maður ætlar að stýra heimilinu utan frá, því það auðveldar aðgengi tölvuþrjóta og þeir geta þá nálgast þessar upplýsingar sem þessi tæki eru að sanka að sér. Hér verður að hafa það hugfast að þetta eru upplýsingar sem koma frá heimilum fólks.“Fáir lesa skilmálana Hún segir þó margt gott við aukna tækni. „Ef þú týnir símanum úti á landi þá er hægt að finna hann í einhverjum sandhóli, og það er hægt að ná sambandi við 112 í óbyggðum. Vandamálið er að fyrirtækin eru að nema meira en þú veist að er verið að nema, og þau eru farin að selja upplýsingarnar til þriðja aðila, sem þú vilt ekki að fái þessar upplýsingar.“ Svo hefur maður séð núna að sumir eru farnir að setja plástra yfir myndavélar á tölvunum sínum og símunum? „Ég hef heyrt af þessu, en hef ekki fengið slíkt mál inn á mitt borð. En það er í gegnum þessi öpp.“ Þegar slíkum forritum er halað niður þarf að samþykkja skilmála. Fáir lesa hins vegar skilmálana yfir. „Þetta er líka alltof langt og illskiljanlegt. Fólk hakar bara í og þá ertu með samþykki samkvæmt persónuverndarlögum fyrir eftirlitinu, en það er salan sem verið er að taka á núna í nýju evrópsku persónuverndarlöggjöfinni sem snýr að því að fólk þarf að fá að vita ef persónuupplýsingar verða svo seldar til þriðja aðila.“Fólk krafið hugsunar Mál sem tengjast persónuvernd barna hafa ratað á borð stofnunarinnar. „Foreldrar hafa kannski ekki alveg áttað sig á því hvað þau eru að gera þegar þau birta myndir af börnunum sínum við hin ýmsu tækifæri. Það sem er að gerast í nýju löggjöfinni er að fólki er hjálpað að fara að góðum reglum. Fræðilegu heitin eru innbyggð og sjálfgefin friðhelgi. Það þýðir að tölvuforrit byrja lokuð, myndir eru ekki opnar fyrir allan heiminn þegar þú hleður þeim inn á síðuna þína. Þær byrja lokaðar og það er hægt að opna þær. Þannig að fólk er krafið hugsunar: Viltu deila þessu með öllum? Það var öfugt.“ Eru þetta ekkert of mikil afskipti af fólki? „Sumir segja: Þetta er bara stóri bróðir, fólk á að fá að gera það sem það vill. En þetta eru svo viðkvæmir hlutir sem verið er að deila á samfélagsmiðlum.“Kurteisi að biðja um leyfi „Ef fólk er að deila myndum og hefur þær opnar og á marga Facebook-vini þá eru myndir komnar „af stað“ og erfitt að snúa til baka. Þess vegna er nýja löggjöfin svo flott hvað varðar þessa „innbyggðu friðhelgi“, þ.e.a.s, efni er læst þar til annað er ákveðið af þeim sem birtir efnið. En að öðru leyti, ef fólk er að birta myndir af börnum á netinu og forráðamaður telur að sá sem það gerir hafi ekki heimild til þess þá þarf að biðja hann taka myndina niður, því sá sem birtir persónugreinanlegar upplýsingar ber ábyrgð á þeirri birtingu. Stundum er erfitt að finna þá, og við höfum séð á síðum sem birta myndir af börnum í annarlegum tilgangi að það getur verið mjög erfitt að finna ábyrgðaraðila. En það er hann sem ber ábyrgð og viðkomandi þarf í raun að geta sannað að hann hafi samþykki forráðamanna barna til þess að birta af því barni myndir á netinu. Svo er líka bara kurteist að biðja um leyfi.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Fleiri fréttir Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Sjá meira
Fólk veit oft ekki að það er verið að safna gríðarlegum upplýsingum um það og það sé notað í gróðaskyni,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Helga tók við starfi forstjóra í september síðastliðnum. Hún segir fjölda verkefna hafa þrefaldast frá stofnun Persónuverndar, árið 2000. Með aukinni tækni hefur hlutverk stofnunarinnar breyst mikið. Helga segir málin sem koma á borð stofnunarinnar fjölbreytt. Þau snúi að fyrirtækjum og stofnunum en málefni einstaklinga séu áberandi. Almenningur sé meðvitaðri um réttindi sín en áður. „Persónuvernd er heilmikil lögfræði og mér finnst frábært hvað allur almenningur er duglegur að spyrja: Er verið að brjóta á mér í hinum og þessum aðstæðum?“Veruleikinn var allt annar Með aukinni tækni er orðið auðveldara að komast yfir persónuupplýsingar um fólk. Nú er unnið að því að breyta persónuverndarlöggjöfinni í Evrópu, en sú löggjöf er frá árinu 1995 og úrelt að mörgu leyti, að sögn Helgu. Íslenska löggjöfin um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga byggir á Evrópulöggjöfinni. „Persónuverndarlöggjöfin var sett við allt aðrar aðstæður. Á þessum tíma voru varla til heimilistölvur og veruleikinn allt annar,“ segir hún. Helga segir nýju löggjöfina munu breyta miklu fyrir fólk. „Það er verið að auka réttindi einstaklinga. Eins og staðan er í dag erum við að missa stjórn á eigin persónuupplýsingum. Þetta er svar við því. Það verður að hlúa að þessum stjórnarskrárvarða rétti okkar, sem er friðhelgi einkalífsins. Það er meginútgangspunkturinn og lýsir sér í mjög mörgum tæknilegum breytingum.“ Hún segir nýju löggjöfina líka snúast um að auðvelda starfsemi alþjóðlegra fyrirtækja sem oft sé tyrfin. Eftir lagabreytingarnar munu fyrirtæki sem hafa starfsemi í mörgum löndum í Evrópu einungis þurfa að leita til einnar persónuverndarstofnunar með sín málefni í stað þess að leita til slíkrar stofnunar í hverju landi. Þetta mun leiða til mikils sparnaðar fyrir þau. „En, það er verið að vernda réttindi einstaklingsins á kostnað þessarar stöðugu upplýsingasöfnunar sem verið er að stunda og fólk veit kannski ekki um nema örlítið brot af.“Persónuupplýsingar söluvara Líklega eru margir sem átta sig ekki á að upplýsingar sem snúast að einstaklingum eru orðnar söluvara. Hvers virði eru persónuupplýsingar fyrir þessi fyrirtæki, eins og Facebook? „Það eru margir sem segja þetta ekki skipta öllu máli, fólk sé bara eins og það er og hafi ekkert að fela. En þegar farið er að rýna í einstaklinginn yfir langan tíma og átta sig á neyslumynstri viðkomandi, kauphegðun og hvernig manneskja maður er, er maður að vakna snemma, er maður að elta tilboð í búðum, er maður á barnum á kvöldin? Þetta eru mjög verðmætar upplýsingar. Alveg eins eru það verðmætar upplýsingar þegar farið er inn á síður á internetinu og það sem þú varst að skoða síðast er vistað.“ Vísar hún þar í dæmi um auglýsingar sem birtast á samskiptasíðum, eftir að tilteknar síður hafa verið skoðaðar, og tengjast leitarefninu. „Ef þú gúgglar ferð til Helsinki, sem dæmi, eru enn að birtast flugtilboð á auglýsingaborðum í netvafranum þínum kannski fjórum, fimm mánuðum seinna. Þetta er engin tilviljun.“ Helga segir þróunina í Evrópu vera þá að byrjað sé að selja upplýsingar sem til að mynda tengjast kauphegðun fólks. Í gegnum snjallsíma fólks sé hægt að staðsetja það og þannig komast að því á hvaða tíma viðkomandi fer til dæmis að kaupa í matinn. „Svo geymir t.d. Facebook allt sem þú deilir á síðunni, hvaða fólki þú tengist, upplýsingar um tölvuna og tækin sem þú notar og upplýsingar frá þriðja aðila, t.d. auglýsingar og kaupsöguna þína. Í Evrópu eru menn farnir að velta fyrir sér mynstrum. Eins og að þeir sem eru kannski efnaminni fara í búðir á ákveðnum tíma, þá kostar varan eitt, efnameira fólkið fer á öðrum tíma og þá kostar varan kannski bara annað. Þessar upplýsingar eru eitthvað sem fyrirtæki vita um, viðkomandi kannski veit ekki eða gerir sér ekki grein fyrir að fyrirtækið býr yfir þessum upplýsingum. En fyrirtækið veit það og er komið með gríðarlega söluvöru. Það selur upplýsingapakkann um þig til annarra, þar með er fólk orðið að skotmarki fyrir auglýsingar, sem höfða sérstaklega til þess. Sumir eru ánægðir með að fá persónustýrðar auglýsingar og að einhverju leyti getum við öll verið ánægð með þetta, en spurningin er þessi siðferðislega: Á mjólkin að kosta mismunandi eftir því hvort einhver hafi fengið sér 15 ára háskólanám eða ekki haft getu til þess? Er það siðferðislega rétt að við borgum ekki sömu upphæð fyrir sömu vöru? Síðan er það þessi leynd sem hvílir yfir þessari miðlun upplýsinga milli fyrirtækja. Fyrirtæki eru að selja upplýsingar um mig og þig og þriðja fyrirtækið er farið að vita meira en þú ert kannski tilbúinn að segja því frá. Segjum sem svo að þriðja fyrirtækið sé tryggingafélag sem vill að sjálfsögðu vita sem mest um þinn lífsstíl og þínar venjur. Þetta er að gerast,“ segir hún. Upplýsingar í gegnum snjalltæki Það er ekki bara í gegnum samskiptamiðla sem hægt er að fá upplýsingar um fólk. „Stóra málið eru þessi snjalltæki. Þau eru að gera miklu meira en við höfum hugmynd um. Þeim hefur af sumum verið skipt í þrennt: það er klæðanlegur tölvubúnaður, magngreinandi sjálftækni og svo heimilissjálfvirkni,“ útskýrir Helga. Klæðanlegur tölvubúnaður getur átt við um úr og gleraugu þar sem skynjurum er komið fyrir á þessum tækjum. „Hljóðnemum og myndavélum og þessir skynjarar geta flutt gögn til framleiðanda tækisins, t.d. ef þið notið snjallsímaforritið Uber, sem er leigubílaþjónusta, þá mælir fyrirtækið hraða bílsins út frá snjallsímanum sem pantar hann. Það er sent í gagnagrunn fyrirtækisins og þriðji aðili getur haft aðgang að þessum upplýsingum án vitneskju þess sem er bara að panta sér leigubíl.“ Magngreinandi sjálftækni á við um öpp sem eru hönnuð fyrir einstaklinga til að skrásetja eitthvað sem þeir eru að gera í lífinu, tengt venjum og lífsstíl. Hún nefnir skrefamæla sem dæmi. „Sum þessara tækja til að mæla heilsutengd viðmið hjá fólki eru að veita framleiðendum tækjanna mun meiri upplýsingar heldur en notandinn kannski veit. Sýnt hefur verið fram á að skrefamælirinn hjá sumum framleiðendum mæli meira en skrefin, en sá sem kaupir veit það ekki. Það eru líkur á því að verið sé að mæla frekari heilsutengdar upplýsingar sem geta verið rekjanlegar til fólks. Þessar upplýsingar eru orðnar dýrmæt söluvara, t.d. þegar tryggingafyrirtæki eða aðrir aðilar ásælast þær. Það er komin upp umræða um að tryggingafyrirtækin séu farin að óska eftir því að kúnnar þeirra gangi með slíka mæla og fái þ.a.l. ódýrari tryggingapakka. Þetta vita ekki allir.“Fylgst með á heimilinu Með heimilissjálfvirkni er átt við þá tækni sem einstaklingar nota til að fylgjast með eða stýra heimili sínu. „Það er áhugavert með heimilissjálfvirkni að þar eru nemar sem geta mælt hvort og hvenær notandinn er heima og hverjar venjur hans og hennar eru á heimilinu. Flest tæki sem eru fyrir heimilissjálfvirknina eru með stöðuga miðlun gagna í gangi, t.d. til framleiðanda.“ Hún nefnir þjófavarnarkerfi sem dæmi. „Nú er svo komið að það er hægt að stýra ýmsu á heimilinu þínu í gegnum símann eða annað snjalltæki, t.d. kveikja og slökkva á ljósunum og þjófavörn, setja uppþvottavélina í gang, o.s.frv. Þetta er til að auðvelda lífið. En við erum að tala um tækni. Það er bara eðli tækni að það er brotist inn í hana. Þeir, sem starfa hjá sumum verkfræðifyrirtækjum og öðrum, hafa bent á að það sé vissara að hafa varann á þegar maður ætlar að stýra heimilinu utan frá, því það auðveldar aðgengi tölvuþrjóta og þeir geta þá nálgast þessar upplýsingar sem þessi tæki eru að sanka að sér. Hér verður að hafa það hugfast að þetta eru upplýsingar sem koma frá heimilum fólks.“Fáir lesa skilmálana Hún segir þó margt gott við aukna tækni. „Ef þú týnir símanum úti á landi þá er hægt að finna hann í einhverjum sandhóli, og það er hægt að ná sambandi við 112 í óbyggðum. Vandamálið er að fyrirtækin eru að nema meira en þú veist að er verið að nema, og þau eru farin að selja upplýsingarnar til þriðja aðila, sem þú vilt ekki að fái þessar upplýsingar.“ Svo hefur maður séð núna að sumir eru farnir að setja plástra yfir myndavélar á tölvunum sínum og símunum? „Ég hef heyrt af þessu, en hef ekki fengið slíkt mál inn á mitt borð. En það er í gegnum þessi öpp.“ Þegar slíkum forritum er halað niður þarf að samþykkja skilmála. Fáir lesa hins vegar skilmálana yfir. „Þetta er líka alltof langt og illskiljanlegt. Fólk hakar bara í og þá ertu með samþykki samkvæmt persónuverndarlögum fyrir eftirlitinu, en það er salan sem verið er að taka á núna í nýju evrópsku persónuverndarlöggjöfinni sem snýr að því að fólk þarf að fá að vita ef persónuupplýsingar verða svo seldar til þriðja aðila.“Fólk krafið hugsunar Mál sem tengjast persónuvernd barna hafa ratað á borð stofnunarinnar. „Foreldrar hafa kannski ekki alveg áttað sig á því hvað þau eru að gera þegar þau birta myndir af börnunum sínum við hin ýmsu tækifæri. Það sem er að gerast í nýju löggjöfinni er að fólki er hjálpað að fara að góðum reglum. Fræðilegu heitin eru innbyggð og sjálfgefin friðhelgi. Það þýðir að tölvuforrit byrja lokuð, myndir eru ekki opnar fyrir allan heiminn þegar þú hleður þeim inn á síðuna þína. Þær byrja lokaðar og það er hægt að opna þær. Þannig að fólk er krafið hugsunar: Viltu deila þessu með öllum? Það var öfugt.“ Eru þetta ekkert of mikil afskipti af fólki? „Sumir segja: Þetta er bara stóri bróðir, fólk á að fá að gera það sem það vill. En þetta eru svo viðkvæmir hlutir sem verið er að deila á samfélagsmiðlum.“Kurteisi að biðja um leyfi „Ef fólk er að deila myndum og hefur þær opnar og á marga Facebook-vini þá eru myndir komnar „af stað“ og erfitt að snúa til baka. Þess vegna er nýja löggjöfin svo flott hvað varðar þessa „innbyggðu friðhelgi“, þ.e.a.s, efni er læst þar til annað er ákveðið af þeim sem birtir efnið. En að öðru leyti, ef fólk er að birta myndir af börnum á netinu og forráðamaður telur að sá sem það gerir hafi ekki heimild til þess þá þarf að biðja hann taka myndina niður, því sá sem birtir persónugreinanlegar upplýsingar ber ábyrgð á þeirri birtingu. Stundum er erfitt að finna þá, og við höfum séð á síðum sem birta myndir af börnum í annarlegum tilgangi að það getur verið mjög erfitt að finna ábyrgðaraðila. En það er hann sem ber ábyrgð og viðkomandi þarf í raun að geta sannað að hann hafi samþykki forráðamanna barna til þess að birta af því barni myndir á netinu. Svo er líka bara kurteist að biðja um leyfi.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí
Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Fleiri fréttir Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Sjá meira