Illa staðið að rétti barns til sameiginlegrar forsjár foreldra á Íslandi François Scheefer skrifar 28. maí 2016 12:15 Í velflestum þróuðum, vestrænum ríkjum er sameiginleg forsjá barna nánast heilög regla samkvæmt alþjóðlegum samþykktum er varða réttindi barna. Þessar samþykktir sjá til þess að grundvallarréttindi barns til þess að þekkja og umgangast báða foreldra og fjölskyldur þeirra séu virt þó svo að leiðir foreldra hafi skilið. Þannig hafa foreldrar jafnan rétt til þess að hlutast til um vöxt og viðgang barns síns til fullorðinsára þó svo að barnið hafi lögheimili hjá öðru hvoru foreldrinu.Sameiginlegur og jafn íhlutunarréttur foreldra Að sjálfsögðu er því foreldri sem barn býr hjá heimilt að taka ákvarðanir um daglegar nauðþurftir barnsins, til dæmis fatakaup, tannlæknisþjónustu o.s.frv.; en þegar að meiriháttar ákvörðunum kemur, þá þurfa báðir foreldrar að koma þar að, svo sem eins og þegar að vali á trúarbrögðum kemur, vali á skólum, tómstundaiðju og sumarfríum svo nokkuð sé nefnt; þá skulu foreldrar standa sameiginlega að ákvörðunum um meiriháttar læknisaðgerðir á barni, brottförum úr landi o.s.frv. Þannig þurfa foreldrar, þótt fráskildir séu, sífellt að standa sameiginlega vörð um rétt og velferð barns síns, án allrar íhlutunar um einkalíf hvor annars. Á Íslandi búa börn fráskilinna foreldra í meira en 90% tilfella hjá móður og þegar íslensk barnalög eru skoðuð kemur í ljós hve úrelt þau eru í allri framkvæmd, hvernig þau stuðla að mismunun varðandi jafnan íhlutunarrétt foreldra, stuðla beinlínis að því að skapa skilyrði fyrir „aðalforeldri“ og „aukaforeldri“, það er forsjár- og umgengnisforeldri. Á Íslandi viðgengst það sem sé að svokallað forsjárforeldri, það er það foreldri sem barn býr hjá, oftast móðirin, taki einhliða allar ákvarðanir um barnið eða börnin og útiloki þau jafnvel frá öllum samskiptum við föður og föðurfjölskyldu, allt í skjóli barnalaga. Það sem fylgir svo í kjölfar sífelldra hindrana og jafnvel algerrar útilokunar umgengnisforeldris, oftar en ekki fylgt eftir með illmælgi og tilhæfulausum rógi, er svokölluð foreldrafirring. Barn sem heyrir ekki annað en neikvæðar athugasemdir um umgengnisforeldri forðast smátt og smátt öll samskipti við það. Umgengnisforeldri, sem borgar fullt meðlag og er oftar en ekki fullfært til íhlutunar um uppeldi barns síns, án nokkurs saknæms í fari sínu né umhverfi, fær hvergi rönd við reist.Íslenskt samfélag þarf að athuga sinn gang Hér er nú komið að því að Íslendingar, sem vilja telja sig til siðaðra þjóða, taki á þessu ófremdarástandi og virði grundvallarréttindi barns til að þekkja og umgangast báða foreldra jafnt. Það að svipta barn þessum rétti telst nú orðið grafalvarlegt og saknæmt athæfi. Spurning er hve lengi duttlungum forsjárforeldra á að líðast að fótum troða grundvallarréttindi barna sinna viðurlagalaust. Athuga ber að nú munu vera vel á annað þúsund börn hér á landi er búa við sífelldar hindranir og eða algera höfnun á samskiptum við umgengnisforeldri og þar með allan þann frændgarð sinn. Við megum ekki gleyma bréfinu frá Félaginu um foreldrajafnrétti sem heitir „Óhreinu börnin hennar Evu“, sem sent var í maí 2013 til Sigmundar og Bjarna: „Á Íslandi eru um 33.000 börn og um 14.000 foreldrar sem kerfisbundið er horft framhjá.“ Er þetta framtíðin á Íslandi, án foreldrajafnréttis, án sameiginlegs og jafns íhlutunarréttar foreldra þúsunda föðurlausra barna eða stundum móðurlausra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Í velflestum þróuðum, vestrænum ríkjum er sameiginleg forsjá barna nánast heilög regla samkvæmt alþjóðlegum samþykktum er varða réttindi barna. Þessar samþykktir sjá til þess að grundvallarréttindi barns til þess að þekkja og umgangast báða foreldra og fjölskyldur þeirra séu virt þó svo að leiðir foreldra hafi skilið. Þannig hafa foreldrar jafnan rétt til þess að hlutast til um vöxt og viðgang barns síns til fullorðinsára þó svo að barnið hafi lögheimili hjá öðru hvoru foreldrinu.Sameiginlegur og jafn íhlutunarréttur foreldra Að sjálfsögðu er því foreldri sem barn býr hjá heimilt að taka ákvarðanir um daglegar nauðþurftir barnsins, til dæmis fatakaup, tannlæknisþjónustu o.s.frv.; en þegar að meiriháttar ákvörðunum kemur, þá þurfa báðir foreldrar að koma þar að, svo sem eins og þegar að vali á trúarbrögðum kemur, vali á skólum, tómstundaiðju og sumarfríum svo nokkuð sé nefnt; þá skulu foreldrar standa sameiginlega að ákvörðunum um meiriháttar læknisaðgerðir á barni, brottförum úr landi o.s.frv. Þannig þurfa foreldrar, þótt fráskildir séu, sífellt að standa sameiginlega vörð um rétt og velferð barns síns, án allrar íhlutunar um einkalíf hvor annars. Á Íslandi búa börn fráskilinna foreldra í meira en 90% tilfella hjá móður og þegar íslensk barnalög eru skoðuð kemur í ljós hve úrelt þau eru í allri framkvæmd, hvernig þau stuðla að mismunun varðandi jafnan íhlutunarrétt foreldra, stuðla beinlínis að því að skapa skilyrði fyrir „aðalforeldri“ og „aukaforeldri“, það er forsjár- og umgengnisforeldri. Á Íslandi viðgengst það sem sé að svokallað forsjárforeldri, það er það foreldri sem barn býr hjá, oftast móðirin, taki einhliða allar ákvarðanir um barnið eða börnin og útiloki þau jafnvel frá öllum samskiptum við föður og föðurfjölskyldu, allt í skjóli barnalaga. Það sem fylgir svo í kjölfar sífelldra hindrana og jafnvel algerrar útilokunar umgengnisforeldris, oftar en ekki fylgt eftir með illmælgi og tilhæfulausum rógi, er svokölluð foreldrafirring. Barn sem heyrir ekki annað en neikvæðar athugasemdir um umgengnisforeldri forðast smátt og smátt öll samskipti við það. Umgengnisforeldri, sem borgar fullt meðlag og er oftar en ekki fullfært til íhlutunar um uppeldi barns síns, án nokkurs saknæms í fari sínu né umhverfi, fær hvergi rönd við reist.Íslenskt samfélag þarf að athuga sinn gang Hér er nú komið að því að Íslendingar, sem vilja telja sig til siðaðra þjóða, taki á þessu ófremdarástandi og virði grundvallarréttindi barns til að þekkja og umgangast báða foreldra jafnt. Það að svipta barn þessum rétti telst nú orðið grafalvarlegt og saknæmt athæfi. Spurning er hve lengi duttlungum forsjárforeldra á að líðast að fótum troða grundvallarréttindi barna sinna viðurlagalaust. Athuga ber að nú munu vera vel á annað þúsund börn hér á landi er búa við sífelldar hindranir og eða algera höfnun á samskiptum við umgengnisforeldri og þar með allan þann frændgarð sinn. Við megum ekki gleyma bréfinu frá Félaginu um foreldrajafnrétti sem heitir „Óhreinu börnin hennar Evu“, sem sent var í maí 2013 til Sigmundar og Bjarna: „Á Íslandi eru um 33.000 börn og um 14.000 foreldrar sem kerfisbundið er horft framhjá.“ Er þetta framtíðin á Íslandi, án foreldrajafnréttis, án sameiginlegs og jafns íhlutunarréttar foreldra þúsunda föðurlausra barna eða stundum móðurlausra?
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar