Clarke fer með hlutverk Daenerys Targaryen í þáttunum og er hún ein af hetjum þáttanna. Atvikið átti sér stað þegar verið var að skjóta fjórða þáttinn í sjöttu seríunni sem er í sýningu núna.
Joseph Naufahu, sem leikur Khal Moro, sofnaði í sæti sínu og þá fékk Clarke tækifæri til að stríða honum.
„Ég hafði ekki borðað eftirréttinn minn og hann var bara á borðinu,“ segir Naufahu í samtali við Vulture.
„Hún smurði karamellubúðing yfir hendurnar á mér og útum allan búninginn minn. Þegar hún ætlaði síðan að mata mig, þá vaknaði ég með skeið í munninum.“
Hér að neðan má sjá þennan skemmtilega hrekk.