Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2016 14:37 Týndir sjóðir Ingvars Helgasonar verða til umfjöllunar í Kastljóssþætti kvöldsins. Vísir/Vilhelm Erfingjar hjónanna Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur ætla að fela erlendu rannsóknarfyrirtæki að leita að týndum sjóðum foreldra sinna sem þau telja að finna erlendis. Upp rann fyrir þeim ljós þegar þau áttuðu sig á því að borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson, bróðir þeirra sem um tíma gegndi framkvæmdastjórastöðu hjá Ingvari Helgasyni hf., hefði stofnað aflandsfélag í Panama árið 2014. Málið verður til umfjöllunar í Kastljósþætti kvöldsins. „Svo þegar þetta kemur í Kastljósinu með Júlíus Vífil að hann hefði átt peninga þarna úti þá vissi maður hvað þetta var. Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, dóttir Ingvars og Sigríðar og systir Júlíusar Vífils, í samtali við Kastljós. Ingvar Helgason byggði upp eitt stærsta fyrirtæki landsins á starfsævi sinni og hafði fjölmargar bílategundir til sölu í sínu umboði. Var hann talinn einn auðugasti maður landsins á sínum tíma. Fyrirtækinu fór hins vegar að ganga illa um aldamótin, sameinaðist svo B&L og var síðar selt árið 2011.Upphæðir upp á hundruð milljóna króna Lögmaður Ingvars Ingvarssonar, annars systkinis, segir erfingjana gera ráð fyrir því að upphæðirnar hafi á sínum tíma numið hundruð milljóna króna sem væru yfir milljarður króna í dag. Ingvar féll frá árið 1999 en Sigríður í fyrra. Þá hafði hún setið í óskiptu búi. Erfingjarnir deila og leita þeirra fjármuna sem Ingvar heitinn á að hafa safnað erlendis. Um sé að ræða umboðslaun sem hann fékk greidd erlendum framleiðendum sem hann átti í viðskiptum við. Reikninga sem Sigríður heitin reyndi að finna, án árangurs. Skömmu eftir að í ljós kom að Júlíus Vífill ætti lífeyrissjóð á Panama sagði hann af sér sem borgarfulltrúi á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hann sagði mikilvægt að farið væri yfir hagsmunaskráningu borgarstjórnar en að ekki hefði verið getið þess að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði. Því hefði hann ekki gert það. Fréttastofa náði ekki tali af Júlíusi Vífli vegna málsins. Panama-skjölin Tengdar fréttir Júlíus Vífill á eftirlaunasjóð sem skráður er í Panama Segir hann að fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar liggi fyrir hjá skattayfirvöldum og að allar greiðslur úr honum séu skattskyldar á Íslandi. 1. apríl 2016 15:12 Bein útsending úr Ráðhúsinu: Júlíus Vífill segir af sér Fundur borgarstjórnar hefst klukkan tvö. 5. apríl 2016 13:54 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Erfingjar hjónanna Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur ætla að fela erlendu rannsóknarfyrirtæki að leita að týndum sjóðum foreldra sinna sem þau telja að finna erlendis. Upp rann fyrir þeim ljós þegar þau áttuðu sig á því að borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson, bróðir þeirra sem um tíma gegndi framkvæmdastjórastöðu hjá Ingvari Helgasyni hf., hefði stofnað aflandsfélag í Panama árið 2014. Málið verður til umfjöllunar í Kastljósþætti kvöldsins. „Svo þegar þetta kemur í Kastljósinu með Júlíus Vífil að hann hefði átt peninga þarna úti þá vissi maður hvað þetta var. Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, dóttir Ingvars og Sigríðar og systir Júlíusar Vífils, í samtali við Kastljós. Ingvar Helgason byggði upp eitt stærsta fyrirtæki landsins á starfsævi sinni og hafði fjölmargar bílategundir til sölu í sínu umboði. Var hann talinn einn auðugasti maður landsins á sínum tíma. Fyrirtækinu fór hins vegar að ganga illa um aldamótin, sameinaðist svo B&L og var síðar selt árið 2011.Upphæðir upp á hundruð milljóna króna Lögmaður Ingvars Ingvarssonar, annars systkinis, segir erfingjana gera ráð fyrir því að upphæðirnar hafi á sínum tíma numið hundruð milljóna króna sem væru yfir milljarður króna í dag. Ingvar féll frá árið 1999 en Sigríður í fyrra. Þá hafði hún setið í óskiptu búi. Erfingjarnir deila og leita þeirra fjármuna sem Ingvar heitinn á að hafa safnað erlendis. Um sé að ræða umboðslaun sem hann fékk greidd erlendum framleiðendum sem hann átti í viðskiptum við. Reikninga sem Sigríður heitin reyndi að finna, án árangurs. Skömmu eftir að í ljós kom að Júlíus Vífill ætti lífeyrissjóð á Panama sagði hann af sér sem borgarfulltrúi á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hann sagði mikilvægt að farið væri yfir hagsmunaskráningu borgarstjórnar en að ekki hefði verið getið þess að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði. Því hefði hann ekki gert það. Fréttastofa náði ekki tali af Júlíusi Vífli vegna málsins.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Júlíus Vífill á eftirlaunasjóð sem skráður er í Panama Segir hann að fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar liggi fyrir hjá skattayfirvöldum og að allar greiðslur úr honum séu skattskyldar á Íslandi. 1. apríl 2016 15:12 Bein útsending úr Ráðhúsinu: Júlíus Vífill segir af sér Fundur borgarstjórnar hefst klukkan tvö. 5. apríl 2016 13:54 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Júlíus Vífill á eftirlaunasjóð sem skráður er í Panama Segir hann að fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar liggi fyrir hjá skattayfirvöldum og að allar greiðslur úr honum séu skattskyldar á Íslandi. 1. apríl 2016 15:12
Bein útsending úr Ráðhúsinu: Júlíus Vífill segir af sér Fundur borgarstjórnar hefst klukkan tvö. 5. apríl 2016 13:54