Raforkuöryggi versnar áfram á Suðurnesjum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2016 20:16 Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. Hann segir að öryggi raforkunotenda á Suðurnesjum haldi áfram að versna. Hæstiréttur ógilti eignarnám á landi fimm jarða sem Landsnet vildi fá undir loftlínu. Forstjóri Landsnets, Guðmundur Ingi Ásmundsson, segir að fyrstu viðbrögð fyrirtækisins verði þau að ræða við landeigendur og heyra þeirra sjónarmið og athuga hvort unnt sé að mæta þeim. Eftir dóminn mætti ætla að rafstrengurinn verði grafinn í jörð. Forstjóri Landsnets segir það koma til greina. Það sé þó ekki alveg það sem Hæstiréttur fjallaði um. Landsnet starfi eftir ákveðnum reglum, sem taka verði mið af. Þá liggi það fyrir að jarðstrengslausn sé mun dýrari framkvæmd. Í Helguvík er fyrirtækið United Silicon að reisa kísilver en Guðmundur Ingi segir dóminn ekki hafa áhrif á það verkefni. Annað gildir um kísilver Thorsil sem skrifaði undir orkusamninga í vikunni. Guðmundur Ingi segir að eftir helgi verði sest niður með ráðamönnum Thorsil til að átta sig á hvað dómurinn þýði. “Það liggur þó fyrir, hvað varðar orkuöryggið, að við getum ekki tryggt það eins og samningarnir gera ráð fyrir, til skamms tíma að minnsta kosti.” Frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/Anton En það eru fleiri raforkukaupendur á Suðurnesjum, eins og stærsti flugvöllur landsins. Guðmundur Ingi minnir á að ekki sé langt síðan truflun varð á Reykjanesi þegar þakplata fauk upp í þessa einu raflínu sem til staðar sé á svæðinu. Það hafi haft truflandi áhrif á Keflavíkurflugvöll. Þar hafi ennfremur verið mikil uppbygging og einhver mesta aukning raforkunotkunar á svæðinu og dómurinn muni hafa áhrif á það. Hann segir að áratugur sé liðinn frá því byrjað var að undirbúa nýja línu. Ástandið geti bara versnað. Uppfært: Landsnet hefur sent frá sér tilkynningu þar sem áréttað er að allar tímaáætlanir standist. Tilkynninguna má lesa hér: Landsnet vill árétta að það gerir ráð fyrir að afhenda umsamið magn raforku til Thorsil samkvæmt samningum fyrirtækjanna um raforkuflutninga og að tímaáætlanir samninga standi. Dómur Hæstaréttar hefur fyrst og fremst áhrif á afhendingaröryggi raforku til allra notenda á Reykjanessvæðinu þar til önnur lína er komin í gagnið. “Landsnet vill árétta að það gerir ráð fyrir að afhenda umsamið magn raforku til Thorsil samkvæmt samningum fyrirtækjanna um raforkuflutninga og að tímaáætlanir samninga standi. Dómur Hæstaréttar hefur fyrst og fremst áhrif á afhendingaröryggi raforku til allra notenda á Reykjanessvæðinu þar til önnur lína er komin í gagnið.” Suðurnesjalína 2 Orkumál Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 "Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Landeigendur fimm jarða á Suðurnesjum lögðu Landsnet í Hæstarétti í slagnum um háspennulínur. 12. maí 2016 19:00 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. Hann segir að öryggi raforkunotenda á Suðurnesjum haldi áfram að versna. Hæstiréttur ógilti eignarnám á landi fimm jarða sem Landsnet vildi fá undir loftlínu. Forstjóri Landsnets, Guðmundur Ingi Ásmundsson, segir að fyrstu viðbrögð fyrirtækisins verði þau að ræða við landeigendur og heyra þeirra sjónarmið og athuga hvort unnt sé að mæta þeim. Eftir dóminn mætti ætla að rafstrengurinn verði grafinn í jörð. Forstjóri Landsnets segir það koma til greina. Það sé þó ekki alveg það sem Hæstiréttur fjallaði um. Landsnet starfi eftir ákveðnum reglum, sem taka verði mið af. Þá liggi það fyrir að jarðstrengslausn sé mun dýrari framkvæmd. Í Helguvík er fyrirtækið United Silicon að reisa kísilver en Guðmundur Ingi segir dóminn ekki hafa áhrif á það verkefni. Annað gildir um kísilver Thorsil sem skrifaði undir orkusamninga í vikunni. Guðmundur Ingi segir að eftir helgi verði sest niður með ráðamönnum Thorsil til að átta sig á hvað dómurinn þýði. “Það liggur þó fyrir, hvað varðar orkuöryggið, að við getum ekki tryggt það eins og samningarnir gera ráð fyrir, til skamms tíma að minnsta kosti.” Frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/Anton En það eru fleiri raforkukaupendur á Suðurnesjum, eins og stærsti flugvöllur landsins. Guðmundur Ingi minnir á að ekki sé langt síðan truflun varð á Reykjanesi þegar þakplata fauk upp í þessa einu raflínu sem til staðar sé á svæðinu. Það hafi haft truflandi áhrif á Keflavíkurflugvöll. Þar hafi ennfremur verið mikil uppbygging og einhver mesta aukning raforkunotkunar á svæðinu og dómurinn muni hafa áhrif á það. Hann segir að áratugur sé liðinn frá því byrjað var að undirbúa nýja línu. Ástandið geti bara versnað. Uppfært: Landsnet hefur sent frá sér tilkynningu þar sem áréttað er að allar tímaáætlanir standist. Tilkynninguna má lesa hér: Landsnet vill árétta að það gerir ráð fyrir að afhenda umsamið magn raforku til Thorsil samkvæmt samningum fyrirtækjanna um raforkuflutninga og að tímaáætlanir samninga standi. Dómur Hæstaréttar hefur fyrst og fremst áhrif á afhendingaröryggi raforku til allra notenda á Reykjanessvæðinu þar til önnur lína er komin í gagnið. “Landsnet vill árétta að það gerir ráð fyrir að afhenda umsamið magn raforku til Thorsil samkvæmt samningum fyrirtækjanna um raforkuflutninga og að tímaáætlanir samninga standi. Dómur Hæstaréttar hefur fyrst og fremst áhrif á afhendingaröryggi raforku til allra notenda á Reykjanessvæðinu þar til önnur lína er komin í gagnið.”
Suðurnesjalína 2 Orkumál Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 "Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Landeigendur fimm jarða á Suðurnesjum lögðu Landsnet í Hæstarétti í slagnum um háspennulínur. 12. maí 2016 19:00 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00
"Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Landeigendur fimm jarða á Suðurnesjum lögðu Landsnet í Hæstarétti í slagnum um háspennulínur. 12. maí 2016 19:00
Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04