Banaslysið í Aðalvík: Þingmenn og stjórnvöld verða að bregðast við sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. maí 2016 11:44 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir kerfið of áhættusamt og leggur til breytingar. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir strandveiðikerfið of áhættusamt líkt og staðan sé nú. Hann leggur til aukinn sveigjanleika þannig að strandveiðisjómenn fái að velja sér fasta daga í mánuði. „Enginn vill tapa veiðidegi og allt er lagt undir til þess að sækja fast og brælan sé í kortunum á miðunum. Áhættan er að potturinn náist ekki á viðkomandi svæði og þá verður hans hlutur fluttur á önnur veiðisvæði og tekjutapið orðið tilfinnanlegt og þungt fyrir þann sem fyrir því verður,“ sagði Ásmundur í störfum þingsins á Alþingi í morgun. Strandveiðar hófust 2. maí síðastliðinn og eru veiðarnar leyfðar mánudaga til fimmtudaga. Ásmundur segir fyrirfram ákveðna daga kalla á aukna áhættu. Þá hafi veðurfar gert sjómönnum á Vestfjörðum erfitt fyrir. „Erfitt tíðarfar í upphafi strandveiða fyrir vestan hefur kallað á slíka áhættu að sótt sé í erfiðu sjólagi og brælum. Tapaður veiðidagur verður ekki bættur, kerfið er óvsveigjanlegt og stíft og skapar áhættu við slíkar aðstæður,“ sagði Ásmundur. Þá vísaði hann í banaslys sem varð úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. „Hugur okkar og samúð eru hjá fjölskyldu hins dugmikla sjómanns. Það hlýtur að kalla á viðbrögð okkar þingmanna og stjórnvalda þegar slíkir voðaatburðir gerast. Það hefur lengi verið bent á þá staðreynd að strandveiðikerfið verður að hafa sveigjanleika til að bregðast við ótíð og brælum sem eru tíðar við strendur landsins. Ég legg því til að strandveiðisjómenn fái að velja fasta daga í mánuði sem þeir telja þá bestu til róðra svo sóknin verði eðlileg. Gera kerfið sveigjanlegt og áhættuminna.“ Alþingi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17 Skipverjinn látinn Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. 11. maí 2016 12:30 Nafn skipverjans sem lést við Aðalvík Maðurinn var frá Súðavík. 11. maí 2016 20:13 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir strandveiðikerfið of áhættusamt líkt og staðan sé nú. Hann leggur til aukinn sveigjanleika þannig að strandveiðisjómenn fái að velja sér fasta daga í mánuði. „Enginn vill tapa veiðidegi og allt er lagt undir til þess að sækja fast og brælan sé í kortunum á miðunum. Áhættan er að potturinn náist ekki á viðkomandi svæði og þá verður hans hlutur fluttur á önnur veiðisvæði og tekjutapið orðið tilfinnanlegt og þungt fyrir þann sem fyrir því verður,“ sagði Ásmundur í störfum þingsins á Alþingi í morgun. Strandveiðar hófust 2. maí síðastliðinn og eru veiðarnar leyfðar mánudaga til fimmtudaga. Ásmundur segir fyrirfram ákveðna daga kalla á aukna áhættu. Þá hafi veðurfar gert sjómönnum á Vestfjörðum erfitt fyrir. „Erfitt tíðarfar í upphafi strandveiða fyrir vestan hefur kallað á slíka áhættu að sótt sé í erfiðu sjólagi og brælum. Tapaður veiðidagur verður ekki bættur, kerfið er óvsveigjanlegt og stíft og skapar áhættu við slíkar aðstæður,“ sagði Ásmundur. Þá vísaði hann í banaslys sem varð úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. „Hugur okkar og samúð eru hjá fjölskyldu hins dugmikla sjómanns. Það hlýtur að kalla á viðbrögð okkar þingmanna og stjórnvalda þegar slíkir voðaatburðir gerast. Það hefur lengi verið bent á þá staðreynd að strandveiðikerfið verður að hafa sveigjanleika til að bregðast við ótíð og brælum sem eru tíðar við strendur landsins. Ég legg því til að strandveiðisjómenn fái að velja fasta daga í mánuði sem þeir telja þá bestu til róðra svo sóknin verði eðlileg. Gera kerfið sveigjanlegt og áhættuminna.“
Alþingi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17 Skipverjinn látinn Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. 11. maí 2016 12:30 Nafn skipverjans sem lést við Aðalvík Maðurinn var frá Súðavík. 11. maí 2016 20:13 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Sjá meira
Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17
Skipverjinn látinn Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. 11. maí 2016 12:30
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent