Eignarhald í skattaskjóli en skulda þrotabúi 350 milljónir ingvar haraldsson skrifar 11. maí 2016 09:45 Páll Þór Magnússon og Gunnþórunn Jónsdóttir, tengdamóðir hans eru hluthafar í félaginu Orangel S.A. á Seychelles-eyjum sem á félagið Olinto ehf. Olinto var stofnað árið 2014 og samkvæmt ársreikningi þess árs nema eignir þess 63,1 milljón króna en á móti nema viðskiptaskuldir þess 63,6 milljónum króna. Eignastýringarfyrirtækið Arena Wealth Management í Lúxemborg er skráður milliliður fyrir öll félögin sem áður voru í beinni eigu fyrrum stjórnenda og eigenda Icecapital. Þrjú félög hér á landi sem áður voru í eigu fjölskyldunnar sem átti Icecapital eru skráð í eigu félaga sem finna má í gagnagrunni unnum úr Panama-skjölunum og birtur var á mánudaginn. Félögin Orangel S.A., Xperia Trading S.A. og Tangon Consulting S.A. eru samkvæmt gagnagrunninum öll stofnuð 3. febrúar árið 2011, og skráð á Seychelles-eyjum. Eignastýringarfyrirtækið Arena Wealth Management í Lúxemborg, sem stofnað var árið 2008 af fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings í Lúxemborg er skráður milliliður fyrir öll félögin.Skuld við þrotabú ekki fengist innheimt Páll Þór Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Icecapital, og mágur hans, Jón Kristjánsson, sem var hlutahafi í Icecapital, skulda þrotabúi Icecapital tæplega 350 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna dóma sem féllu í október 2014. Ódæmt er í Hæstrétti í hluta málsins er snýr að Jóni.Sjá einnig: Þrotabúi Icecapital dæmdar yfir 500 milljónirÞar var gerningum sem áttu sér stað í kjölfar bankahrunsins rift. Ekki hefur tekist að innheimta skuldina. Icecapital var lýst gjaldþrota árið 2012 og nema lýstar kröfur 51 milljarði króna. Ómar Örn Bjarnþórsson, skiptastjóri Icecapital, sagði við Fréttablaðið í apríl að Jón og Páll teldust eignalausir hér á landi og því þyrfti að sækja fjármuni út fyrir landsteinana væru þeir einhverjir. Páll flutti lögheimili sitt til Bandaríkjanna og Jón til Möltu eftir hrunið.Páll seldi eiginkonu sinni sinn hlut í 370 fermetra einbýlishúsi í þeirra eigu fimm dögum eftir að hann var dæmdur til að endurgreiða þrotabúi Icecapital 120 milljónir króna í október 2014.Eignarhald íslenskra félaga á Seychelles-eyjum Xperia Trading S.A. á félagið Bloom ehf. Þá á félagið Tangon Consulting S.A., eiganda félaganna Pluma ehf. og Fjárfestingafélagsins Pluma. Ekki kemur fram um eigendur Xperia og Tangon Consulting umfram það að Arena Wealth Management og handhafi hlutabréfa félaganna séu eigendur þess. Kristín B. Björgvinsdóttir, eiginkona Jóns, er stjórnarformaður Bloom og framkvæmdastjóri þess. Jón sat með henni í stjórninni og var framkvæmdastjóri fram í nóvember á síðasta ári. Xperia var fyrst skráður hluthafi í Bloom árið 2013 þegar það var skráð fyrir 5 prósenta hlut á móti 95 prósenta hlut Kristínar. Í ársreikningi ársins 2014 er félagið hins vegar að fullu í eigu Xperia. Eignir Bloom námu 141 milljón króna samkvæmt ársreikningi ársins 2014. Þar af nam eignarhlutur í öðrum félögum 45,6 milljónum króna, birgðir 40 milljónum og krafa á tengd félög 55,7 milljónum króna. Þá skuldaði félagið eiganda sínum 131 milljón króna í árslok 2014 en eigið fé nam 10 milljónum króna.Sjá einnig: Seldi eiginkonunni hús fimm dögum eftir dómPáll Þór Magnússon var stjórnarformaður og framkvæmdastjóri félaganna Pluma ehf. og fjárfestingafélagsins Pluma, sem eru í eigu Tangon Consulting þar til í september á síðasta ári þegar Gabríela, eiginkona hans, tók við stjórnarformennsku og framkvæmdastjórn í félögunum.Ekki greitt fyrir þyrlufyrirtæki Pluma var í eigu Páls sjálfs fram til ársins 2013, þegar Tangon Consulting varð eigandi félagsins. Á árinu 2014 seldi félagið 20 prósenta hlut í þyrlufyrirtækinu Norðurflugi og 7,14 prósenta hlut í ORF líftækni á 150 milljónir króna, samkvæmt ársreikningi félagsins. Stundin greindi frá því í desember að eitt riftunarmálanna gegn Icecapital hafi verið vegna sölunnar á Norðurflugi til félagsins NF Holding. Ekki var greitt fyrir félagið heldur kaupin fjármögnuð með láni frá Icecapital sem ekki var endurgreitt. NF Holding seldi Norðurflug áfram til Pluma en Norðurflug er í dag að mestu í eigu erlendra félaga sem tengd eru fyrrverandi eigendum Icecapital. Í árslok 2014 námu eignir Pluma ehf. 68,7 milljónum króna samkvæmt ársreikningi, sem var nær alfarið handbært fé. Þá námu viðskiptaskuldir 98 milljónum, en ekki kemur fram hverjum félagið skuldar fé. Fjárfestingafélagið Pluma komst í eigu Tangon Consulting, á árinu 2013, en Gabríela Kristjánsdóttir átti 95 prósent í félaginu á árunum 2011 til 2013. Fyrir þann tíma var félagið í eigu Páls, eiginmanns Gabríelu. Fjárfestingafélagið Pluma hagnaðist um 40 milljónir króna árið 2014 og greiddi upp 140 milljóna króna skuld við tengda aðila samkvæmt ársreikningi ársins 2014. Þá eru Páll og Gunnþórunn Jónsdóttir, tengdamóðir hans, hluthafar í félaginu Orangel S.A. á Seychelles-eyjum sem á félagið Olinto ehf. Olinto var stofnað árið 2014 og samkvæmt ársreikningi þess árs nema eignir þess 63,1 milljón króna en á móti nema viðskiptaskuldir þess 63,6 milljónum króna. Tap varð af rekstri félagsins upp á 1,1 milljón króna.Þá greindi Fréttablaðið frá því í apríl að Páll hafi selt Gabríelu, eiginkonu sinni, helmingshlut í 370 fermetra einbýlishúsi í þeirra eigu fimm dögum eftir að riftunardómarnir féllu árið 2014 þar sem Páli var gert að greiða þrotabúi Icecapital 120 milljónir. Panama-skjölin Seychelleseyjar Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Þrjú félög hér á landi sem áður voru í eigu fjölskyldunnar sem átti Icecapital eru skráð í eigu félaga sem finna má í gagnagrunni unnum úr Panama-skjölunum og birtur var á mánudaginn. Félögin Orangel S.A., Xperia Trading S.A. og Tangon Consulting S.A. eru samkvæmt gagnagrunninum öll stofnuð 3. febrúar árið 2011, og skráð á Seychelles-eyjum. Eignastýringarfyrirtækið Arena Wealth Management í Lúxemborg, sem stofnað var árið 2008 af fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings í Lúxemborg er skráður milliliður fyrir öll félögin.Skuld við þrotabú ekki fengist innheimt Páll Þór Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Icecapital, og mágur hans, Jón Kristjánsson, sem var hlutahafi í Icecapital, skulda þrotabúi Icecapital tæplega 350 milljónir króna með dráttarvöxtum vegna dóma sem féllu í október 2014. Ódæmt er í Hæstrétti í hluta málsins er snýr að Jóni.Sjá einnig: Þrotabúi Icecapital dæmdar yfir 500 milljónirÞar var gerningum sem áttu sér stað í kjölfar bankahrunsins rift. Ekki hefur tekist að innheimta skuldina. Icecapital var lýst gjaldþrota árið 2012 og nema lýstar kröfur 51 milljarði króna. Ómar Örn Bjarnþórsson, skiptastjóri Icecapital, sagði við Fréttablaðið í apríl að Jón og Páll teldust eignalausir hér á landi og því þyrfti að sækja fjármuni út fyrir landsteinana væru þeir einhverjir. Páll flutti lögheimili sitt til Bandaríkjanna og Jón til Möltu eftir hrunið.Páll seldi eiginkonu sinni sinn hlut í 370 fermetra einbýlishúsi í þeirra eigu fimm dögum eftir að hann var dæmdur til að endurgreiða þrotabúi Icecapital 120 milljónir króna í október 2014.Eignarhald íslenskra félaga á Seychelles-eyjum Xperia Trading S.A. á félagið Bloom ehf. Þá á félagið Tangon Consulting S.A., eiganda félaganna Pluma ehf. og Fjárfestingafélagsins Pluma. Ekki kemur fram um eigendur Xperia og Tangon Consulting umfram það að Arena Wealth Management og handhafi hlutabréfa félaganna séu eigendur þess. Kristín B. Björgvinsdóttir, eiginkona Jóns, er stjórnarformaður Bloom og framkvæmdastjóri þess. Jón sat með henni í stjórninni og var framkvæmdastjóri fram í nóvember á síðasta ári. Xperia var fyrst skráður hluthafi í Bloom árið 2013 þegar það var skráð fyrir 5 prósenta hlut á móti 95 prósenta hlut Kristínar. Í ársreikningi ársins 2014 er félagið hins vegar að fullu í eigu Xperia. Eignir Bloom námu 141 milljón króna samkvæmt ársreikningi ársins 2014. Þar af nam eignarhlutur í öðrum félögum 45,6 milljónum króna, birgðir 40 milljónum og krafa á tengd félög 55,7 milljónum króna. Þá skuldaði félagið eiganda sínum 131 milljón króna í árslok 2014 en eigið fé nam 10 milljónum króna.Sjá einnig: Seldi eiginkonunni hús fimm dögum eftir dómPáll Þór Magnússon var stjórnarformaður og framkvæmdastjóri félaganna Pluma ehf. og fjárfestingafélagsins Pluma, sem eru í eigu Tangon Consulting þar til í september á síðasta ári þegar Gabríela, eiginkona hans, tók við stjórnarformennsku og framkvæmdastjórn í félögunum.Ekki greitt fyrir þyrlufyrirtæki Pluma var í eigu Páls sjálfs fram til ársins 2013, þegar Tangon Consulting varð eigandi félagsins. Á árinu 2014 seldi félagið 20 prósenta hlut í þyrlufyrirtækinu Norðurflugi og 7,14 prósenta hlut í ORF líftækni á 150 milljónir króna, samkvæmt ársreikningi félagsins. Stundin greindi frá því í desember að eitt riftunarmálanna gegn Icecapital hafi verið vegna sölunnar á Norðurflugi til félagsins NF Holding. Ekki var greitt fyrir félagið heldur kaupin fjármögnuð með láni frá Icecapital sem ekki var endurgreitt. NF Holding seldi Norðurflug áfram til Pluma en Norðurflug er í dag að mestu í eigu erlendra félaga sem tengd eru fyrrverandi eigendum Icecapital. Í árslok 2014 námu eignir Pluma ehf. 68,7 milljónum króna samkvæmt ársreikningi, sem var nær alfarið handbært fé. Þá námu viðskiptaskuldir 98 milljónum, en ekki kemur fram hverjum félagið skuldar fé. Fjárfestingafélagið Pluma komst í eigu Tangon Consulting, á árinu 2013, en Gabríela Kristjánsdóttir átti 95 prósent í félaginu á árunum 2011 til 2013. Fyrir þann tíma var félagið í eigu Páls, eiginmanns Gabríelu. Fjárfestingafélagið Pluma hagnaðist um 40 milljónir króna árið 2014 og greiddi upp 140 milljóna króna skuld við tengda aðila samkvæmt ársreikningi ársins 2014. Þá eru Páll og Gunnþórunn Jónsdóttir, tengdamóðir hans, hluthafar í félaginu Orangel S.A. á Seychelles-eyjum sem á félagið Olinto ehf. Olinto var stofnað árið 2014 og samkvæmt ársreikningi þess árs nema eignir þess 63,1 milljón króna en á móti nema viðskiptaskuldir þess 63,6 milljónum króna. Tap varð af rekstri félagsins upp á 1,1 milljón króna.Þá greindi Fréttablaðið frá því í apríl að Páll hafi selt Gabríelu, eiginkonu sinni, helmingshlut í 370 fermetra einbýlishúsi í þeirra eigu fimm dögum eftir að riftunardómarnir féllu árið 2014 þar sem Páli var gert að greiða þrotabúi Icecapital 120 milljónir.
Panama-skjölin Seychelleseyjar Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira