Ráðherra telur rétt að Alþingi skoði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um barkaígræðslumál Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. maí 2016 15:22 Tómas Guðbjartsson læknir ásamt Erítreumanninum Andemariam Beyene. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, telur að tilefni sé til þess að Alþingi skoði hvort skipa skuli rannsóknarnefnd til þess að skoða aðkomu íslenskra stofnana að máli Erítreumannsins Andemariam Beyene sem gekkst undir barkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann lést í kjölfarið en milliganga íslenskra lækna varð til þess að Beyene gekkst undir aðgerðina. Elín Hirst þingmaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Kristjáns Þórs heilbrigðisráðherra í dag um hvort hann teldi æskilegt að gerð yrði óháð rannsókn á þætti Landspítalans í meðferð sjúklingsins sem undirgekkst hina umdeildu barkaígræðsluaðgerð 2011. Kristján Þór Júlíusson svaraði fyrirspurn um barkaígræðslu og aðkomu Landspítalans á Alþingi í dag.„Ef svo er, telur ráðherra að hér á landi séu starfandi læknar sem engra hagsmuna hafa að gæta og eru færir um að rannsaka málið?“ spurði Elín jafnframt. Um er að ræða plastbarkaígræðslu læknisins Paolo Macchiarini á Karólínska háskólanum í Svíþjóð. Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson höfðu aðkomu að skurðaðgerðinni. Kristján Þór svaraði fyrirspurn Elínar og sagði frá því að þrjár rannsóknir séu í gangi hjá yfirvöldum í Svíþjóð á málinu. Þær rannsóknir tengjast beint lækninum Macchiarini. Þá eru níu aðrar rannsóknir í gangi á lækninum annars staðar í heiminum. Siðfræðistofnun fundaði ásamt heilbrigðisráðherra og sendi honum bréf í kjölfarið. Þar kom fram að málið hefði vakið upp faglegar og siðferðilegar spurningar og jafnframt að engin fyrrnefndra rannsókna tæki sérstaklega að aðkomu íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Elín Hirst alþingismaður segir mikilvægt að gerð verði grein fyrir aðkomu íslenskra heilbrigðisyfirvalda að plastbarkaígræðslunni.Kristján Þór vinnur nú að minnisblaði til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um afstöðu nefndarinnar til skipunar rannsóknarnefndar um málið. Hann gat ekki svarað því hvort óháðir læknar væru hér á landi til þess að rannsaka málið að svo stöddu, fyrst yrði að líta til þess hvaða hæfni væri nauðsynleg til að mynda. „Þetta er sjúklingur á vegum Íslands, sjúklingur Landspítala háskólasjúkrahúss sem treysti íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Það er afar mikilvægt að það fari fram opin og gegnsæ rannsókn um hvað var þarna á ferðinni,“ sagði Elín um leið og hún þakkaði Kristjáni Þór fyrir greinagóð svör. „Ég tel það rétt að Alþingi taki ákvörðun um næstu skref í þessu máli í samræmi við lög um rannsóknarnefndir,“ sagði Kristján Þór. Alþingi Plastbarkamálið Tengdar fréttir Ár síðan barkaígræðsla læknaði krabbamein Í dag er eitt ár frá því að nemandi við Háskóla Íslands gekkst undir tímamótaaðgerð þegar plastbarki baðaður stoðfrumum var græddur í hann. Erítreubúinn Andemariam T. Beyene greindist með illvígt krabbamein í hálsi en fyrir nákvæmlega ári tókst að bjarga lífi hans með aðgerð á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð. 9. júní 2012 15:28 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, telur að tilefni sé til þess að Alþingi skoði hvort skipa skuli rannsóknarnefnd til þess að skoða aðkomu íslenskra stofnana að máli Erítreumannsins Andemariam Beyene sem gekkst undir barkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann lést í kjölfarið en milliganga íslenskra lækna varð til þess að Beyene gekkst undir aðgerðina. Elín Hirst þingmaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Kristjáns Þórs heilbrigðisráðherra í dag um hvort hann teldi æskilegt að gerð yrði óháð rannsókn á þætti Landspítalans í meðferð sjúklingsins sem undirgekkst hina umdeildu barkaígræðsluaðgerð 2011. Kristján Þór Júlíusson svaraði fyrirspurn um barkaígræðslu og aðkomu Landspítalans á Alþingi í dag.„Ef svo er, telur ráðherra að hér á landi séu starfandi læknar sem engra hagsmuna hafa að gæta og eru færir um að rannsaka málið?“ spurði Elín jafnframt. Um er að ræða plastbarkaígræðslu læknisins Paolo Macchiarini á Karólínska háskólanum í Svíþjóð. Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson höfðu aðkomu að skurðaðgerðinni. Kristján Þór svaraði fyrirspurn Elínar og sagði frá því að þrjár rannsóknir séu í gangi hjá yfirvöldum í Svíþjóð á málinu. Þær rannsóknir tengjast beint lækninum Macchiarini. Þá eru níu aðrar rannsóknir í gangi á lækninum annars staðar í heiminum. Siðfræðistofnun fundaði ásamt heilbrigðisráðherra og sendi honum bréf í kjölfarið. Þar kom fram að málið hefði vakið upp faglegar og siðferðilegar spurningar og jafnframt að engin fyrrnefndra rannsókna tæki sérstaklega að aðkomu íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Elín Hirst alþingismaður segir mikilvægt að gerð verði grein fyrir aðkomu íslenskra heilbrigðisyfirvalda að plastbarkaígræðslunni.Kristján Þór vinnur nú að minnisblaði til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um afstöðu nefndarinnar til skipunar rannsóknarnefndar um málið. Hann gat ekki svarað því hvort óháðir læknar væru hér á landi til þess að rannsaka málið að svo stöddu, fyrst yrði að líta til þess hvaða hæfni væri nauðsynleg til að mynda. „Þetta er sjúklingur á vegum Íslands, sjúklingur Landspítala háskólasjúkrahúss sem treysti íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Það er afar mikilvægt að það fari fram opin og gegnsæ rannsókn um hvað var þarna á ferðinni,“ sagði Elín um leið og hún þakkaði Kristjáni Þór fyrir greinagóð svör. „Ég tel það rétt að Alþingi taki ákvörðun um næstu skref í þessu máli í samræmi við lög um rannsóknarnefndir,“ sagði Kristján Þór.
Alþingi Plastbarkamálið Tengdar fréttir Ár síðan barkaígræðsla læknaði krabbamein Í dag er eitt ár frá því að nemandi við Háskóla Íslands gekkst undir tímamótaaðgerð þegar plastbarki baðaður stoðfrumum var græddur í hann. Erítreubúinn Andemariam T. Beyene greindist með illvígt krabbamein í hálsi en fyrir nákvæmlega ári tókst að bjarga lífi hans með aðgerð á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð. 9. júní 2012 15:28 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ár síðan barkaígræðsla læknaði krabbamein Í dag er eitt ár frá því að nemandi við Háskóla Íslands gekkst undir tímamótaaðgerð þegar plastbarki baðaður stoðfrumum var græddur í hann. Erítreubúinn Andemariam T. Beyene greindist með illvígt krabbamein í hálsi en fyrir nákvæmlega ári tókst að bjarga lífi hans með aðgerð á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð. 9. júní 2012 15:28
Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30