Athyglisverð þinglok! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 9. júní 2016 07:00 Þinglokin, eða öllu heldur síðustu sólarhringar þinghaldsins nú í júníbyrjun áður en sumarhlé var gert, voru áhugaverð. Þingið afgreiddi mörg viðamikil mál og í yfirgnæfandi meirihluta voru þau afgreidd í breiðri þverpólitískri sátt. Ég hygg að á enga þingnefnd sé hallað þó hlutur velferðarnefndar sé þar nefndur sérstaklega. Þaðan voru afgreidd að lokinni gríðarmikilli vinnu ein fjögur stórmál á síðustu dögum þingsins og öll í þverpólitískri sátt. Hér á ég við lög um almennar íbúðir, þ.e. löggjöf um nýtt félagslegt leiguíbúðakerfi, sem velferðarnefnd nánast endursmíðaði frá grunni með viðamiklum breytingatillögum bæði við aðra og þriðju umræðu. Þá koma lög um húsnæðisbætur, húsaleigulög og lög um sjúkratryggingar. Þar eru tekin skref til að beina fólki að hinni almennu heilsugæslu sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu og sett þök á kostnað vegna heilbrigðisþjónustu. Afgreiðsla málsins af hálfu stjórnarandstöðunnar var bundin því skilyrði að nægjanlegir viðbótarfjármunir yrðu tryggðir til að innleiða breytingarnar og það náðist fram. Áður hafði velferðarnefnd afgreitt nýja löggjöf um húsnæðissamvinnufélög og reyndar mörg fleiri mál svo þar var svo sannarlega ekki setið auðum höndum í vetur. Undir styrkri stjórn formanns nefndarinnar, Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, vann nefndin sig fram til sameiginlegarar niðurstöðu í öllum þessum stórmálum. Flest frumvarpanna tóku gagngerum breytingum og eiga líf sitt því að þakka að nefndin gerði þær breytingar sem til þurfti að hvorutveggja markmiðunum yrði náð; málin yrðu vönduð og næðu tilgangi sínum og þverpólitísk samstaða myndaðist um afgreiðslu þeirra. það er athyglisvert að þetta er önnur tveggja þingnefnda sem er undir forustu þingmanns úr stjórnarandstöðunni, minnihlutanum á þingi. Ekki bendir þessi niðurstaða til þess að það sé slæmur kostur fyrir meirihlutann hverju sinni að hefja sig upp yfir meirihlutaræðishugsunina, eins og reyndar þingsköp gera ráð fyrir, og virkja krafta minnihlutans a.m.k. í samræmi við hlutfallslegan þingstyrk til forustustarfa.Alþingi virkar Margir telja það sjálfsagt mál að tala niður til Alþingis og hossa sér á litlu trausti sem til þess er borið um þessar mundir. Þeir hinir sömu mættu skoða það mikla starf sem velferðarnefnd hefur unnið þennan þingvetur, svo ég segi nú ekki unnið þrekvirki, því til þess er mér málið fullskylt sem einum nefndarmanna. Að lokum segja þessir síðustu dagar þingstarfanna fyrir sumar okkur mikla sögu um að veldur hver á heldur. Forseti þingsins hefur staðið sig með ágætum og sett ágengd framkvæmdavaldsins gagnvart þinginu skorður, meðal annars með því að setja með endurskoðaðri starfsáætlun skýran ramma um þann tíma sem til ráðstöfunar væri. Þá mega bæði meirihlutar og minnihlutar innan viðkomandi þingnefnda eiga það sem þeim ber. Staðreyndin er sú að landamærin leystust upp þegar til stykkisins kom og meira og minna skapaðist yfir línuna sú afstaða til starfsins að það væru málefnin sem ættu að ráða ferð. Hvernig gat þetta gerst, geta menn þá spurt? Er ekki alltaf allt upp í loft á þinginu? Svarið er nei og hefur reyndar lengi verið. Miklu stærri hluti þingstarfanna en ytri umfjöllun gjarnan gefur til kynna fer fram með vönduðum hætti og leiðir til niðurstöðu sem er farsæl fyrir viðkomandi málaflokk, land og þjóð. En þetta fær jafnan litla athygli af því að enginn er í handritinu bardaginn.Stjórnarandstaðan nú og þá Að lokum er ekki hægt að sleppa því að fara í lítilsháttar sögulegan samanburð. Frá og með vetrarlokum hefur verið nokkuð ljóst að síðasta þing þessa kjörtímabils væri að renna sitt skeið á enda. Kosningar yrðu að hausti. Það hefði því verið hægur leikur óbilgjarnri stjórnarandstöðu að eyðileggja allt sem hún vildi eyðileggja af málatilbúnaði ríkisstjórnar og meirihluta hennar. Það hefur ekki verið gert heldur einmitt hið gagnstæða. Stjórnarandstaðan hefur ekki aðeins greitt götu þeirra mála ríkisstjórnar og einstakra ráðherra sem hún hefur talið horfa til bóta, heldur beinlínis tekið þau upp á arma sína og borið uppi vinnuna við þau mörg hver. Sem sagt, gæfa Íslands nú um stundir er meðal annars fólgin í því að nú er í landinu stjórnarandstaða sem lætur málefnin ráða. Stjórnarandstaðan hefur sýnt og sannað að hún er sanngjörn og uppbyggileg í sinni nálgun í þingstörfunum, föst fyrir þegar við á en lætur ekki meinbægni í garð sitjandi ríkisstjórnar og þingmeirihluta stjórna öllum sínum gjörðum. Það er mikil framför frá þeirri heiftúðugu niðurrifs- og eyðileggingarstarfsemi sem stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stundaði á kjörtímabilinu 2009-2013.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Þinglokin, eða öllu heldur síðustu sólarhringar þinghaldsins nú í júníbyrjun áður en sumarhlé var gert, voru áhugaverð. Þingið afgreiddi mörg viðamikil mál og í yfirgnæfandi meirihluta voru þau afgreidd í breiðri þverpólitískri sátt. Ég hygg að á enga þingnefnd sé hallað þó hlutur velferðarnefndar sé þar nefndur sérstaklega. Þaðan voru afgreidd að lokinni gríðarmikilli vinnu ein fjögur stórmál á síðustu dögum þingsins og öll í þverpólitískri sátt. Hér á ég við lög um almennar íbúðir, þ.e. löggjöf um nýtt félagslegt leiguíbúðakerfi, sem velferðarnefnd nánast endursmíðaði frá grunni með viðamiklum breytingatillögum bæði við aðra og þriðju umræðu. Þá koma lög um húsnæðisbætur, húsaleigulög og lög um sjúkratryggingar. Þar eru tekin skref til að beina fólki að hinni almennu heilsugæslu sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu og sett þök á kostnað vegna heilbrigðisþjónustu. Afgreiðsla málsins af hálfu stjórnarandstöðunnar var bundin því skilyrði að nægjanlegir viðbótarfjármunir yrðu tryggðir til að innleiða breytingarnar og það náðist fram. Áður hafði velferðarnefnd afgreitt nýja löggjöf um húsnæðissamvinnufélög og reyndar mörg fleiri mál svo þar var svo sannarlega ekki setið auðum höndum í vetur. Undir styrkri stjórn formanns nefndarinnar, Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, vann nefndin sig fram til sameiginlegarar niðurstöðu í öllum þessum stórmálum. Flest frumvarpanna tóku gagngerum breytingum og eiga líf sitt því að þakka að nefndin gerði þær breytingar sem til þurfti að hvorutveggja markmiðunum yrði náð; málin yrðu vönduð og næðu tilgangi sínum og þverpólitísk samstaða myndaðist um afgreiðslu þeirra. það er athyglisvert að þetta er önnur tveggja þingnefnda sem er undir forustu þingmanns úr stjórnarandstöðunni, minnihlutanum á þingi. Ekki bendir þessi niðurstaða til þess að það sé slæmur kostur fyrir meirihlutann hverju sinni að hefja sig upp yfir meirihlutaræðishugsunina, eins og reyndar þingsköp gera ráð fyrir, og virkja krafta minnihlutans a.m.k. í samræmi við hlutfallslegan þingstyrk til forustustarfa.Alþingi virkar Margir telja það sjálfsagt mál að tala niður til Alþingis og hossa sér á litlu trausti sem til þess er borið um þessar mundir. Þeir hinir sömu mættu skoða það mikla starf sem velferðarnefnd hefur unnið þennan þingvetur, svo ég segi nú ekki unnið þrekvirki, því til þess er mér málið fullskylt sem einum nefndarmanna. Að lokum segja þessir síðustu dagar þingstarfanna fyrir sumar okkur mikla sögu um að veldur hver á heldur. Forseti þingsins hefur staðið sig með ágætum og sett ágengd framkvæmdavaldsins gagnvart þinginu skorður, meðal annars með því að setja með endurskoðaðri starfsáætlun skýran ramma um þann tíma sem til ráðstöfunar væri. Þá mega bæði meirihlutar og minnihlutar innan viðkomandi þingnefnda eiga það sem þeim ber. Staðreyndin er sú að landamærin leystust upp þegar til stykkisins kom og meira og minna skapaðist yfir línuna sú afstaða til starfsins að það væru málefnin sem ættu að ráða ferð. Hvernig gat þetta gerst, geta menn þá spurt? Er ekki alltaf allt upp í loft á þinginu? Svarið er nei og hefur reyndar lengi verið. Miklu stærri hluti þingstarfanna en ytri umfjöllun gjarnan gefur til kynna fer fram með vönduðum hætti og leiðir til niðurstöðu sem er farsæl fyrir viðkomandi málaflokk, land og þjóð. En þetta fær jafnan litla athygli af því að enginn er í handritinu bardaginn.Stjórnarandstaðan nú og þá Að lokum er ekki hægt að sleppa því að fara í lítilsháttar sögulegan samanburð. Frá og með vetrarlokum hefur verið nokkuð ljóst að síðasta þing þessa kjörtímabils væri að renna sitt skeið á enda. Kosningar yrðu að hausti. Það hefði því verið hægur leikur óbilgjarnri stjórnarandstöðu að eyðileggja allt sem hún vildi eyðileggja af málatilbúnaði ríkisstjórnar og meirihluta hennar. Það hefur ekki verið gert heldur einmitt hið gagnstæða. Stjórnarandstaðan hefur ekki aðeins greitt götu þeirra mála ríkisstjórnar og einstakra ráðherra sem hún hefur talið horfa til bóta, heldur beinlínis tekið þau upp á arma sína og borið uppi vinnuna við þau mörg hver. Sem sagt, gæfa Íslands nú um stundir er meðal annars fólgin í því að nú er í landinu stjórnarandstaða sem lætur málefnin ráða. Stjórnarandstaðan hefur sýnt og sannað að hún er sanngjörn og uppbyggileg í sinni nálgun í þingstörfunum, föst fyrir þegar við á en lætur ekki meinbægni í garð sitjandi ríkisstjórnar og þingmeirihluta stjórna öllum sínum gjörðum. Það er mikil framför frá þeirri heiftúðugu niðurrifs- og eyðileggingarstarfsemi sem stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stundaði á kjörtímabilinu 2009-2013.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar