Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2016 14:38 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. Vísir/GVA Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt. Það sé þó aldrei góð staða takist ekki að leiða deilur til lykta með samningum. „Mér finnst þetta inngrip skiljanlegt í ljósi aðstæðna sem upp eru komnar í þessari deilu. Það er hins vegar aldrei ákjósanlegt að ekki sé hægt að leiða deilur til lykta með samningum. Það er sá farvegur sem við viljum sjá í þessum málum,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Ákveðið var í dag á fundi ríkisstjórnarinnar að Ólöf Nordal innanríkisráðherra myndi leggja fram tvö frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. Flugumferðarstjórar hafa átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og Isavia frá því í október á síðasta ári. Samningaviðræður hafa gengið illa og hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Þorsteinn fagnar því þó að deiluaðilar fái frest til þess að ná samningum. Ljóst er að töluvert ber á milli deiluaðila og illa hefur gengið að ná samningum. Síðasti fundur á milli flugumferðarstjóra og SA fór fram á föstudag án þess að boðað yrði til nýs fundar. Þorsteinn segir að innan SA sé fullur vilji til þess að ná fram samningum en samtökin séu bundin af SALEK-samkomulaginu, frá því verði ekki hvikað. „Af okkar hálfu er fullur vilji til þess að ná fram samningum. En við höfum sagt að við erum bundin af þeirri launastefnu sem mörkuð hefur verið af vinnumarkaðinum og lagði þann grunn að þeim friði sem þar ríkir nú. Sú afstaða okkar er óbreytt og frá henni getum við ekki hvikað,“ segir Þorsteinn. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt. Það sé þó aldrei góð staða takist ekki að leiða deilur til lykta með samningum. „Mér finnst þetta inngrip skiljanlegt í ljósi aðstæðna sem upp eru komnar í þessari deilu. Það er hins vegar aldrei ákjósanlegt að ekki sé hægt að leiða deilur til lykta með samningum. Það er sá farvegur sem við viljum sjá í þessum málum,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Ákveðið var í dag á fundi ríkisstjórnarinnar að Ólöf Nordal innanríkisráðherra myndi leggja fram tvö frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. Flugumferðarstjórar hafa átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og Isavia frá því í október á síðasta ári. Samningaviðræður hafa gengið illa og hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Þorsteinn fagnar því þó að deiluaðilar fái frest til þess að ná samningum. Ljóst er að töluvert ber á milli deiluaðila og illa hefur gengið að ná samningum. Síðasti fundur á milli flugumferðarstjóra og SA fór fram á föstudag án þess að boðað yrði til nýs fundar. Þorsteinn segir að innan SA sé fullur vilji til þess að ná fram samningum en samtökin séu bundin af SALEK-samkomulaginu, frá því verði ekki hvikað. „Af okkar hálfu er fullur vilji til þess að ná fram samningum. En við höfum sagt að við erum bundin af þeirri launastefnu sem mörkuð hefur verið af vinnumarkaðinum og lagði þann grunn að þeim friði sem þar ríkir nú. Sú afstaða okkar er óbreytt og frá henni getum við ekki hvikað,“ segir Þorsteinn.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26
Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10
Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15