Fyrsti laxinn kominn á land í Brennunni Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2016 16:00 Ingólfur Ásgeirsson með fyrsta laxinn úr Brennunni Veiðinsvæðin Straumar og Brenna hafa opnað fyrir veiðimenn og þegar hafa laxar veiðst á báðum svæðum. Það skal svo sem engan undra að laxar hafi veiðst því þessi svæði eru neðst á þeim kafla Hvítár þar sem Þverá, Norðurá og Grímsá renna í Borgarfjörðinn og það fer gríðarlega mikið magn af laxi þarna um á þessum tíma. Ingólfur Ásgeirsson leigutaki Þverár tók fyrsta laxinn í Brennunni og eins og sést á meðfylgjandi mynd er þetta vænn tveggja ára lax. Það getur verið geysilega mikið líf á þessum svæðum þegar göngurnar eru í hámarki en besti veiðitíminn er yfirleitt fyrstu sex vikurnar en þegar líður á sumarið og laxagöngur minnka fer oft að bera meira á sjóbirting. Leyfin á þessum neðstu svæðum eru oftar en ekki ódýrari en í ánum og það skemmir ekki fyrir því að veiðivon er góð þó svo að veiðistaðir séu fáir því þú ert alltaf að kasta á nýgengin lax. Lykilatriðið hefur oft verið að nota þunga tauma og þungdar flugur til að veiða frekar djúpt en það á ekki við ef jökulvatnið er ekki áberandi. Þá veiðist vel á flotlínur og t.d. Sunray Shadow. Við eigum eftir að fá fleiri fréttir á næstunni af þessum svæðum sem og næstu opnunum í laxveiðiánum en þeirra er beðið með mikilli eftirvæntingu. Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði
Veiðinsvæðin Straumar og Brenna hafa opnað fyrir veiðimenn og þegar hafa laxar veiðst á báðum svæðum. Það skal svo sem engan undra að laxar hafi veiðst því þessi svæði eru neðst á þeim kafla Hvítár þar sem Þverá, Norðurá og Grímsá renna í Borgarfjörðinn og það fer gríðarlega mikið magn af laxi þarna um á þessum tíma. Ingólfur Ásgeirsson leigutaki Þverár tók fyrsta laxinn í Brennunni og eins og sést á meðfylgjandi mynd er þetta vænn tveggja ára lax. Það getur verið geysilega mikið líf á þessum svæðum þegar göngurnar eru í hámarki en besti veiðitíminn er yfirleitt fyrstu sex vikurnar en þegar líður á sumarið og laxagöngur minnka fer oft að bera meira á sjóbirting. Leyfin á þessum neðstu svæðum eru oftar en ekki ódýrari en í ánum og það skemmir ekki fyrir því að veiðivon er góð þó svo að veiðistaðir séu fáir því þú ert alltaf að kasta á nýgengin lax. Lykilatriðið hefur oft verið að nota þunga tauma og þungdar flugur til að veiða frekar djúpt en það á ekki við ef jökulvatnið er ekki áberandi. Þá veiðist vel á flotlínur og t.d. Sunray Shadow. Við eigum eftir að fá fleiri fréttir á næstunni af þessum svæðum sem og næstu opnunum í laxveiðiánum en þeirra er beðið með mikilli eftirvæntingu.
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði