Tilbúin að drepast þó það væri strax á morgun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júní 2016 20:24 Guðný Baldvinsdóttir, 102 ára íbúi í Borgarnesi hefur aldrei farið í sund, aldrei í leikfimi og aldrei drukkið lýsi, áfengi eða reykt. Guðný er mjög ern og hress og líður vel á dvalarheimilinu Brákarhlíð. Hún fer í gönguferðir á hverjum degi með göngugrindina sína og það fer vel um hana í rúmgóðu herbergi. Hún gerir mikið af því að prjóna og lesa. Guðný er fædd í Hvítársíðu í Borgarfirði en þaðan fluttist hún að Grenjum og síðan ráðskona á Leirulæk á Mýrum í tæplega 40 ár. Guðný er mjög nægjusöm og hógvær og henni finnst ekkert merkilegt að vera orðin 102 ára gömul. „Mér finnst það ekkert merkilegt og ég hef aldrei fundið neitt við það og mér finnst það með ólíkindum að maður skuli ekki fá frið, það þurfi að koma í útvarpið eða í blöðum eða einhver viðtöl þegar maður er orðinn nógu afgamall og farinn að sljóvgast, þá geti maður ekki haft sín rólegheit eins og maður hafði alltaf, maður var ekki svo merkilega persóna. Ég held að ég hafi ekkert fengið neina bót á því þegar ég varð 100 ára, ekki var ég vör við það“, segir Guðný. En er Guðný ekki ánægð með þá athygli sem hún fær ? „Nei, ég hef aldrei verið athyglissjúk og vona að ég verið það ekki.“ En hvað ætlar hún að verða gömul? „Eins og forsjónin sér um, ég er tilbúin að drepast þó það væri strax á morgun.“ Guðný hefur aldrei þurft að taka lyf í gegnum þessi 102 ár. „Ég hef ekkert haft við það að gera, ég hef haft góða heilsu og lifað á því,“ segir hún. Guðný kann mörg hundruð vísur. Í fréttinni hér að ofan má sjá Guðnýju fara með eina þeirra. En hefur Guðný einhvern tímann bragðað áfengi? „Nei, aldrei smakkað það og aldrei reykt, aldrei tekið lýsi og aldrei farið í leikfimi og aldrei farið í sund,“ segir Guðný. Hún var spurð hvort hún væri að segja satt. „Já, ég er að segja satt,“ sagði Guðný þá. Borgarbyggð Eldri borgarar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Guðný Baldvinsdóttir, 102 ára íbúi í Borgarnesi hefur aldrei farið í sund, aldrei í leikfimi og aldrei drukkið lýsi, áfengi eða reykt. Guðný er mjög ern og hress og líður vel á dvalarheimilinu Brákarhlíð. Hún fer í gönguferðir á hverjum degi með göngugrindina sína og það fer vel um hana í rúmgóðu herbergi. Hún gerir mikið af því að prjóna og lesa. Guðný er fædd í Hvítársíðu í Borgarfirði en þaðan fluttist hún að Grenjum og síðan ráðskona á Leirulæk á Mýrum í tæplega 40 ár. Guðný er mjög nægjusöm og hógvær og henni finnst ekkert merkilegt að vera orðin 102 ára gömul. „Mér finnst það ekkert merkilegt og ég hef aldrei fundið neitt við það og mér finnst það með ólíkindum að maður skuli ekki fá frið, það þurfi að koma í útvarpið eða í blöðum eða einhver viðtöl þegar maður er orðinn nógu afgamall og farinn að sljóvgast, þá geti maður ekki haft sín rólegheit eins og maður hafði alltaf, maður var ekki svo merkilega persóna. Ég held að ég hafi ekkert fengið neina bót á því þegar ég varð 100 ára, ekki var ég vör við það“, segir Guðný. En er Guðný ekki ánægð með þá athygli sem hún fær ? „Nei, ég hef aldrei verið athyglissjúk og vona að ég verið það ekki.“ En hvað ætlar hún að verða gömul? „Eins og forsjónin sér um, ég er tilbúin að drepast þó það væri strax á morgun.“ Guðný hefur aldrei þurft að taka lyf í gegnum þessi 102 ár. „Ég hef ekkert haft við það að gera, ég hef haft góða heilsu og lifað á því,“ segir hún. Guðný kann mörg hundruð vísur. Í fréttinni hér að ofan má sjá Guðnýju fara með eina þeirra. En hefur Guðný einhvern tímann bragðað áfengi? „Nei, aldrei smakkað það og aldrei reykt, aldrei tekið lýsi og aldrei farið í leikfimi og aldrei farið í sund,“ segir Guðný. Hún var spurð hvort hún væri að segja satt. „Já, ég er að segja satt,“ sagði Guðný þá.
Borgarbyggð Eldri borgarar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira