Saksóknarar í Orlando hafa skipað sérstaka dómsnefnd sem ákveða á hvort að ákæra eigi eiginkonu Omar Mateen. Noor Salman er sögð hafa vitað af ætlun eiginmanns síns að fremja fjöldamorð á skemmtistaðnum Pulse í Orlando um helgina. Hún hefur sagt rannsakendum að hún hafi reynt að tala eiginmann sinn ofan af árásinni.
Omar Mateen myrti 49 á skemmtistaðnum sem var vinsæll meðal hinsegin fólks. Hann særði 53 og þar af eru sex í alvarlegu ástandi. Um er að ræða mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna.
Kannað er hvort að Salman verði ákærð fyrir aðkomu að 49 morðum og 53 morðtilraunum þar sem hún vissi af árásinni og lét yfirvöld ekki vita, né varaði engan við. Þá segja miðlar úti að Mateen hafi hringt í eiginkonu sína á meðan á árásinni stóð.
Sjá einnig: Eiginkona Mateen reyndi að tala hann ofan af árásinni á Pulse
Yfirvöld rannsaka nú fregnir af því að Mateen hafi margsinnis sótt Pulse heim og hafi verið í samskiptum við aðra menn á samfélagsmiðlum og stefnumótaforritum.
Á meðan á árásinni stóð hringdi Mateen í Neyðarlínuna og lýsti því yfir að hann væri hliðhollur Íslamska ríkinu. Hins vegar hafa engar vísbendingar fundist um að hann hafi verið í nokkrum samskiptum við ISIS eða önnur hryðjuverkasamtök.
Eiginkona Mateen mögulega ákærð
Tengdar fréttir

200 hommar brustu í söng fyrir fórnarlömbin í Orlando út á götu í London
Þúsundir manna mættu á minningarathöfn fyrir fórnarlömbin í Orlando sem haldin var í hjarta Lundúna í gær.

Eiginkona Mateen reyndi af tala hann ofan af árásinni á Pulse
Kona árásarmannsins sem skaut 49 manns til bana á skemmtistaðnum Pulse í Orlando hefur sagt fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar FBI að hún hafi reynt að tala eiginmann sinn ofan af árásinni.

„Hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim“
Samtökin ´78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í gær.

Fastakúnnar á Pulse segja Mateen hafa stundað staðinn og notað app fyrir samkynhneigða
Mateen réðst að skemmtistaðnum Pulse sem er sérstaklega fyrir samkynhneigða. Hann var kúnni þar sjálfur.

Byssueignin er vandamálið vestanhafs
Bandaríkjamenn styðja frelsi fólks til skotvopnaeignar þrátt fyrir mannfall í skotárásum þar. Litlar breytingar eru í sjónmáli á skotvopnalöggjöf.

50 myrtir í skotárásinni í Orlando
Búið er að bera kennsl á árásarmanninn.