Sjónvarpsstöðin Al Sumariya TV hafði þetta eftir heimildum sínum úr Nineveh héraði. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni eru aðrir leiðtogar ISIS sagðir hafa særst einnig. Árásin er sögð hafa verið gerð á stjórnstöð ISIS nærri landamærum Sýrlands.
Reuters segja sjónvarpsstöðina hafa gott tengslanet í héraðinu.
Hins vegar hafa margsinnis borist fregnir af því að Baghdadi hafi særst eða fallið í árásum.