Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Kristjana Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. júní 2016 07:00 Kristín Þórunn Tómasdóttir sóknarprestur Laugarneskirkju segir kerfið þarfnast endurskoðunar. Fréttablaðið/GVA Lögregla flutti tvo hælisleitendur, Majed og Ali Nasir, sem höfðu leitað skjóls í Laugarneskirkju með valdi til Noregs í gærmorgun. „Þetta var erfið stund og lét engan ósnortinn sem tók þátt,“ segir Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju. Umsóknir mannanna voru afgreiddar af hálfu Útlendingastofnunar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar því norsk yfirvöld höfðu þegar móttekið umsóknir þeirra um hæli. Útlendingastofnun sendi frá sér yfirlýsingu og sagði norsk yfirvöld hafa gengist við ábyrgð sinni. Ekkert benti til þess að mennirnir fengju ekki réttláta meðferð í Noregi. Umsækjendurnir kærðu ákvörðun Útlendingastofnunar til kærunefndar útlendingamála sem staðfesti niðurstöðu stofnunarinnar. Úrskurðum kærunefndar var ekki skotið til dómstóla. Skjólið var veitt í Laugarneskirkju með vilyrði biskupsembættisins og gripið til þessa úrræðis í von um að lögregla myndi virða forna siði um kirkjugrið. „Við vitum núna að við stöðvum ekki brottvísanir með þessum hætti,“ segir Kristín. Þrátt fyrir það þurfi að taka kerfið til gagngerrar endurskoðunar. „Stjórnvöld verða að hætta að skýla sér á bak við Dyflinnarreglugerðina í stað þess að veita hverjum einstaklingi efnislega meðferð og þannig sýna honum þá virðingu sem hann á skilið,“ segir Kristín. Stundin birti myndband af brottflutningnum í Laugarneskirkju. Flóttamenn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lögregla flutti tvo hælisleitendur, Majed og Ali Nasir, sem höfðu leitað skjóls í Laugarneskirkju með valdi til Noregs í gærmorgun. „Þetta var erfið stund og lét engan ósnortinn sem tók þátt,“ segir Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju. Umsóknir mannanna voru afgreiddar af hálfu Útlendingastofnunar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar því norsk yfirvöld höfðu þegar móttekið umsóknir þeirra um hæli. Útlendingastofnun sendi frá sér yfirlýsingu og sagði norsk yfirvöld hafa gengist við ábyrgð sinni. Ekkert benti til þess að mennirnir fengju ekki réttláta meðferð í Noregi. Umsækjendurnir kærðu ákvörðun Útlendingastofnunar til kærunefndar útlendingamála sem staðfesti niðurstöðu stofnunarinnar. Úrskurðum kærunefndar var ekki skotið til dómstóla. Skjólið var veitt í Laugarneskirkju með vilyrði biskupsembættisins og gripið til þessa úrræðis í von um að lögregla myndi virða forna siði um kirkjugrið. „Við vitum núna að við stöðvum ekki brottvísanir með þessum hætti,“ segir Kristín. Þrátt fyrir það þurfi að taka kerfið til gagngerrar endurskoðunar. „Stjórnvöld verða að hætta að skýla sér á bak við Dyflinnarreglugerðina í stað þess að veita hverjum einstaklingi efnislega meðferð og þannig sýna honum þá virðingu sem hann á skilið,“ segir Kristín. Stundin birti myndband af brottflutningnum í Laugarneskirkju.
Flóttamenn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira