Fréttamenn Stöðvar 2 eru um allan bæ í dag og taka púlsinn á kjósendum og frambjóðendum. Kjörstaðir opnuðu klukkan 9 í morgun og hafa þegar einhverjir frambjóðenda greitt atkvæði.
Fylgjast má með fréttatímanum hér fyrir neðan. Fréttastofan verður síðan aftur á ferðinni klukkan 18.30 og verður með kosningavakt þar til línur fara að skýrast í kvöld.