Saga til næsta bæjar: Tungumál heimsins Stefán Pálsson skrifar 26. júní 2016 11:00 Í myndasögunum um Lukku-Láka, hetjuna hjartahreinu og skotvissu, koma iðulega fyrir indíánar sem skiptast á skilaboðum með því að senda reykmerki. Myndasögur af þessu tagi og ótal kúrekamyndir skekkja rækilega mynd okkar af því hversu skilvirk og öflug tjáskiptaleið reykmerki séu í raun og veru. Staðalmyndin af indíánanum sem situr á hækjum sér og bregður teppi yfir eld til að búta reykinn niður í litla hnoðra til að skrifa heilu orðin og setningarnar er á misskilningi byggð. Frumbyggjar Ameríku voru vissulega í hópi þeirra menningarsamfélaga sem létu sér til hugar koma að senda reykmerki til að koma skilaboðum um langan veg á skömmum tíma. Aðferðin bauð þó ekki upp á flókin tákn, varla margslungnari en einfaldar upphrópanir: hætta, komið eða flýið! Stundum gat staðsetning bálsins falið í sér viðbótarupplýsingar, svo sem hvort reykurinn bærist frá fjallstindi, úr miðri hlíð eða neðan frá jafnsléttu. Líkt og á svo mörgum öðrum sviðum, voru Kínverjar frumkvöðlar í þróun reykmerkja. Varðsveitir þeirra á Kínamúrnum notuðu þessa aðferð til að vara við aðvífandi hættu og gátu á fáeinum klukkustundum sent skilaboð um mörg hundruð kílómetra leið, sem hefði tekið sendiboða á hestbaki marga daga að ferðast. Frá upphafi vega hefur mannkynið leitast við að finna leiðir til að senda skilaboð hratt og örugglega milli staða. Líkt og í Kína, voru hernaðarlegir hagsmunir þar einatt í forgrunni. Sagan kennir okkur að fátt gefur af sér jafn miklar nýjungar á sviði vísinda og tækni og stríðsbrölt og herir. Ekki vegna þess að manndráp séu svo auðgandi fyrir andann, heldur vegna þess að þegar hagsmunir herja eru annars vegar geta vísindamenn og uppfinningafólk gengið óhindrað í sjóði ríkisins. Oft og tíðum reyndust uppgötvanirnar og tækninýjungarnar svo hafa margvíslegan annan og göfugri tilgang en að smíða vígvélar.Lesið með eyrunum Skemmtilegt dæmi um þetta er blindraletrið. Þetta þarfaþing sem gert hefur blindu fólki unnt að lesa ritað mál í nærri tvær aldir, var fundið upp og þróað í hernaðarlegum tilgangi. Þá nefndist það „næturletur“ og átti að hjálpa hermönnum á vígvellinum að lesa skilaboð í myrkri án þess að setja sig í hættu við að kveikja ljós. Deila má um hvort hugmyndin var raunhæf, til dæmis út frá því hversu mikill tími hefði farið í að kenna hálfum hernum að lesa blindraletur miðað við hagnýtið. Það kom í hlut blinds pilts á þrítugsaldri, Louis Braille, að aðlaga næturletur hersins að þörfum sjónlausra árið 1825. Þótt talsverðar breytingar hafi orðið á blindraletrinu síðan, ber það enn nafn Brailles á fjölda tungumála. Um svipað leyti og stjórnendur franska hersins voru að gefa næturletrið upp á bátinn, fór hermálaráðuneyti Frakklands að sýna áhuga hugmyndum tónlistarmannsins og áhugamálfræðingsins François Sudre. Hann fæddist árið 1787 og þótti liðtækt tónskáld og fiðluleikari. Tónlistin hefur löngum verið kölluð alheimstungumál, en um þrítugt kviknaði sú hugmynd hjá tónskáldinu unga að ef til vill mætti túlka þá speki bókstaflega. Í leiðinni mætti slá nokkrar aðrar flugur í sama högginu, svo sem að leysa fjarskiptavandamál veraldarinnar og gera öllum þjóðum heims mögulegt að ræða saman. Sudre ákvað að skapa tungumál sem byggðist á tónlist og „bókstafir“ þessa tungumáls yrðu nótur tónstigans: do-re-mi-fa-so-la-ti (eða öllu heldur do-re-mi-fa-sol-la-si, eins og nóturnar voru kallaðar í Frakklandi á þeim tíma). Nafn tungumálsins var „solresol“, sem vitaskuld er myndað úr nótnaheitum. Höfundur þessa nýja tungumáls hófst þegar handa við að setja saman orðabók fyrir solresol, þar sem öllum mögulegum og ómögulegum orðum og hugtökum voru gefnar nótnarunur. Orðabókarsamningin entist honum alla ævi. Sudre lést árið 1862 og það var ekki fyrr en eftir dauða hans sem tókst að ljúka við orðabókina og gefa hana út á frönsku og nokkrum öðrum lykiltungumálum. Hugsjón Sudres um að jarðarbúar allir öðluðust sameiginlegt tungumál var falleg og þá ekki síður sá aukakostur að með þessu móti gætu blindir og heyrnarlausir átt í samskiptum, þar sem sá blindi hlustaði á tónlistina en sá heyrnarlausi læsi nóturnar. En franska hernum stóð á sama um slík aukamarkmið. Í huga hersins var hér komin möguleg lausn á einu stærsta vandamáli í herstjórnarlist þess tíma: hvernig bera mætti skilaboð hratt um langan veg.Varðmenn með risalúðra Stjórnendur hersins höfðu reynt ýmislegt í þessu skyni, þar á meðal að koma upp kerfi varðstöðva þar sem skilaboð voru send frá einni stöð til annarrar með því að veifa fánum eða draga flögg að húni til að mynda skilaboð. Slík kerfi reyndust þó ónákvæm og fokdýr, þar sem stöðvarnar urðu að vera býsna nærri hver annarri til að skilaboðin kæmust óbrengluð til skila. En gæti tónlist þá verið lausnin? Sudre var slyngur markaðsmaður og kunni vel að selja uppfinningu sína. Hann setti upp sýningar á kerfi sínu í Lundúnum og Parísarborg þar sem hann fékk áhorfendur í sal til að skrifa orð af handahófi á bréfmiða, Sudre spilaði orðið eða setninguna á hljóðfæri og aðstoðarmaður hans í hinum enda salarins hlustaði og skrifaði svo hárrétta lausn á stóra krítartöflu. Ekki þurfti mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir sér stórkarlalegri útfærslu á tækninni, þar sem þeyta mætti stóreflis lúðra til að flytja skilaboð um langan veg. Það var ekki að undra þótt áhugi hersins væri vakinn. En kerfið hafði sína galla og þá fleiri en einn og fleiri en tvo. Sá stærsti var að móttakandi skilaboðanna varð að hafa nánast fullkomið tóneyra. Minnsta ónákvæmni í að skrá niður nóturnar gat valdið því að skilaboðin gerbreyttust og urðu óskiljanleg. Þótt menntaður tónlistarmaður gæti ritað niður skilaboð sem leikin voru á píanó í samkomusal skammlaust, var langur vegur í að vaktmaður á varðstöð gæti náð sömu nákvæmni við að hlýða á lúðraþyt úr margra kílómetra fjarlægð. Og ekki var heppilegt að treysta um of á fjarskiptakerfi sem virkaði helst í logni og þurru veðri.Úrelt tækni Þrátt fyrir þessa augljósu annmarka var franski herinn til í að veðja á nótnamál Sudres og fjármagnaði vinnu hans í því skyni. Tilkoma ritsímatækninnar gerði hins vegar tónlistarfjarskiptakerfið óþarft og ófullkomið á örskotsstundu. Þótt stofnkostnaðurinn væri ærinn, þá voru ritsímafjarskipti miklu nákvæmari og kölluðu ekki á herskara tónlistarmanna við úrvinnslu skilaboða. Þegar fjarskiptaþáttur nótnamálsins var fyrir bí, átti kerfið mjög undir högg að sækja. Hugsjónin um alheimsmálið stóð fyrir sínu en þar urðu jafnvel hörðustu stuðningsmenn Sudres að viðurkenna takmarkanir kerfisins. Að hafa einungis úr sjö nótum að spila sem „bókstöfum“ í kerfinu, sem þess utan voru leiknir á hljóðfæri, takmarkaði mjög hversu málfræðilega flókið tungumálið gæti verið. Þannig voru flóknar sagn- og fallbeygingar illmögulegar og málið því illnýtanlegt til annars en að koma mjög hráum og einföldum skilaboðum á framfæri. Til samanburðar má nefna að það nútímatungumál sem fæsta bókstafi notar, er mál íbúa Havaí með fimm samhljóðum og átta sérhljóðum eða þrettán í allt. Býður það upp á miklar stafaromsur. Solresol-tónlistarmálið átti líklega talsverðan þátt í því að ýta undir smíði nýrra og fyrirhugaðra alheimstungumála á borð við volapük og esperanto undir lok nítjándu aldar. Hugmyndafræðin var svipuð, en höfundar þeirra tungumála voru ekki bundnir á klafa þröngs tónstiga og gátu því samið aðgengilegri tungumál sem ekki kölluðu á afburðatónlistarhæfileika. Í seinni tíð hefur solresol öðlast óvænt framhaldslíf á internetinu, þar sem finna má fámennan en góðmennan afkima fólks sem vill endurvekja þetta gamla kerfi með hjálp nútímatækni. Tölvur samtímans hafa upprætt þörfina fyrir ofurnæmt tóneyra hlustandans og í sjálfu sér mætti hugsa sér fjarskipti í gegnum tölvunet þar sem fólk með ólík móðurmál tjáir sig hvert við annað með hjálp píanóborðs. Líklegra er þó að þetta fjarskiptakerfi hafi endanlega misst af lestinni og þess utan hafa aðrir kynnt til sögunnar ný og mögulega enn betri nótnatungumál. Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Í myndasögunum um Lukku-Láka, hetjuna hjartahreinu og skotvissu, koma iðulega fyrir indíánar sem skiptast á skilaboðum með því að senda reykmerki. Myndasögur af þessu tagi og ótal kúrekamyndir skekkja rækilega mynd okkar af því hversu skilvirk og öflug tjáskiptaleið reykmerki séu í raun og veru. Staðalmyndin af indíánanum sem situr á hækjum sér og bregður teppi yfir eld til að búta reykinn niður í litla hnoðra til að skrifa heilu orðin og setningarnar er á misskilningi byggð. Frumbyggjar Ameríku voru vissulega í hópi þeirra menningarsamfélaga sem létu sér til hugar koma að senda reykmerki til að koma skilaboðum um langan veg á skömmum tíma. Aðferðin bauð þó ekki upp á flókin tákn, varla margslungnari en einfaldar upphrópanir: hætta, komið eða flýið! Stundum gat staðsetning bálsins falið í sér viðbótarupplýsingar, svo sem hvort reykurinn bærist frá fjallstindi, úr miðri hlíð eða neðan frá jafnsléttu. Líkt og á svo mörgum öðrum sviðum, voru Kínverjar frumkvöðlar í þróun reykmerkja. Varðsveitir þeirra á Kínamúrnum notuðu þessa aðferð til að vara við aðvífandi hættu og gátu á fáeinum klukkustundum sent skilaboð um mörg hundruð kílómetra leið, sem hefði tekið sendiboða á hestbaki marga daga að ferðast. Frá upphafi vega hefur mannkynið leitast við að finna leiðir til að senda skilaboð hratt og örugglega milli staða. Líkt og í Kína, voru hernaðarlegir hagsmunir þar einatt í forgrunni. Sagan kennir okkur að fátt gefur af sér jafn miklar nýjungar á sviði vísinda og tækni og stríðsbrölt og herir. Ekki vegna þess að manndráp séu svo auðgandi fyrir andann, heldur vegna þess að þegar hagsmunir herja eru annars vegar geta vísindamenn og uppfinningafólk gengið óhindrað í sjóði ríkisins. Oft og tíðum reyndust uppgötvanirnar og tækninýjungarnar svo hafa margvíslegan annan og göfugri tilgang en að smíða vígvélar.Lesið með eyrunum Skemmtilegt dæmi um þetta er blindraletrið. Þetta þarfaþing sem gert hefur blindu fólki unnt að lesa ritað mál í nærri tvær aldir, var fundið upp og þróað í hernaðarlegum tilgangi. Þá nefndist það „næturletur“ og átti að hjálpa hermönnum á vígvellinum að lesa skilaboð í myrkri án þess að setja sig í hættu við að kveikja ljós. Deila má um hvort hugmyndin var raunhæf, til dæmis út frá því hversu mikill tími hefði farið í að kenna hálfum hernum að lesa blindraletur miðað við hagnýtið. Það kom í hlut blinds pilts á þrítugsaldri, Louis Braille, að aðlaga næturletur hersins að þörfum sjónlausra árið 1825. Þótt talsverðar breytingar hafi orðið á blindraletrinu síðan, ber það enn nafn Brailles á fjölda tungumála. Um svipað leyti og stjórnendur franska hersins voru að gefa næturletrið upp á bátinn, fór hermálaráðuneyti Frakklands að sýna áhuga hugmyndum tónlistarmannsins og áhugamálfræðingsins François Sudre. Hann fæddist árið 1787 og þótti liðtækt tónskáld og fiðluleikari. Tónlistin hefur löngum verið kölluð alheimstungumál, en um þrítugt kviknaði sú hugmynd hjá tónskáldinu unga að ef til vill mætti túlka þá speki bókstaflega. Í leiðinni mætti slá nokkrar aðrar flugur í sama högginu, svo sem að leysa fjarskiptavandamál veraldarinnar og gera öllum þjóðum heims mögulegt að ræða saman. Sudre ákvað að skapa tungumál sem byggðist á tónlist og „bókstafir“ þessa tungumáls yrðu nótur tónstigans: do-re-mi-fa-so-la-ti (eða öllu heldur do-re-mi-fa-sol-la-si, eins og nóturnar voru kallaðar í Frakklandi á þeim tíma). Nafn tungumálsins var „solresol“, sem vitaskuld er myndað úr nótnaheitum. Höfundur þessa nýja tungumáls hófst þegar handa við að setja saman orðabók fyrir solresol, þar sem öllum mögulegum og ómögulegum orðum og hugtökum voru gefnar nótnarunur. Orðabókarsamningin entist honum alla ævi. Sudre lést árið 1862 og það var ekki fyrr en eftir dauða hans sem tókst að ljúka við orðabókina og gefa hana út á frönsku og nokkrum öðrum lykiltungumálum. Hugsjón Sudres um að jarðarbúar allir öðluðust sameiginlegt tungumál var falleg og þá ekki síður sá aukakostur að með þessu móti gætu blindir og heyrnarlausir átt í samskiptum, þar sem sá blindi hlustaði á tónlistina en sá heyrnarlausi læsi nóturnar. En franska hernum stóð á sama um slík aukamarkmið. Í huga hersins var hér komin möguleg lausn á einu stærsta vandamáli í herstjórnarlist þess tíma: hvernig bera mætti skilaboð hratt um langan veg.Varðmenn með risalúðra Stjórnendur hersins höfðu reynt ýmislegt í þessu skyni, þar á meðal að koma upp kerfi varðstöðva þar sem skilaboð voru send frá einni stöð til annarrar með því að veifa fánum eða draga flögg að húni til að mynda skilaboð. Slík kerfi reyndust þó ónákvæm og fokdýr, þar sem stöðvarnar urðu að vera býsna nærri hver annarri til að skilaboðin kæmust óbrengluð til skila. En gæti tónlist þá verið lausnin? Sudre var slyngur markaðsmaður og kunni vel að selja uppfinningu sína. Hann setti upp sýningar á kerfi sínu í Lundúnum og Parísarborg þar sem hann fékk áhorfendur í sal til að skrifa orð af handahófi á bréfmiða, Sudre spilaði orðið eða setninguna á hljóðfæri og aðstoðarmaður hans í hinum enda salarins hlustaði og skrifaði svo hárrétta lausn á stóra krítartöflu. Ekki þurfti mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir sér stórkarlalegri útfærslu á tækninni, þar sem þeyta mætti stóreflis lúðra til að flytja skilaboð um langan veg. Það var ekki að undra þótt áhugi hersins væri vakinn. En kerfið hafði sína galla og þá fleiri en einn og fleiri en tvo. Sá stærsti var að móttakandi skilaboðanna varð að hafa nánast fullkomið tóneyra. Minnsta ónákvæmni í að skrá niður nóturnar gat valdið því að skilaboðin gerbreyttust og urðu óskiljanleg. Þótt menntaður tónlistarmaður gæti ritað niður skilaboð sem leikin voru á píanó í samkomusal skammlaust, var langur vegur í að vaktmaður á varðstöð gæti náð sömu nákvæmni við að hlýða á lúðraþyt úr margra kílómetra fjarlægð. Og ekki var heppilegt að treysta um of á fjarskiptakerfi sem virkaði helst í logni og þurru veðri.Úrelt tækni Þrátt fyrir þessa augljósu annmarka var franski herinn til í að veðja á nótnamál Sudres og fjármagnaði vinnu hans í því skyni. Tilkoma ritsímatækninnar gerði hins vegar tónlistarfjarskiptakerfið óþarft og ófullkomið á örskotsstundu. Þótt stofnkostnaðurinn væri ærinn, þá voru ritsímafjarskipti miklu nákvæmari og kölluðu ekki á herskara tónlistarmanna við úrvinnslu skilaboða. Þegar fjarskiptaþáttur nótnamálsins var fyrir bí, átti kerfið mjög undir högg að sækja. Hugsjónin um alheimsmálið stóð fyrir sínu en þar urðu jafnvel hörðustu stuðningsmenn Sudres að viðurkenna takmarkanir kerfisins. Að hafa einungis úr sjö nótum að spila sem „bókstöfum“ í kerfinu, sem þess utan voru leiknir á hljóðfæri, takmarkaði mjög hversu málfræðilega flókið tungumálið gæti verið. Þannig voru flóknar sagn- og fallbeygingar illmögulegar og málið því illnýtanlegt til annars en að koma mjög hráum og einföldum skilaboðum á framfæri. Til samanburðar má nefna að það nútímatungumál sem fæsta bókstafi notar, er mál íbúa Havaí með fimm samhljóðum og átta sérhljóðum eða þrettán í allt. Býður það upp á miklar stafaromsur. Solresol-tónlistarmálið átti líklega talsverðan þátt í því að ýta undir smíði nýrra og fyrirhugaðra alheimstungumála á borð við volapük og esperanto undir lok nítjándu aldar. Hugmyndafræðin var svipuð, en höfundar þeirra tungumála voru ekki bundnir á klafa þröngs tónstiga og gátu því samið aðgengilegri tungumál sem ekki kölluðu á afburðatónlistarhæfileika. Í seinni tíð hefur solresol öðlast óvænt framhaldslíf á internetinu, þar sem finna má fámennan en góðmennan afkima fólks sem vill endurvekja þetta gamla kerfi með hjálp nútímatækni. Tölvur samtímans hafa upprætt þörfina fyrir ofurnæmt tóneyra hlustandans og í sjálfu sér mætti hugsa sér fjarskipti í gegnum tölvunet þar sem fólk með ólík móðurmál tjáir sig hvert við annað með hjálp píanóborðs. Líklegra er þó að þetta fjarskiptakerfi hafi endanlega misst af lestinni og þess utan hafa aðrir kynnt til sögunnar ný og mögulega enn betri nótnatungumál.
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira