Koller: Engin slæm lið á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2016 20:45 Marcel Koller og strákarnir hans eru úr leik. vísir/epa Marcel Koller, þjálfari Austurríkis, sagði á blaðamannafundi eftir leik að taugar leikmanna Austurríkis hafi verið ofþandar fyrir leikinn í kvöld og að þeir hefði ekki ráðið við tilefnið. „Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik. Gerðum of mörg mistök, eins og í fyrri tveimur leikjunum okkar.“ „Þetta batnaði í síðari hálfleik. Þá byrjuðum við að spila eins og í undankeppninni. En það er ekki nóg að spila vel í einum hálfleik,“ sagði hann. „En við náðum okkur í dýrmæta reynslu á þessu móti. Þetta hafa verið mjög spennuþrungnir leikir og þessi reynsla sýnir okkur að við þurfum að vera í algjöru toppformi til að ná árangri á móti sem þessu.“ Hann segir að liðið hafi skapað sér nokkur færi í leikjunum en það sé erfitt að vinna leiki þegar sendingar ganga heilt yfir jafn illa og þær hafa gert á mótinu til þessa hjá Austurríki. „En við urðum að taka áhættur í kvöld. Ef maður tekur ekki áhættur þá nær maður aldrei neinum árangri.“ „Kannski að væntingarnar hafa verið of háar,“ sagði hann enn fremur en margir reiknuðu með að Austurríki myndi ganga vel á mótinu hér í Frakklandi. Koller vildi fá vítaspyrnu á Ara Frey Skúlason í síðari hálfleik og hann kvartaði einnig undan því að Hannes Þór Halldórsson hékk of lengi á boltanum. „Hann fékk ekki gult spjald fyrr en undir lok leiksins. Það fannst mér einkennilegt. En það er ekki það sem réði úrslitum í kvöld.“ Koller sagði að frammistaða leikmanna í fyrri hálfleik hafi ekki verið leikkerfi Austurríkis að kenna, heldur taugum. „Þeir voru mjög spenntir og réðu ekki við það. En þeir læra af þessu. Þeir lærðu að það eru engin slæm lið á þessu móti og það þarf að halda einbeitingu allan tímann.“ Það vakti furðu austurrískra blaðamanna að Aleksandar Dragovic hafi tekið vítaspyrnuna sem hafnaði í stönginni, en ekki David Alaba. „Ég útnefni 2-3 vítaskyttur í liðinu og sá leikmaður sem treystir sér til að taka vítið gerir það. Drago tók vítið og þetta fór bara svona. Það þýðir ekkert að kenna honum um það.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Marcel Koller, þjálfari Austurríkis, sagði á blaðamannafundi eftir leik að taugar leikmanna Austurríkis hafi verið ofþandar fyrir leikinn í kvöld og að þeir hefði ekki ráðið við tilefnið. „Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik. Gerðum of mörg mistök, eins og í fyrri tveimur leikjunum okkar.“ „Þetta batnaði í síðari hálfleik. Þá byrjuðum við að spila eins og í undankeppninni. En það er ekki nóg að spila vel í einum hálfleik,“ sagði hann. „En við náðum okkur í dýrmæta reynslu á þessu móti. Þetta hafa verið mjög spennuþrungnir leikir og þessi reynsla sýnir okkur að við þurfum að vera í algjöru toppformi til að ná árangri á móti sem þessu.“ Hann segir að liðið hafi skapað sér nokkur færi í leikjunum en það sé erfitt að vinna leiki þegar sendingar ganga heilt yfir jafn illa og þær hafa gert á mótinu til þessa hjá Austurríki. „En við urðum að taka áhættur í kvöld. Ef maður tekur ekki áhættur þá nær maður aldrei neinum árangri.“ „Kannski að væntingarnar hafa verið of háar,“ sagði hann enn fremur en margir reiknuðu með að Austurríki myndi ganga vel á mótinu hér í Frakklandi. Koller vildi fá vítaspyrnu á Ara Frey Skúlason í síðari hálfleik og hann kvartaði einnig undan því að Hannes Þór Halldórsson hékk of lengi á boltanum. „Hann fékk ekki gult spjald fyrr en undir lok leiksins. Það fannst mér einkennilegt. En það er ekki það sem réði úrslitum í kvöld.“ Koller sagði að frammistaða leikmanna í fyrri hálfleik hafi ekki verið leikkerfi Austurríkis að kenna, heldur taugum. „Þeir voru mjög spenntir og réðu ekki við það. En þeir læra af þessu. Þeir lærðu að það eru engin slæm lið á þessu móti og það þarf að halda einbeitingu allan tímann.“ Það vakti furðu austurrískra blaðamanna að Aleksandar Dragovic hafi tekið vítaspyrnuna sem hafnaði í stönginni, en ekki David Alaba. „Ég útnefni 2-3 vítaskyttur í liðinu og sá leikmaður sem treystir sér til að taka vítið gerir það. Drago tók vítið og þetta fór bara svona. Það þýðir ekkert að kenna honum um það.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira