
Þannig forseti vil ég vera
Meðal þess sem ég hef lært er að stærstur hluti þjóðarinnar telur að forsetaembættið sé mikilvægt og vill að forseti sé málsvari allrar þjóðarinnar, hafi þekkingu og skaphöfn til að stuðla að sátt og sé tilbúinn til að tala við þjóðina og að hlusta á hana. Umfram allt þarf forseti ætíð að skilja að embættið sjálft er stærra og mikilvægara en hver sá einstaklingur sem því gegnir hverju sinni.
Verði ég kjörinn forseti Íslands á laugardag mun ég nálgast embættið af þeirri virðingu og auðmýkt sem það á skilið. Í því getur falist margt. Forseti getur þurft að standa bjargfast á eigin sannfæringu en einnig að vera tilbúinn til þess að miðla málum. Hann þarf að vera staðfastur talsmaður þjóðarhagsmuna þegar þörf er á en koma einnig virðulega fram fyrir hönd þjóðarinnar. Hann þarf að vera uppörvandi og bjartsýnn þegar á móti blæs en kunna að gleðjast og sýna þakklæti þegar vel gengur. Forseta Íslands ber að standa vörð um góðar íslenskar hefðir, tungu og menningu en fagna líka nýjum straumum og taka þá upp á arma sína.
Forseti þarf að skynja og skilja þarfir og væntingar ólíkra þjóðfélagshópa og vera jafnvígur á samskipti við alla Íslendinga, hvar sem þeir eru staddir á ævivegi sínum og hverjar sem aðstæður þeirra kunna að vera.
Í anda þeirra hugmynda sem ríktu þegar lýðveldið Ísland var stofnað 1944 á forseti að vera sameiningartákn þjóðarinnar, enda eini embættismaðurinn sem kjörinn er í beinum kosningum. Fyrri forsetar hafa mótað embættið eftir sínu höfði en innan þess ramma sem lög og hefðir skapa. Næsti forseti á að fylgja þessu fordæmi forvera sinna, læra bæði af því sem vel var gert og því sem miður fór. Fyrst og fremst á forseti að vera öllum óháður, hlýða eigin samvisku og þjóna öllum jafnt í landinu.
Þannig forseti vil ég vera.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar