Eitt mark nægði Þjóðverjum en hjálpaði ekki íslenska liðinu | Sjáðu sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 18:00 Mario Gomez fagnar marki sínu. Vísir/EPA Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, hélt sínu liði á floti í dag í 1-0 tapi á móti heimsmeisturum Þjóðverja í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Mario Gomez fékk tækifærið í byrjunarliðinu hjá Þjóðverjum og skoraði sigurmarkið eftir hálftíma leik. McGovern varði síðan allt annað sem kom á markið auk þess að boltinn skall einnig í marksúlunum á bak við hann. Markið dugði Þjóðverjum til að vinna riðilinn því Póllandi vann "bara" 1-0 sigur á Úkraínu á sama tíma. Bæði liðin enda með sjö stig en þýska liðið er með einu marki betra í markatölu. Hefðu Þjóðverjar náð að nýta eitthvað af öllum dauðafærum sínum og unnið með tveggja marka mun þá hefði það verið öruggt að jafntefli á móti Austurríki myndi duga íslenska liðinu til að komast í sextán liða úrslitin. Það fór hinsvegar ekki þannig en nái íslenska liðið bæði að skora og ná í stig á morgun þá verða strákarnir alltaf fyrir ofan Norður-Írland og Albaníu og þar með væri liðið með öruggt sæti í sextán liða úrslitunum. Þjóðverjar voru í stórsókn frá upphafsflauti og yfirburðirnir skiluðu liðinu fullt af færum. Mesut Özil, Thomas Müller og Mario Götze voru allir nálægt því að skora. Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, varði þrisvar sinnum frábærlega frá þýsku leikmönnunum á fyrstu tuttugu mínútunum. Thomas Müller skoraði ekki í tveimur fyrstu færunum og hann hefði getað verið komið með þrennu sjálfur í leiknum þegar hann lagði upp mark fyrir Mario Gomez eftir hálftíma leik. Thomas Müller átti meðal annars tvö skot í tréverkið og þýska liðið var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum, var 75 prósent með boltann og reyndi 14 skot í hálfleiknum. Svipaða sögu var að segja af seinni hálfleiknum, Michael McGovern var áfram vakandi í markinu og norður-írska liðið barðist allt til enda. Þjóðverjarnir náðu ekki að koma boltanum aftur í markið og það að vera ekki með neikvæða markatölu gæti vissulega hjálpað norður-írska liðinu í baráttunni um að vera eitt af fjórum bestu liðunum sem enda í þriðja sæti í sínum riðli.MARK! Mario Gómez skorar fyrir Þýskaland! 1-0. #NIR #GER #EMÍsland https://t.co/XHjCbZPj6x— Síminn (@siminn) June 21, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, hélt sínu liði á floti í dag í 1-0 tapi á móti heimsmeisturum Þjóðverja í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Mario Gomez fékk tækifærið í byrjunarliðinu hjá Þjóðverjum og skoraði sigurmarkið eftir hálftíma leik. McGovern varði síðan allt annað sem kom á markið auk þess að boltinn skall einnig í marksúlunum á bak við hann. Markið dugði Þjóðverjum til að vinna riðilinn því Póllandi vann "bara" 1-0 sigur á Úkraínu á sama tíma. Bæði liðin enda með sjö stig en þýska liðið er með einu marki betra í markatölu. Hefðu Þjóðverjar náð að nýta eitthvað af öllum dauðafærum sínum og unnið með tveggja marka mun þá hefði það verið öruggt að jafntefli á móti Austurríki myndi duga íslenska liðinu til að komast í sextán liða úrslitin. Það fór hinsvegar ekki þannig en nái íslenska liðið bæði að skora og ná í stig á morgun þá verða strákarnir alltaf fyrir ofan Norður-Írland og Albaníu og þar með væri liðið með öruggt sæti í sextán liða úrslitunum. Þjóðverjar voru í stórsókn frá upphafsflauti og yfirburðirnir skiluðu liðinu fullt af færum. Mesut Özil, Thomas Müller og Mario Götze voru allir nálægt því að skora. Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, varði þrisvar sinnum frábærlega frá þýsku leikmönnunum á fyrstu tuttugu mínútunum. Thomas Müller skoraði ekki í tveimur fyrstu færunum og hann hefði getað verið komið með þrennu sjálfur í leiknum þegar hann lagði upp mark fyrir Mario Gomez eftir hálftíma leik. Thomas Müller átti meðal annars tvö skot í tréverkið og þýska liðið var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum, var 75 prósent með boltann og reyndi 14 skot í hálfleiknum. Svipaða sögu var að segja af seinni hálfleiknum, Michael McGovern var áfram vakandi í markinu og norður-írska liðið barðist allt til enda. Þjóðverjarnir náðu ekki að koma boltanum aftur í markið og það að vera ekki með neikvæða markatölu gæti vissulega hjálpað norður-írska liðinu í baráttunni um að vera eitt af fjórum bestu liðunum sem enda í þriðja sæti í sínum riðli.MARK! Mario Gómez skorar fyrir Þýskaland! 1-0. #NIR #GER #EMÍsland https://t.co/XHjCbZPj6x— Síminn (@siminn) June 21, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira