Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2016 10:39 Laxveiðin gengur mjög vel það sem af er sumri. Mynd: KL Þá er júnímánuður á enda og nýjar tölur frá Landssambandi Veiðifélaga sýna svo ekki verður um villst að um frábæran mánuð var að ræða: Árnar hafa heilt yfir allt landið verið að skila afbragðs veiði en sú á sem líklega átti seinni part júní skuldlaust voru Rangárnar en Eystri Rangá er komin í 500 laxa en þar hefur eingöngu verið veitt í klak sem nú er lokið og ástundun við ánna langt frá því að vera mikil. Áin hefur verið í nokkra daga hvíld fyrir formlegri opnun sem er á morgun. Ytri Rangá er komin í 477 laxa en á sama tíma í fyrra var veiðin í 107 löxum en það ár endaði sem kunnugt er 8803 löxum. Stóri straumurinn í byrjun júlí er væntanlegur og það verður fróðlegt að sjá hverju hann skilar í árnar en ef við gefum okkur það að heimtur á eins árs laxi verði eitthvað í takt við þær góðu göngur á tveggja ára laxi sem veiðimenn hafa verið vitni að má alveg reikna með því að annað gott veiðisumar sé í vændum. Topp 10 listinn frá Landssambandi Veiðifélaga er hér að neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.is Blanda 762 Eystri-Rangá 500 Ytri-Rangá 477 Þverá + Kjarará 461 Norðurá 450 Haffjarðará 322 Miðfjarðará 292 Langá 207 Vatnsdalsá 148 Elliðaárnar. 128 Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði
Þá er júnímánuður á enda og nýjar tölur frá Landssambandi Veiðifélaga sýna svo ekki verður um villst að um frábæran mánuð var að ræða: Árnar hafa heilt yfir allt landið verið að skila afbragðs veiði en sú á sem líklega átti seinni part júní skuldlaust voru Rangárnar en Eystri Rangá er komin í 500 laxa en þar hefur eingöngu verið veitt í klak sem nú er lokið og ástundun við ánna langt frá því að vera mikil. Áin hefur verið í nokkra daga hvíld fyrir formlegri opnun sem er á morgun. Ytri Rangá er komin í 477 laxa en á sama tíma í fyrra var veiðin í 107 löxum en það ár endaði sem kunnugt er 8803 löxum. Stóri straumurinn í byrjun júlí er væntanlegur og það verður fróðlegt að sjá hverju hann skilar í árnar en ef við gefum okkur það að heimtur á eins árs laxi verði eitthvað í takt við þær góðu göngur á tveggja ára laxi sem veiðimenn hafa verið vitni að má alveg reikna með því að annað gott veiðisumar sé í vændum. Topp 10 listinn frá Landssambandi Veiðifélaga er hér að neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.is Blanda 762 Eystri-Rangá 500 Ytri-Rangá 477 Þverá + Kjarará 461 Norðurá 450 Haffjarðará 322 Miðfjarðará 292 Langá 207 Vatnsdalsá 148 Elliðaárnar. 128
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði