Valentino lokaði tískuvikunni í París á dramatískan hátt Ritstjórn skrifar 7. júlí 2016 20:30 Það var ansi skemmtilegur blær yfir sýningu Valentino í París á dögunum. Myndir/Getty Valentino lokaði hátískuvikunni í París í gærkvöldi með vægast sagt dramatískri sýningu. Þá er ekki aðeins verið að tala um fötin heldur einnig tilkynningu frá yfirhönnuðum tískuhússins. Eftir sýninguna tilkynnti Maria Grazia sem er ein af tveimur yfirhönnuðum Valentino að hún væri á förum frá merkinu og muni taka við hjá Dior. Hún hefur starfað hjá Valentino í átta ár og getið sér gott orð. Það verður spennandi að sjá í hvaða átt hún mun fara með Dior en miðað við Valentino sýninguna þá verður það aðeins öðruvísi en aðdáendur Dior hafa þurft að venjast enda var fyrrverandi yfirhönnuður Dior, Raf Simons, með afar minímalískan stíl. Sýningin sem fór fram í gær í París minnti á tísku frá 19 öld sem er innblásin af kaþólsku kirkjunni og franska konungsveldinu. Það var mikið um pífur og háa kraga ásamt stórum kjólum með mikilli blúndu. Mest lesið Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Fljúgandi töskur á Dolce & Gabbana Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Fötin sem konur vilja klæðast Glamour J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Eru þetta næstu Crocs skórnir? Glamour Vegan snyrtivörur njóta aukinna vinsælda Glamour Ný herferð Balenciaga markar kaflaskil Glamour Skrautlegar yfirhafnir í Mílanó Glamour Frá tískupallinum og á Óskarinn Glamour
Valentino lokaði hátískuvikunni í París í gærkvöldi með vægast sagt dramatískri sýningu. Þá er ekki aðeins verið að tala um fötin heldur einnig tilkynningu frá yfirhönnuðum tískuhússins. Eftir sýninguna tilkynnti Maria Grazia sem er ein af tveimur yfirhönnuðum Valentino að hún væri á förum frá merkinu og muni taka við hjá Dior. Hún hefur starfað hjá Valentino í átta ár og getið sér gott orð. Það verður spennandi að sjá í hvaða átt hún mun fara með Dior en miðað við Valentino sýninguna þá verður það aðeins öðruvísi en aðdáendur Dior hafa þurft að venjast enda var fyrrverandi yfirhönnuður Dior, Raf Simons, með afar minímalískan stíl. Sýningin sem fór fram í gær í París minnti á tísku frá 19 öld sem er innblásin af kaþólsku kirkjunni og franska konungsveldinu. Það var mikið um pífur og háa kraga ásamt stórum kjólum með mikilli blúndu.
Mest lesið Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Fljúgandi töskur á Dolce & Gabbana Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Fötin sem konur vilja klæðast Glamour J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Eru þetta næstu Crocs skórnir? Glamour Vegan snyrtivörur njóta aukinna vinsælda Glamour Ný herferð Balenciaga markar kaflaskil Glamour Skrautlegar yfirhafnir í Mílanó Glamour Frá tískupallinum og á Óskarinn Glamour