Aðalstjörnurnar í nýju herferðinni eru ungar og upprennandi stjörnur í bland við þekktari andlit sem hefði þó verið talin ólíklegt val fyrir auglýsingarnar. Kate Moss, sem er partur af nýju auglýsingaherferðinni, var aðalstjarna Calvin Klein á tíunda áratugnum en það er ansi langt síðan hún hefur setið fyrir hjá þeim. Einnig er Grace Coddington með í hópnum en hún hefur frekar verið þekkt fyrir að vera á bakvið myndavélina að stílisera en ekki að sitja fyrir.
Það sem hefur vakið mesta athygli er að Frank Ocean sé í auglýsingunum en ekkert hefur spurst til hans frá því að hann gaf út sína seinustu plötu, Channel Orange, fyrir fjórum árum. Margir velta því fyrir sér hvort að ný plata sé á leiðinni nú þegar hann er loksins kominn út í hið opinbera aftur.
Rapparinn Young Thug, sem er í miklu uppáhaldi margra tískuáhugamanna, er ein af störnunum ásamt Zoe Isabella Kravitz og Bella Hadid.